Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.11.1931, Side 35

Símablaðið - 01.11.1931, Side 35
SÍMABLAÐIÐ 57 stöðu sinnar til að opna augun á fjár- veitingavaldinu. Launalögin eru orðin til skammar. Eftir þeim taka laun allir elstu og reyndustu starfsmenn þjóðfélagsins. En utan þeirra hafa um flciri ár sprott- ið upp eins og gorkúlur hálaunaðir starfsmenn með allskonar titlum, „full- trúar" og „skrifstofustjórar“, með þús- unda króna árslaun fram vfir menn í sambærilegum stöðum, er fá laun eftir launalögunum. Það óréttlæti er við þetta skapast, og sú gremja er það veldur, er nóg til þess, að hver borg- ar ætti að heimta endurskoðun launa- laganna. Nýlega hélt Félag símamanna fund til að ræða lækkun dýrtíðarupphótar- innar. Var sá fundur óvenjulegá vel sóttur, og sýndi hve alvarleg launa- kjörin nú eru orðin. Var kosin nefnd til að taka málið til rækilegrar vfir- vegunar, og er vonandi, að hún geti unnið í samráði við landssimastjór- ann, og að það starf heri góðan ár- angur. X. Úr símaskránni 1906. „Talstöðvar eru í: Pósthússtræti 2 (á miðstöðinni), Túngötu 2 (á Café „Uppsalir"), Kolasundi 1 (á Café ,,Klampenborg“), Hverfisgötu (á Café ,,Norðurpóllinn“). Símtal þaðan við bæjarmenn, þá er talfæri hafa, kostar 10 aura.“ Pað lítur helst út fyrir að einn liðurinn í starfi Bæjarsímans hafi þá verið að „reka kaffihús“. Stéttafrlðnr eða stéttabarátta. Heimurinn er altaf að versna, hon- um fer aftur með hverjum degi sem líður. Þannig farast mörgu eldra fólki orð og einnig þvi, sem vngra er, þótt það standi á öðru stigi aldurs og þroska. Og svona liefir það altaf ver- ið, hver kynslóðin eftir aðra, sú, sem liefir verið að kveðja, hefir ekki getað skilið þá yngri. Þess vegna hefir hún kveðið upp þennan harða dóm. Hún skilur ekki einföldustu atburði hvers dags sem er að liða. Því þegar ómar frá baráttu hinna undirokuðu herast til eyrna liennar, þá lokar hún augun- um og skilur ekkert i þessum látum. Það eru óþarfa æsingar, sem sanna spádóm hennar um það, að heimur versnandi fer. Og þegar kreppur koma, sem leiða af sér lirun og enn þá meiri örbirgð, þá trúir liún best skýr- ingum þeirra, sem setja kreppurnar i samband við dökkva blctti á vfirborði sólar. En sumum af hinni yngri kvnslóð fer öðruvísi, þeim, sem skilja það. að sá friður, sem hin eldri kvnslóð og fylgjendur hennar krefjast, er ekki i samræmi við þær brevtingar, sem orðnar eru á öllum sviðum. Og þeim skilst lika, að stéttafriðurinn leiðir til dauða fyrir allar stéttir. en að það er hlutverk stéttabaráttunnar að skana sterka. starfsama og frjálsa stétt. Ef menn hætta að gera kröfur til lífsins, há er voðinn vis, þvi hver og einn, sem lætur skcika að sköpuðu í beim efn- um. mun uppskera það er hann sáði. Það er eðli lifsins að hinn sterki sigr- ar hinn veika. Til þess þarf ekkert ilt

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.