Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005
Sport DV
Þjóðverjar
svartsýnir
fyrir HM
Það eru aðeins þrjú pró-
sent Þjóðverja sem telja
þýska knattspyrnulandslið-
ið eigi mögu-
leika á að
verða heims-
meistari í
íjórða sinn
þegar HM fer
fram í Þýska-
landi næsta
sumar. í
könnuninni
sem birtist í Stern-blaðinu
kom einnig fram að 15%
þýsku þjóðarinnar spá því
að þýska liðið komist ekki
upp úr riðlakeppninni, 25%
segja liðið komast í átta liða
úrslit og 19% spá því að
þýska landsliðið komist alla
leið í undanúrslitin. Það jók
ekki á bjartsýnina að könn-
unin var framkvæmd 13. og
14. október eða skömmu
eftir að þýska liðið hafði
tapað 1-2 fyrir Tyrklandi á
heimavelli og rétt náð að
vinna kínveska landsliðið í
næsta leik á undan.
Haukar mæta
KA í bikarnum
í gær var dregið í 16 liða
úrslit SS-bikars karla í
handbolta og stórleikurinn
er örugglega viðureign
Hauka og KA á Ásvöllum en
hann er einn af fimm inn-
byrðisleikjum liða í efstu
deild. Bikarmeistarar ÍR-
inga fá heimaleik gegn Fylki
og þá mætast tvö lið FH í
uppgjör eldri leikmanna,
FH-Elítunnar, og núverandi
meistaraflokksleikmanna.
Aðrir Ieikir eru: Þór Ak. -
Selfoss, Valur - Stjarnan,
Stjarnan 2 - ÍBV, FH 2 -
FRAM og Afturelding - HK
en leikimir fara fram 8. og
9. nóvember.
Meistararnir
hafa ekki enn
unnið leik
NBA-meistarar San Ant-
onio Spurs hafa ekkert ver-
ið að sýna neina meistara-
takta á undirbúningstíma-
bilinu en NBA-deildin fer af
stað á nýjan leik í nóvem-
ber. Spurs-liðið hefur tapað
öllum
fimm
leikjum
sínum nú
síðast 81-
94 fyrir
liði Indi-
ana Pacers
sem marg-
ir spáð
mikilli vel-
gengni í
vetur. „Ég
er að leyfa
öllum að
spreyta sig svo að við kom-
um öllum í gott leikform,"
sagði þjálfarinn Greg
Popovich sem hefur séð
tímana tvenna og hefur
ekki miklar áhyggjur af
genginu. Popovich gaf líka
mörgum lykilmönnum frí
en það var aðeins Tony
Parker sem náði að skora á
annan tug stiga en hann
skorað 11 stig. RonArtest
var stigahæstur hjá Indiana
með 20 stig og 13 fráköst.
í fyrradag
varð Thierry
Henry marka-
hæsti leikmað-
ur í sögu Arsenal þegar hann bæði jafnaði og
bætti met Ian Wright í einum og sama leiknum.
Það var gegn Spörtu Prag í Meistaradeild Evrópu
og stóð reyndar aldrei til að Henry myndi spila
stórt hlutverk í leiknum.
Henry hefur átt við meiðsli að stríða síðan í
ágúst en Arsene Wenger ákvað að hafa hann með
í hópnum í Tékklandi þó svo að hann væri að-
eins nýbyrjaður að æfa á nýjan leik. Hann kom
svo óvænt inn á völlinn á 15. mínútu þegar Jose
Antonio Reyes meiddist og gat ekki spilað meira
í leiknum. Henry var einungis sex mínútur að
skora fyrsta markið og hafði hann svo skorað
annað áður en yfir Iauk.
En þó svo að Thierry Henry hafi skorað bæði
fyrsta og sitt nýjasta mark sitt fyrir Arsenal sem
varamaður er ekki margt líkt með þeim pilti sem
þandi netmöskva Southampton-marksins í sept-
embermánuði árið 1999.
