Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGllR 20. OKTÓBER 2005 Síðasten ekkhsht JV € V, Rétta myndin Gangið ekki á grasinu. DV-mynd Stefán. Skítafnykur á Héraði Mikil skítalykt hefur leg- ið yfir Egilsstöðum undan- farna daga. Veður hefur ver- ið stillt, rakt og fremur hlýtt og nýta bændur í nágrenni Egilsstaði sér þetta góða veður til skítdreifingar. Fnykurinn hefur fundist um allan bæ og meðal annars hafa krakkar í menntaskól- anum kvartað yfir því að i gmi fnykurinn trufli Ll V. TH námið. Sömuleiðis hafa farþegar sem hafa lent á flugvellinum eystra haft það á orði að Egilsstaðir séu skítapleis. Þó að gera megi ráð fyrir að því hafi frekar verið hent fram í meira gamni en alvöru. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu lítur allt út fyrir að íbúar Eg- ilsstaða verði að búa við skítafýluna, og háðsglósurn- ar sem henni fylgir, eitthvað áfram því spáð er fremur hlýju og stilltu veðri næstu daga. Heyrst hafa raddir þess efnis að bæjaryfirvöld ættu að blanda sér í málið og forða þar með sínum ástkæru Eg- ilsstöðum frá því að nafnbót- in „Mesta skítapleis fslands" festist á bænum. Hvaðveist þú um lceland Airwaves 1. Hvar og hvenær var fyrsta Airwaves-hátíðin haldin? 2. Hvaða fyrirtæki stendur á bak við hátíðina? 3- Hvað spila margar hljómsveitir á hátíðinni í ár? 4. Hver er aðaltónleika- staður Airwaves? 5. Hvaða hljómsveit var fyrst á svið hátíðarinnar í ár? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? fór nú reyndar ekki aö syngja fyrr en um sextán ára aldur, þá meö Ný Danskri en ég hefverið einlægur aðdáandi hans síðan og fylgst meðþvlsem hann hefur verið að gera,"segir Guðný Daníelsdóttir, móðir Daníels Ágústs Haraldssonar tónlistar- manns.„Ég er búin að fylgjast með fæð- ingu plötunnar slðastliðin fimm ár og var nú siðast I London að sjá hann spila. Ein- lægni hefur alltaf verið kjarninn I okkar samskiptum og við höfum ávallt verið samstíga nema að ég var ekki hlynnt þvl þegar hann fór I Eurovision, þá leist mér ekki á kompaníið semhannvar með. " Daniel Ágúst Haraldsson söng sig inn i hjörtu okkar með Ný Danskri fyrir mörgum árum. Hann starfaði svo með hljómsveitinni GusGus um alllangt skeið og kemur nú fram á sjónarsviðið með fyrstu sólóplötu sína sem hefur fengið prýðilegar viðtökur til þessa. „Ég hef gríðarlegan áhuga á skák þó að ég kunni varla sjálfur að tefla og lék af mér drottningunni á móti Hrafni Jökulssyni síðustu helgi," segir séra Gunnþór Ingason, sókn- arprestur í Hafnarfjarðarkirkju. Gunnþór ber veg og vanda af skák- hátíð í kirkjunni sem hefst á laugar- daginn með Strandbergsmótinu. Þar munu krakkar 15 ára og yngri tefla við skákmenn eldri en 60 ára. Öflugt skákstarf er í Hafnarfjarðar- kirkju þar sem bópur eldri borgara hittist einu sinni í viku og teflir. „Þetta er stór hópur, hátt í 20 manns, sem kemur saman einu sinni í viku í safnaðarheimilinu Strandbergi. Þeir kalla sig Riddarana og eru tii fyrirmyndar í sóknarstarf- inu," segir Gunnþór. „Sjálfur varð ég heillaður af skákinni þegar ég sá hvað Hrókurinn hefur gert hér á landi og víðar. Þó að maður tefli ekki sjálfur _er svo sannarlega hægt að nýta skákina til góðs." Mótið á laugardaginn er sam- starfsverkefni kirkjunnar, Hróks- ins, Riddaranna og hafnfirsku