Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBEFt 2005 Sport DV Ungu strák- arnirunnu Breiðablik Hið unga lið FSU eða Skólafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands er að gera góða hluti í 1. deild karla. Félagið er tilkomið vegna körfu- boltaakademíunnar sem starffækt verður við skólann í vetur að frumkvæði Brynjars Karls Sigurðssonar. FSU mun senda lið til keppni í unglingaflokki karla og drengjaflokki, auk meist- araflokks karla. FSU-liðið vann 18 stiga sigur á Blikum, 94-76, í 1. deildinni í fyrra- kvöld en miklu er búist við af Breiðabliksliðinu í vetur.' Elsti leikmaður FSU er tví- tugur en flestir eru tveimur til þremur árum yngri. Þrír leikmenn FSU-liðsins skor- uðu 20 stig í sigrinum, Árni Ragnarsson (21), Alexander Dungal og Ragnar Gylfason. Eins oq aðfá Collina til landsins Mjög virtir FIBA-dómarar eru komnir hingað til lands til þess að dæma fyrsta Evr- ópuleik íslensks kvennaliðs í körfúbolta en Haukastúlkur mæta spænska liðinu CajaCanarias klukkan 20.30 á Asvöllum í kvöld. Þetta eru þeir Lahdo Sharro frá Sví- þjóð og Steve Ellis frá Englandi. Koma þessara ffægu dómara eykur enn á spennuna í kringum þennan tímamótaleik í sögu íslenska körfúboltans og það er mikill áhugi hjá íslenskum dómur- um fyrir komu þeirra enda hafa þeir líkt komu Sharro til landsins við að Pierluigi Collina mæti hingað til lands til að dæma knatt- spymuleik. Mætirgöml- um félaga í fyrsta leik Nýi serbneski leikmaður kvennaliðs Hauka, Jelena Jovanvoic, spilar sinn fyrsta leik með liðinu gegn CajaCanarias í Evrópukeppn- inni í kvöld en Jel- ena hefur ekki fengið leikheimild til þess að taka þátt í leikjum Hauka hér heima. „Jelena kemur með allt ann- að hugarfar til leiks en aðrir leikmenn liðsins og hún hef- ur mikla reynslu. Við erum búnar að spila æfingaleik þar sem ég var mjög ánægð- ur með hana og hún mætir líka sérstaklega einbeitt og ákveðin til leiks í kvöld þar sem hún spilar á móti stelpu sem hún þekkir mjög vel en þær voru liðsfélagar," segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, um frumraun henn- ar í kvöld. ■^TJTn Haukakonur spila fyrsta Evrópuleik íslensks kvennakörfuboltaliðs í kvöld þegar spænska liðið CajaCanarias kemur í heimsókn á Ásvelli. Það er búist við mörgum áhorfendum á leikinn en Haukar hafa lagt mikla áherslu á að fá sem flesta til þess að styðja við bakið á ungu liði Hauka sem tekur þetta risaskref fyrir íslenskan kvennakörfubolta. Fyrirliðinn að stíga upp úr meiðsl- um Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, harkar af sér þessa dagana en hún er ekki orðin góö af erfiðum ökklameiðsl- um semhún varð fyrir daginn fyrir fyrsta leik tímabilsins. Kvennalið Hauka spilar sinn fyrsta leik í riðlakeppni Evrópubik- arkeppni kvenna í kvöld þegar spænska stórliðið CajaCanarias mætir áÁsvelli. Þetta er langstærsti kvennakörfuboltaleikur sem hefur farið fram hér á landi en hvorki íslenskt kvennalandslið né íslenskt félagslið hefur áður tekið þátt í Evrópukeppni. Haukaliðið er ungt að árum og því reynir mikið á liðið í leiknum í kvöld þegar þær glíma við reynda atvinnumenn í einu af bestu liðum spænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.30 og fer fram í íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. „Markmiðið er að koma tilbúnar í leikinn frá fyrstu mínútu, ef það tekst er ekki hægt að biðja um meira. Við verðum síðan að sjá til hvernig staðan verður á stigatöfl- unni í lokin. Það skiptir mestu máli að stelpurnar geri eins vel og þær mögulega geta," segir þjálfari Haukaliðsins, Ágúst Björgvinsson. Ágúst veit samt að hann er ekkert að fara að stjórna liðinu í neinum venjulegum leik. „Þetta er náttúru- lega mjög stór leikur og einn sá allra stærsti sem hefur verið spilaður hér á ísfandi. Við komum bara með til- hlökkun í þetta verkefni og ég finn sjálfur ekki fyrir neinni pressu. Við erum að gera eitthvað sem enginn hefur gert hér á landi áður og ég held að enginn ætíist til þess að við séum að fara gera eitthvað rosalega mikið í þessari keppni. Það væri samt mjög gaman að gera eitthvað óvænt og það er það sem við stefnum á - að koma öllum á óvart og standa okkur í þessari keppni." Haukaliðið hefur ekki