Arsenal leitaði logandi ljósi að nýjum fram-
herja hjá félaginu eftir að Nicolas Anelka yfir-
gaf Lundúnir sumarið 1999. Arsene Wenger,
stjóri félagsins, ákvað að kynna til leiks tvo nýja
leikmenn. Annar var gömul hetja sem hafði sleg-
ið allrækilega í gegn á Heimsmeistaramótinu í
Frakklandi árið á undan. Það var Króatinn Davor
Suker. Hinn var 22ja ára franskur kantmaður
sem hafði átt erfitt með að finna sig eftir að hafa
orðið heimsmeistari með Frökkum árið á undan.
Það var Thierry Henry.
f fyrsta leik tímabilsins var framlína Arsenal
skipuð þeim Suker og Kanu og fyrir aftan þá var
Dennis Bergkamp. Þessi uppstilling kom mönn-
um ekki á óvart og þurfti Henry að sitja í skuggan-
um af þeim. Frakkinn ungi fékk þó sínar mínútur
á vellinum en fyrsta markið kom þó ekki fyrr en í
níunda leiknum. Það var á útivelli gegn Sout-
hampton.
Hvort lið ákvað að skipta manni inn á þegar
einungis nítján mínútur voru eftir af leiknum.
Henry kom inn á hjá Arsenal og varnarmaðurinn
Marco Almeida fékk að þreyta frumraun sína hjá
Southampton. Þeir stóðu hlið við hlið á hliðar-
línunni og biðu eftir sfnu tækifæri.
Nokkrum mínútum síðar hittust þeir á ný inn
á vellinum. Henry sótti að marki Southampton
og Almeida var til varnar. Frakkanum gekk eitt-
hvað illa að framkvæma þá hluti sem hann ætí-
aði sér en blessunarlega fyrir hann var Almeida
jafn klaufskur á vellinum. Henry nýttí tækifærið
og þrumaði
knettinum í fjærhornið á markinu og reynd-
ist það sigurmark leiksins. í dag muna fáir eftir
Marco Almeida en allur knattspyrnuheimurinn
veit hver Thierry Henry er.
Þá daga var Henry vængmaður sem talaði
litla ensku og var í skugga annarra framherja
liðsins. I dag, 185 mörkum síðar, er hann marka-
hæsti maður félagsins, sá sem gefur flestar
stoðsendingar, er helsti talsmaður leikmanna,
vítaskytta, sá sem tekur horn og aukaspymur
liðsins sem og fyrirliði þess. Þar að auki er hann
átrúnaðargoð stuðningsmanna félagsins og virt-
ur knattspyrnumaður í öllum heimshornum.
Arsene Wenger hefur lýst Henry sem leik-
manni sem vill helst spila hverju einustu mínútu
í hverjum einasta leik. Hann þolir ekki að vera
skipt út af. En drifkraftur hans leynir sér ekki og
sást það einna best á frammistöðu hans í fyrra-
dag. „Hann hefur aðeins tekið þátt í einni stuttri
æfingu síðustu 37 daga og það er ekki mikið,“
sagði Wenger. „Ég bjóst ekki við því að skipta
honum svo snemma inn á og ekki hann heldur.
Þegar ég sagði honum að hann ætti að koma inn
á horfði hann bara á mig, furðu lostinn."
Henry var ekki lengi að jafna met Ians Wright
og hann bætti það svo undir lok leiksins. „Hann
er enn aðeins 28 ára gamall og Ian Wright var 33
eða 34 ára gamall þegar hann sló met Cliff Bast-
in. Það er því meira í vændum frá Henry."
Henry sjálfur hefur oft rætt um fyrsta markið
18. september 1999 Fyrsta
mark Thierry Henry fyrirArsenal
kom þegar hann skoraði eina mark
leiks Southampton og Arsenal.
28. nóvember 1999 Arsenal-
Derby County 2-1. Henry er kom-
inn í framherjastöðuna og skorar
íþessum leiksina fyrstu tvennu.
MB. febrúar 2001 Lyon-
1 Arsenal 0-1. Eftir aðeins eitt
j stig ífyrstu tveimur leikjum
| Arsenal i meistaradeildinni .
