Símablaðið - 01.11.1931, Side 27
SlMABLAÐ IÐ
49
Suinarleyfin.
Um langt skeið hafa sumarleyfin
verið á dagskrá hjá símamönnum.
Margsinnis liefir verið sýnt fram á það,
að starf afgreiðslufólksins við símann
er þess eðlis, að það þarf að hafa góð
not af sumarleyfunum, eigi það að
halda heilsunni.
í nokkur ár liafa sumarleyfin verið
2 vikur. En oft vill það svo verða, að
símafólkið kemur jafn þreytt að starf-
inu aftur. Veðráttan er oft þannig, að
mönnum verða engin not að sumar-
levfinu.
Uað hefir líka verið hent á það, að
islenska símafólkið hefði þörf fvrir
lengra leyfi en starfssystkini þess í
flestum löndum. Veldur því hinn langi
vetur. Og fyr eða siðar hlýtur að reka
að því, að tandssíminn sór að heilsa
og starfsþrek starfsfólksins krefst
þess, að leyfin verði lengd. Við því
væri ekkert að segja, þó nokkuð af
fríthnanum væri að vetri til. Tíðkast
það víða erlendis.
Og væri hægt að örfa iþróttalíf og
fjallaferðir meðal símafólksins að
vetri til, myndi vetrarleyfin fullkom-
lega ná tilgangi sínum.
Starfsfc'dkið liér i Reykjavik hefir
nú eignast dvalarheimili í grend við
Reykjavik, en þó nægilega langt burtu
til þess að þar er hægt að iðka vetrar-
iþróttir, — skíða- og skautaferðir; og
þess er að vænta, að bráðlega verði
fríunum svo fyrir komið, að þar geti
starfsfólkið einnig dvalið um tíma að
vetrinum.
Hér i blaðinu hefir áður verið gerð-
ur samanburður á fríuni íslenska
símafólksins og símafólks í nokkrum
öðrum löndiun.
Hér á eftir skal það gert, til fróð-
leiks, nokkru nánar.
Búlgaría:
Þar er sumarleyfið 30 dagar. Auk
þess geta starfsmenn fengið frí, alt að
sjö dögum, með fullum launum, t. d.
til að sitja stéttarþing, og jafnvel fundi
i íþróttafélögum og öðrum menning-
arfélögum.
England:
Árið 1920 voru sett lög um kjör opin-
l)erra starfsmanna þar í landi. Frí-
timinn er eftir þeim 18—30 dagar, þó
eru helgidagar ekki taldir með. Venju-
legast er friið gefið að sumrinu, en sé
því skift, er meiri liluti þess að sumr-
inu. Ennfremur fá menn alt að 6 daga
frí er þeir gifta sig eða við fráfall ná-
komins ættingja, og í öðrum sérstök-
um tilfellum.
Finnland:
Samkvæmt reglugerð frá 29. des.
1922 fá menn 14 frídaga eftir eins árs
þjónustu, þrjár vikur eftir 5 ára þjón-
ustu og 30 daga eftir 10 ára þjónustu-
aldur. Fríinu má skifta.
Frakkland:
Með reglugerð frá 22. maí 1925 var
leyfistíminn ákveðinn 3 vikur, þó er
ekki haldið fast við það ákvæði, held-
ur oft veitt mánaðar fri. Einnig fá
menn nokkurra claga fri ef sérstakar
ástæður eru fyrir liendi, líkt og í Eng-
landi, eða til að nota sér borgaraleg
réttindi.
Holland:
Þar er frítíminn 12—24 virkir dagar.