skákfélaganna Kátu biskupanna og skákdeildar Hauka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra mun leika fyrsta leiknum á mótinu og er þátttaka ókeypis þó að glæsilegir vinning- ar séu í boði, ferðir til Færeyja og fallegar bækur. Séra Gunnþór segir svo að skák- hátíðinni muni ljúka á sunnudaginn þegar boðað verður til skákmessu klukkan elllefu þar sem Guðmundur G. Þórarinsson prédikar. „Svo verð- ur keppendum á mótinu boðið til hádegisverðar og verðlaunaafhend- ingar þar sem Friðrik Ólafsson stór- meistari mun tefla fjöltefli við sigur- vegarana og aðra gesti." Raisa sló í gegn í Reykjavík Gamla myndin Bílalestin á Ægisgarði var til- komumikil. Stefnan tekin á Höfða þar sem forseti Bandarikjanna beið. Mikhail Gorbachev, þáverandi leið- togi Sovétríkjanna, bjó í stórri snekkju sem lá við festar í Reykjavík- urhöfh meðan á leiðtogafundinum fræga stóð í Reykjavík á haustdögum 1986. Ronald Reagan gegn Gor- bachev. Það andaði köldu til að byrja með. Snekkju Sovétíeiðtogans var siglt gagngert til landsins vegna fundarins en Reagan bjó í bandaríska sendiráð- inu við Laufásveg. Heilu hverfunum var lokað og þá sérstaklega í námunda við Gorbachev. Likt og hann væri vanari slíkum traktering- um. Bflalestin sem sést á myndinni og ekur hægt fram hjá þar sem Hamborgarabúlla Tómasar stendur nú samanstendur af rúss- neskum eðalvögn- um; líklega Volgum sem þóttu góðar á sinni tíð þó eilítið hastar væru. í aftur- sætinu sitja Gorbachev og Raisa eiginkona hans, sem vakti mikla athygli í Reykjavík þessa daga og þá ekki síst fyrir klæða- burð sinn en Raisa var í fallegri og dýrari pelsum en áður höfðu sést í höfuðstað íslendinga. Raisa varð á sinn sérstaka hátt stjama leiðtogafundarins; sú sem fféttamenn litu til þegar vantaði gott efni til að senda heim í heimspress- Rússnesk bílalest við Reykjavíkurhöfn laftursæt- unum sitja Gorbachev, þáver- andi leiðtogi Sovétríkjanna, una. Og hún sveik þá ekki. Flestum var þó ljóst að ekki var samkomulagið upp á það besta hjá þeim hjónakomum, Mikhail og Raisu. En Raisa var flott í Reykjavík 1986. Það mátti hún eiga. GOTT hjá Siv Friðleifsdóttur að ná sér eftir krossbandsaðgerð á vinstra hné á aðeins sex mánuðum. Svör viö spurningum: 1. f Flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli árið 1999.2. Hr. Ör- lygur, einnig kallað Mr. Destiny. 3.132 hljómsveitir, auk plötusnúða og annarra. 4. Listasafn Reykjavíkur í Hafn- arhúsinu. 5. Cynic Guru. Hún steig á svið Nasa klukkan 19.30 (gærkvöldi. Krossgátan Lárétt: 1 gripahús,4 hitta, 7 geil, 8 æviskeið, 10 ró, 12 stúlka, 13 lög- un, 14 matur, 15 eyði, 16 hár, 18 nöldur,21 úrillu, 22 hjálp, 23 muldra. Lóðrétt: 1 frag,2 beiðni, 3 glámskyggn,4far, 5 fas, 6 tóm, 9 rófa, 11 úr- ræðagóð, 16 andi, 17 vot, 19 viðkvæm,20 mánuður. Lausn á krossgátu , eo6 07 tune 6 L >|QJ z t j?s 91 '6npej 11 'uo>|s 6 'pne 9 'jpæ g 'n6uyAajq y 'uuAsumje>|s £ '>jS9 z 'æJJ L :MpJC91 e|ujn £Z'u>|!| ZZ'n6nuo \z '66eu 81 'Aps 9 L '|os s t 'ipæj y 1 ujjoj £ 1 'Asui z l 'pj|3 0 L 'e>|sse 8 'pje>|s / 'ejæq y 'sofj t uiajeg MARKAÐURINN FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Mest lesna viðskiptablaðið «0 E | Q. m í- . c i o LD MAW<AÐLIRINN.^* m. AUGLÝSINGASIMI 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.