*~j það árið reyndist mark Henry I
I gegn Lyon afar dýrmætt. I
14. apríl 2001 Arsenal- Valencia j
j 2-1. Eftir að hafa lent marki undir
Iskorar Uenry sigurmarkið ífjórð-
| ungsúrsiitum meistaradeildar-
I innar gegn Valencia.
125. nóvember 2001 Arsenal-Manchest-
Ier United 2- i.Eftirað leikurinn er ijárnum
I í stöðunni 1-1 nýtir Henry sér klaufaleg
I mistök Fabien Barthez og hirðir lélegt út-
'l kast hans og skorar auðveidiega.
Víkingar ganga frá sínum málum
Magnús tekur við Víkingum
Magnús Gylfason hefur tekið við
Vfkingum en í sfðustu viku greindi
DV frá því að Magnús þætti líklegasti
arftaki Sigurðar Jónssonar. Sú er nú
orðin raunin og skrifaði Magnús
undir þriggja ára samning við Vík-
inga en samningurinn er óuppsegj-
anlegur fyrstu tvö árin. Að sögn Ró-
berts Agnarssonar, formanns knatt-
spyrnudeildar Víkings, er samning-
urinn þannig gerður svo að Magnús
fái svigrúm til að byggja upp sitt lið í
Víkinni. „Við ákváðum að ráða
Magnús því við höfum trú á honum.
Hann hefur góða reynslu sem þjálf-
ari og hefur menntað sig vel og mik-
ið í þeim fræðum," sagði Róbert en
Magnús er við það að ljúka UEFA-A
þjálfaragráðu.
Magnús hefur hug á því að fá þá
leikmenn sem eru samningsbundn-
ir Víkingi en hafa undanfarið leikið
með öðrum liðum. Þaö eru þeir
Viktor Bjarki Arnarsson (Fylki), Grét
ar Sigfinnur Sigurðs-
son (Val) og Stefán
Örn Arnarson (Kefla-
vík). DV hefur þó
heimildir fyrir því að
þeim tveimur fyrst-
nefndu stendur ekki
mikill hugur til að
snúa aftur í Víkina.
Þeir eru þó samn-
ingsbundnir Vfk-
ingum og má því
ætla að viðkom-
andi félög verði
að kaupa upp
samninga
þeirra,
Gunnlaugur samdi við KR til þriggja ára
KR-ingar nældu j
stærsta bitann '
r-------, ætli
þau sér að m
halda þeim.
eirikurst@dv.is
Magnús Gylfason Hef-
ur skrifað undir þriggja
ára samning við Víkinga
sem unnu sér sæti i
Landsbankadeildinni í
haust. DV-mvnd Vilhelm
Gunnlaugur Jónsson skrifaði í
gær undir þriggja ára samning við
KR. Gunnlaugur var áður á mála hjá
ÍA en hann tilkynnti forráðamönn-
um Skagamanna nú fyrr í vikunni að
hann hyggðist ekki endurnýja
samning sinn við félagið. Hann hef-
ur undanfarið átt í viðræðum við
þrjú félög á höfuðborgarsvæðinu,
Fylki, Val og KR en gekk frá samn-
ingum við síðastnefnda félagið í gær
sem fyrr segir.
„Auðvitað er það skrýtið að leika
nú fyrir KR sem maður hefur háð svo
margar rimmur við í gegnum tíðina.
Ég er vanur því að labba hingað inn
í KR-heimilið sem andstæðingur,"
sagði Gunnlaugur. „En hér eru
menn ákveðnir að taka á sínum mál-
um og hingað hefur verið ráðinn
þjálfari sem
hefur mikla
reynslu að-
allega er-
lendis frá.
Menn hafa
ekki verið
sáttir við
árangur
og spila-
mennsku
liðsins
undanfar-
ið og ég er
tilbúinn að leggja mitt af mörkum til
að ná árangri, eins og ég hef alltaf
reynt að gera sem fótboltamaður."
Gunnlaugur hefur um árabil verið
einn sterkasti vamarmaður landsins
og er klárlega mikill fengur fyrir KR.
Gunnlaugur Jónsson
Mun klæðast KR-treyjunni
næstu þrjú árin og leggja
gamla góða Skagabúninginn
á hilluna. DV-mynd Pjetur