Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1931, Síða 26

Símablaðið - 01.11.1931, Síða 26
48 SÍMABLAÐIÐ Lagt af stað í Þrastarlund. Útvarp úr djúpi Atlantshafsins. I febrúarmánuði n.k. verður tækifæri til að hlusta á merkilegt útvarp. Hafa útvarps- fél. vestan hafs samið við kafara um það að kafa niður að flakinu á „Titania", er var sökt af kafbáti með allri áhöfn, við strendur írlands 1915. Liggur skipið á 240 feta dýpi. Hefir kafarinn meðferðis mikro- fon, og segir jafnóðum frá því, sem fyrir augu hans ber á ferðalagi hans um þessa dauðragröf í djúpi hafsins. Verður því út- varpað bæði vestan hafs og austan. Ætti ísl. útvarpsnotendur að geta fylgst með þessum viðburði. En sú rigning! Ræðumönnum útvarpsins hættir stundum til að gleyma því, að hvert orð, sem sagt er í nánd við hljóðnemann, fer um víða veröld. Fyrir nokkru var franski forsætisráðherr- ann að tala fyrir fullu húsi áheyrenda, og var ræðunni útvarpað. I miðri ræðunni urðu fagnaðarlæti áheyrenda svo mikil, að ráð- herrann varð að þagna, og á meðan á því stóð varð honum litið út um glugga. Varð honum þá að orði: „En sú rigning!“ En útvarpshlustendurnir skildu ekki vel samhengið milli ræðunnar og ])ess, — hvað hann rigndi!

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.