Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.11.1931, Blaðsíða 30

Símablaðið - 01.11.1931, Blaðsíða 30
52 SlMABLAÐIÐ Sumarleyfin og frídagana þarf að taka til rækilegrar yfirvegunar, og semja fastar reglur þar um. Að það liefir ekki þegar verið gert, má símafólkið sjálfu sér um kenna. Deyfð þess og afskiftaleysi af félags- málum, er þess valdandi, og ekkert annað. Gæsirnar fljúga ekki steiktar upp í mann. Það ætti símafólkinu að fara að lærast iivað af hverju. A. G. Þ. Ny tekjugrein. Þakkarskeyti. í Þýskalandi hefir verið stungið upp á því, að síminn leyfði svokölluð þakk- arskevti. Væri það á þann liátt, að prentuð yrði skevti með viðeigandi texta, t. d. þakklæti fyrir lieillaskeyti á brúðkaupsdaginn, afmælisdaginn o. s. frv. eða fyrir auðsýnda samúð. Þetta væri vel þess vert, að taka til athugunar einnig liér á landi. Myndi þessi nýjung auka tekjur símans nokk- uð, og á þessum krepputímum er liend- inni ekki sláandi móti nokkru, er gef- ur tekjur í ríkissjóð, jafnvel þó smá- vaxnar sé. Heillaskeyti eru nú orðin stór liður í viðskiftum símans. Við giftingar og fermingar, eða önnur hátíðleg tæki- færi, fær sami maðurinn oft svo tug- um, og jafnvel hundruðum skiftir af þeim. Og það er orðin föst vcnja, og kurteisisskylda, að senda þakkarkort fyrir. Það er þá talsvert verk, fyrir- höfn og líka nokkur kostnaður. Marg- ir mundu heldur kjósa, væri þess kost- ur, að láta símann annast það, gegn vægu gjaldi. Hann myndi þá afhenda símanum lista yfir þá, er þakkarskeyti skyldi senda til, og velja textann. Smám saman myndi þessi þakkarað- ferð verða föst venja. En vitanlega mætti gjaldið ekki verða neitt nærri því, sem nú er fyrir venjul. skevti. Eyðublöðin vrði að prenta í stóru upp- lagi, svo að kostnaðurinn yrði ekki mikill. Aðalatriðið er, að þessu yrði hagan- lega fvrir komið, svo að almenningur teidi það þess vert að notfæra sér það, og' að það yrði nokkur tekjugrein fyr- ir landssímann. Miimingarsjóíur Crísla J. Ólafsonar. Það var ætlunin að birta í þessu blaði skipulagsskrá fyrir minningar- sjóðinn, en því miður gat það ekki orðið. Verður það væntanlega hægt i næsta blaði. Verður hér þá einnig gerð skilagrein fyrir gjöfum í hann. Símablaðið vill geta þess, að gefnu tilefni, að gjafir i minningarsjóðinn eru ekki einskorðaðar við símamenn, en gjöfum frá vinum Gisla sál. utan símans mvndi einnig tekið með þökk- um. Kalundborgarstöðina ætla Danir að stækka í náinni framííð, en hve mikið, mun ekki enn ákveðið. Bylgjulengdin verður hin sama áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.