Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.11.1931, Side 36

Símablaðið - 01.11.1931, Side 36
58 SÍMABLAÐIÐ að liggja, það er aðeins náttúrulöginál sem ])ar er að vcrki. Hver stótt, sem er kærulaus um sinn eiginn hag, get- ur engum um kent nema sjálfri scr ef illa fer. Hún hefir sofið þegar henni bar að vaka. Bræður munu berjast, stendur skrif- að. Og við sjáum daglega að þetta á sér stað, þó að vopnin séu, hérlendis, aðallega tunga eða penni. — Og hve- nær hætta þeir að berjast? munu margir spvrja. Það er skoðun ekki svo fárra manna, að þeim ljúki þegar menn fara að starfa til þess að lifa, en ekki til þess að safna. G. P. Svar tll Magnúsar Richardssonar. I grein sinni í 1. tbl. Símabl. í ár kemst Magnús Richardsson að þeirri einkennilegu niðurstöðu, að þareð danskir símritarar lesi vfir skeytin, til þcss að sjá hvort rétt sé afgreitt, þá sé ekkert að athuga við það, þótt is- lenzkir símritarar noti samanburð, því það tefji þó ekki eins mikið fyrir skeytunum eins og liitt, að lesa þau yfir. Mér findist, að hetra væri fyrir M. R. að taka sér til fyrirmyndar þá, sem hvorugt gera, en nota öruggustu og fljótustu aðferð, samt sem áður. Eg vil benda M. R. á það, að fullyrð- ing lians um að algengt sé að danskir símritarar lesi ydir skeytin er alröng og mun stafa af ókunnugleika lians. Ef nota ætti þá aðferð, t. d. á Seyðis- firði, mundi þurfa að liafa þar helm- ingi fleiri símritara en nú, og fellur þvi þessi fullyrðing M. R. alveg um sjálfa sig. Þá segir M. R.: „Þarf jafnvel ekki símritara til þess að afgreiða á slikt áhald“ (þ. e. símritvélina). Eg skil þetta svo, að ekki þyki nauðsynlegt að kenna símriturum að skrifa á þetta áliald, — að minsta kosti hefir það ekki verið gert hjá Landssimanum. Hinsvegar er svo erlendis, að nauð- synlegt þykir að eyða miklum tíma og peningum til að kenna hverjum símritara að skrifa á þetta áhald og verður maður því að álíta, að það sé mjög áríðandi, að slíkt sé gert. Þá kemst M. R. að þeirri niðurstöðu að eg' viti ekki live hratt simritarar í Rvík afgeriði á þetta áhald, og hvort þeir afgreiði dulmál jafn hratt og mælt mál. Hér er M. R. að telja mönnum trú um, að þeir séu eitthvað öðruvisi, sím- ritararnir í Rvík, en annarstaðar, t. d. á Sevðisfirði eða erlendis. Ef M. R. hefði lesið grein mína með athygli, mundi hann liafa séð, að eg hefi hvergi haldið því fram, að liægt sé að afgreiða öll mál jafn hratt, enda er það sann- að, að ef t. d. afgreitt er mælt mál með 50 st. hraða, þá lætur nærri, að sami símritari afgreiði dulmál með 40 st. hraða á mín. Hinsvegar er liægt að afgreiða enska tungu með meiri hraða en önnur mál, þareð stöfunum er þannig fyrir komið, að liægast er að afgreiða það mál. Ennfremur getur M. R. séð, að í grein minni stendur, að það kunni að vera fljótara að af- greiða á símritvélina, þegar notaðir eru tveir eða þrír fingur á hverri hendi, lieldur en þegar notuð er gamla aðferðin. En eg skal slá því föstu, að eg álít, að umrædd aðferð geti aldrei

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.