Símablaðið - 01.11.1931, Qupperneq 21
SÍMABLAÐIÐ
43
Fyrlr 25 árum.
Færeyjar og ísland.
Eins og flestum mun kunnugt komust Fær-
eyjar í símasamband við umheiminn sama
sumarið og ísland, en aðeins fyr um sumar-
ið, eða 26. jiili 1906.
Um símasamband til þessara fjarlægu
eyja liafði mikið verið rætt og ritað um
langan tíma. Og einn þeirra er til máls tóku
var Georg Brandes.
Fer hér á eftir kafli úr grein er hann rit-
aði 1905, um enskuhættuna fyrir Færeyjar.
Kemur það einnig fram í greininni, að til
orða hefir komið að leggja sæsímann til
Bergen.
„ . .. . Um langa tíð liafa Færeying-
ar þráð þá stund er þeir gæti sent
fyrsta símskeytið. En þó liafa aðrir
þráð sæsímann enn meir. Það eru
ensku togarafélögin, sem myndi hafa
geisilegan hagnað af símasambandi
við ísland og Færeyjar, og styrkja að-
stöðu sina á eyjunum enn meir.
Þeir menn, sem berjast fyrir sjálf-
stæði Færeyja, og sambandi þeirra
við Danmörku, sjjyrja livers vegna
enskir útgerðarmenn, livers vegna
enskur iðnaður, verslun og viðskifti
eigi að auðgast á sæsímanum. Þeim
hefir ekki verið það dulið, að verslun-
arviðskifti Færeyja smátt og smátt
iiverfa frá Danmörku til Englands.
Hin síðustu ár liafa hafist nokkur
verslunarviðskifti við Noreg, en þar
virðast vera örðugleikar i vegi, og
þessir menn óttast, að þau liverfi al-
gerlega, er sæsímasambandið er kom-
ið. Því hin fyrirhugaða lega sæsímans
muni ólijákvæmilega draga viðskiftin
suður á hóginn, til Englands. En fyrst
]>að nú er danskt félag og danska rik-
ið sem kosta sæsimalagninguna, því þá
að leggja hann til Englands? Væri
ókleift að leggja liann til Jótlands-
skaga? Eða austur á við, til Bergen?
Sú leið er ekki mikið lengri en til
Englands.
í Færeyjum eru menn þeirrar skoð-
unar, og telja það víst, að hið beina
símasamhand við England geri eyj-
arnar fjárhagslega háðar Englending-
um, dragi þær smám saman inn undir
yfirráð þeirra.
Að Islendingar óttist ekki liið beina
samhand við England stafi af því, að
þeir eigi þann þjóðernislega mótstöðu-
kraft er Færeyinga skorti enn þá.
Vegna þessa ótta hefir hinn færeyski
])jóðþingsmaður ekki einungis rætt
málið við ráðandi menn á Islandi, en
einnig farið til Kristjaníu til að kvnna
sér undirtektir norsku stjórnarinnar
því viðvíkjandi, að leggja Islands-sæ-
símann til Noregs.
Eg neita því ekki, að mér virðist
þessi ótti Færeyinga full mikill. Eng-
lendingar myndi geta haft símasam-
hand við Færeyjar, hvaða leið sem sæ-
síminn lægi. Hvort símskeyti kemur
nokkrum mínútum fyr eða seinna til
skila, liefir í fæstum tilfellum mikla
þýðingu.
En væri nú liallast að þráðlausu
sambandi, væri öll þessi vandamál úr
sögunni.“
Marseillaisen frá spönskum stöðvum.
Þegar spanska lýðveldið var stofnað hættu
spanskar útvarpsstöðvar að kveðja með
spönskum hirðmars, en spila i þess stað
Marseillaisen, þar til Spánn hefir eignast
nýjan þjóðsöng.