Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 Fréttir £)V Lítið fyrir starfsaldur Leikskólanum Austur- borg hefur tekist að ráða starfsmann. Ráðningin er þó aðeins tímabundin þar til skömmu eftir áramót. Eins og fram hefur komið í fréttum DV hefur leikskól- inn gripið tii þess ráðs að senda börn heim vegna þess að leikskólinn hefur ekki nægt starfsfólk til að sinna þeim. Annar mjög frambærilegur starfsmaður á eftir að ákveða hvort hann taki starf á Austur- borg. Sá mun vera mikið menntaður á tæknilegum sviðum og eiga að baki langan starfsaldur. Hann lendir þó í lægsta launa- flokki borgarinnar með 117 þúsund krónur á mánuði. Selja lífrænt Sláturhús og kjöt- vinnsla Kaupfélags Vest- ur-Húnvetninga á Hvammstanga hefur nú fengið alþjóðlega vottun Vottunarstofunnar Túns til vinnslu á h'frænum hráefnum. Vottunin felur í sér að KVH getur tekið við lífrænu sauðfé til slátrunar, unnið úr því ýmsar kjötvörur og sér- merkt þær fyrir lífræna matvörumarkaðinn. Meira en tvö ár eru síðan bændur í líffænni sauð- fjárrækt gátu síðast selt afurðir sfnar sem lífrænar. Reykurí Funa Útblástursreykur sorp- endurvinnslustöðvarinnar Funa í botni Skutulsfjaröar var meira áberandi en vanalega á þriðjudag eins og margir bæjarbúar tóku eflaust eftir að því er fram kemur á vefsíðu Bæjarins bestu. Ástæðan er sú að enn hafa ekki fengist pokar í síubúnað sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan en í ljós kom í sumar að þörf var á að endurnýja pokana. Sægreifinn Guðmundur Kristjánsson. sem á sjávarútvegsfyrirtækið Brim, hefur keypt glæsieign í vesturbænum. Hann keypti einbýlishúsið Marbakka við Nesveg og mun að öllum líkindum flytja þangað ásamt fjölskyldu sinni á næstunni. > a Marbakki Guð- mundur keypti þetta hús í lok september fyrir 95 milljónir. Granaskjól 64 Hér býr Guðmund- urdsamtfjöl- skyldusinni. hann seldi Hannesi Smárasyni, for- stjóra og aðaleiganda FL Group, húsið á 170 milljónir í vor. Kvótakóngurinn Guðmundur Kristjánsson er ríkur maður. Honum munaði ekkert um að reiða fram 95 milljónir fyrir ein- býlishúsið Marbakka við Nesveg 107 í vesturbænum í lok sept- ember í nafni Fasteignafélagsins B-16 en fyrir á hann nokkrar fasteignir í Reykjavík. Marbakki er stórglæsilegt 290 fm einbýlishús en fyrri eigendur þess, Björn Rúríksson og Guðfinna Aðal- heiður Karlsdóttir, sem nú eru skilin að skiptum, settu 100 milljónir á húsið þegar það fór á sölu. Býr í Granaskjóli Guðmundur býr nú í glæsilegu einbýlishúsi í Granaskjóli, sem er steinsnar frá Marbakka, og er það enn stærra en nýja húsið eða 341 fm. Guðmundur hefur verið um- svifamikill í fasteignaviðskiptum í höfuðborginni að undanförnu. Hann festi kaup á gamla Iðunnar- húsinu við Bræðraborgarstíg og lét gera það upp á glæsilegan hátt. Það hús stendur hins vegar autt. Græddi 20 milljónir Guðmundur keypti aukinheldur lúxusvillu á Fjölnisvegi 11 á 150 milljónir um síðustu áramót og græddi tuttugu milljónir þegar Gamla Iðunnar- húsið Uppgert á kostnað Guðmund- arenhann hefur aldrei búið þar. JSSiií Fjölnisvegur 11 Guömundur græddi tuttugu milljónirá þessari eign. 'X :: EltSHI f BO LTI N N^gr' Splunkunýr spurningaþáttur um fótbolta, fótbolta og meiri fótbolta. SPARK er óhefðbundin spurningaþáttur um fótbolta sem stjórnað er af Stefáni Pálssyni sem jafnframt er höfundur spurninga. Honum til aðstoðar er stuðboltinn Þórhallur Dan, knattspyrnukappi með meiru. Frumsýndur á SKJÁE/A/HMog Enska Boltanum 21. október, kl. 20.00. Laugardaga kl. 22.30 • Sunnudaga kl. 22.30 • Föstudaga kl. 19.30 SKJÁR EINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.