náð sér á strik í upphafi tímabilsins en vann sinn síðasta leik gegn ÍS á útivelli á mánudagskvöldið. Það hefur haft mikil áhrif á liðið í upphafi að fyrir- hðinn og besti leikmaður síðasta tímabils, Helena Sverrisdóttir, meiddist illa daginn fyrir fyrsta leik og lék ekkert í fyrstu þremur leikjun- um. Helena hefur verið að komast af stað á nýjan leik þrátt fyrir að fara meira áfram á hörku og keppnis- skapinu en að vera búin að ná sér að fullu af meiðslunum. „Helena meiðist daginn fyrir fyrsta leik og á sama tíma og útíend- ingarnir eru að koma inn og liðið þurfti að vinna í því að spila án Hel- enu sem það heftir aldrei gert áður. Undirbúingurinn hefur því kannski ekki verið sá sem við hefðum kosið en ég trúi því að þessir erfiðleikar sem við höfum gengið í gegnum síð- ustu þrjár vikur eigi eftir að styrkja liðið þegar við verðum komin lengra inn á tímabilið," sagði Ágúst um vandræðin í upphafi en Haukaliðið hefur tapað þremur af fyrstu fimm leikjum sínum. CajaCanarias átti einnig í vand- ræðum í byrjun tímabilsins, tapaði tveimur fýrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni en vann fyrsta leikinn í þriðju umferðinni um síðustu helgi. Liðið er gríðarlega hávaxið með fimm sterka leikmenn yfir 185 sm, þar af tvær stelpur upp 194 og 198 sentimetra. Á meðal leik- manna liðsins eru auk tveggja há- vaxinna, bandarískra stelpna tvær spænskar landsliðskonur, tvær fyrr- verandi spænskar landsliðskonur og sterkur, serbneskur framherji sem er nýkominn til liðsins. Það er búist við miklum fjölda áhorfenda á leikinn á Ásvöllum í kvöld, Haukar hafa dreift boðsmið- um til allra stelpna sem æfa körfú- bolta á íslandi og eins voru gefnir boðsmiðar til allra grunn- skólakrakka í Hafnarfirði. Það verð- ur mikil umgjörð í kringum leikinn og með góðri mætingu gæti þessi leikur orðið eftirminnilegur, ekki bara út frá sögulegu gildi hans held- ur einnig vegna frábærrar stemmn- ingar á pöllunun og góðs körfubolta inni á vellinum. „Það er erfitt að giska á fjöldann en við höfum sett það markmið að fá þúsund manns á leikinn og setja nýtt met á kvenna- leik á íslandi," sagði Ágúst. Björgólfur Takefusa gæti leikið með KR-ingum næsta sumar KR-ingar á höttunum eftir Björgólfi Nafnarnir BjörgólfurTakefusa er barnabarn Björgólfs Guð- mundssonar, forstjóra Lands- bankans og mikils KR-ings sem þætti eflaust ekki leiðinlegt að sjá strákinn í KR-röndunum. Samkvæmt heimildum DV Sports munu KR-ingar vera á höttunum eft- ir Björgólfi Takefusa, leikmanni Fylk- is. Björgólfúr er samningsbundinn Fylkismönnum í eitt ár til viðbótar en þar sem Fylkismenn eiga eftir að leggja inn samninginn til KSÍ er staða Björgólfs óljós. Samkvæmt KSÍ er Björgólfur samningslaus leikmað- ur. KR-ingar skrifuðu í gær undir þriggja ára samning við Gunnlaug Jónsson og greinilegt að þeir hafa hug á þvf að styrkja sig mikið fyrir komandi átök, eins og þeir hafa reyndar ítrekað gert undanfarin ár. Árangur liðsins síðasta sumar olli miklum vonbrigðum en illa gekk hjá liðinu að skora mörk. Koma Björg- ólfs myndi óneitanlega styrkja sókn- arleik KR-inga mikið og saman myndu þeir Grétar Ólafúr Hjartarson og Björgólfur mynda afar sterkt framherjapar. Björgólfur er nú í námi í Banda- ríkjunum en hann útskrifast nú um áramótin og mun því geta tekið þátt í undirbúningstímabilinu af fuilum krafti. Undanfarið hefur Björgólfur komið til landsins ýmist rétt áður eða eftir að mótið byrjar og hefur lík- amlegt form hans verið misjafnt eftir því. En það dylst engum að Björgólf- ur er kröftugur leikmaður þegar hann er heill og í góðri æfingu og mikill fengur fyrir hvaða lið sem er. Hann gekk til liðs við Fylki fyrir tveimur árum frá Þrótti og skrifaði þá undir þriggja ára samning. En þar sem hann var á sérstökum náms- styrk í Bandaríkjunum á þeim tíma samdi hann við Fylkismenn um að skila ekki samningum inn til KSÍ. Hann er enda samnings- laus samkvæmt upplýs- ingum á heimasíðu knattspyrnusambands- ins. Það er þó ljóst að ef aðilar ætía að ffarn- kvæma þessi fé- lagaskipti af ein- hveijum heilind- um munu KR- ingar þurfa að greiða fyrir Björgólf til að leysa hann imd- an sínum samn- ingi. eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.