Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Blaðsíða 40
J J Hj j j J J X L/ -j Viðtökumvið fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndar er gætt. sQsQ Q 2J (J (J SKAFTAHLÍÐ 24, 7 05 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 7910 ] SÍMI550 5000 5 6 90710 111117 • Stuðningsmenn Gísla Marteins Bald- urssonar hreykja sér af því að Vilhjáímur Þ. Vilhjálmsson hafí ekki þorað að mæta Gísla í þættinum ís- land í dag á þriðjudaginn. Auð- ur stóll bar fjarveru Vilhjálms vitni. Gísli segir að Vilhjálmi hafi verið margboðið í þáttinn en á endanum hafi Svanhildur Hólm gefist upp og talað við Gísla einan. Ástæða fjarveru Vilhjálms mun þó vera sú að hann og Gísli Marteinn voru búnir að lofa sér í Kastljósið í kvöld í fyrsta einvígið. Svo fór ekki og virðist tryggð Gísla Marteins við RÚV skipta litlu þegar drottningarviðtal er í boði... Verður einsöngvari hjá Framsókn? Síðustu daga hafa birst auglýsingar í blöðum þar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri auglýsir hverfafundi með borgarbúum. Aug- lýsingin ber yfirskriftina; Borgarstjóri hlustar, og undir hana skrifar Stein- unn Valdís sjálf. Fyrsti hverfafundur- inn verður haldinn í kvöld með íbúum í Laugardalshverfunum. Ömggt má telja að margt brennur á vömm íbúa þar eins og til dæmis leikskólar, frí- stundaheimili, skipulagsmál, þjón- ustumiðstöðvar, strætisvagnar, sorp- hirða og atvinna. Eins og gengur og gerist hafa flest- ir borgarbúar myndað sér ákveðna skoðun á persónu Steinunnar áður en þeir ganga á hennar fund. Sumir telja að besta leiðin til að kynnast fólki sé að hitta það persónulega meðan aðrir telja að persónuleiki fólks sé best skoðaður í gegnum handskrift þess. Þess vegna fékk DV Ellý Ármannsdótt- ur rithandarsérfræðing til að lesa í undirskrift Steinunnar. „Ef marka má rithönd Steinunnar Valdísar tengist hugur hennar hjarta- stöðvunum þar sem tilfinningar hennar koma greinilega fram þegar vel er skoðað," segir Ellý eftir að hafa rýnt í rithönd Steinunnar Valdísar skamma stund. „Hún er ástríðufull og augljóslega mjög næm, heiðar- leg, og hefur óbeit á uppgerð. Hún veit og skilur að mesti lærdómurinn er að lifa með opnu hjarta." Ellý finnst Scarlett O’Hara í Á hverfandi hveli ágætt dæmi um manngerð Steinunnar. „Hún er bjartsýn, ástríðufull en stundum erfið í umgengni," segir Ellý og bætir við að það þurfi ekki að vera nei- kvæður eiginleiki í fari hennar því hún fái aðra til að hugsa á nýjan hátt með atferli sínu. „Steinunn heldur alltaf velli þótt hún sé kjánalega hvatvís á persónulega sviðinu," segir Ellý um bamslega eiginleika hennar sem hún segir fallega og aðdá- unarverða eins og rithönd hennar. „Hún á það reyndar til að vera stolt úr hófi fram en hefur mjög gaman af allri ögrun." „Hún er bjartsýn til hins síðasta og hefst handa með sama krafti og hún lendir í ógöngum. Samhliða ástríðunni er morg- undagurinn fyrir henni svo sannar- lega nýr dagur," seg- ir EUý um það sem sjá má um persónu Steinunnar Valdís ar í gegnum rit- hönd hennar. Steinunn Valdr's Borg- arbúar fánúað hitta hana á hverfafundum. Úr rithönd Steinunnar má lesa ýmislegt um persónu hennar. Mun ódýrari en Sinfónían „Mér finnst ekki rétt að gefa upp hvað ein- stakir listamenn eru að fá fyrir að koma fram á landsfundinum en það sem við borgum söng- hópnum Voces Thules er ekki nema brot af því sem Sjálfstæðis- menn greiddu fyrir Sinfóníuna," segir Kol- brún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri- grænna. í dagskrá lands- fundar Vinstri-grænna sem haldinn verður um helgina kemur fram að Voces Thules mun hita upp fyrir setningarræðu Steingríms J. Sigfússonar formanns. Eins og fram kom í DV fengu Sjálfstæðismenn Sinfóníuna til að hita upp fyrir ræðu Davíðs Oddssonar um síðustu helgi og greiddu fyrir það hálfa milljón. „Vinstri-grænir eru samt með galopið bókhald og þessi kostnaður verður sýnilegur í ársreikn- ingi okkar á næsta ári," segir Kolbrún og bætir við að flokkur- inn sé með framlagi sínu að styrkja ferða- sjóð sönghópsins. Sverrir Guðjóns- son vísar á Kolbrúnu með upplýsingar um greiðslur. „Hún verður að svara öll- um spurningum um kostnað vegna fund- arins. Annars erum við ekki mikið inn á þessum markaði heldur vinnum okkar starf á hugsjóna- grunni," segir Sverrir sem lofar kraftmikilli miðaldatónlist og bumbuslætti í upphitun fyrir ræðu formannsins. 0 it Sverrir Guðjónsson Lofar kraftmikilli miðaldatónlist og bumbuslætti i upphitun fyrir setningarræöu Steingrims á landsfundi Vinstri-grænna um helgina Þrjár vikur í Tarantino Quentin Tarantino Segist hafa lengi langað að koma til fslands. Eli Roth Leikstjórinn og islandsvinurinn var í bol eftir Jón Sæmundá hátið fyrráárinu. Tæp vika er í að kvik- myndahátíðin Október- bíófest hefjist. Einn aðal- viðburður hátíðarinnar er koma heimsþekkta leik- stjórans Quentins Tar- antino. Hann ætíar að vera viðstaddur frumsýn- ingu Hostel eftir góð- vin sinn Eli Roth og sagði að sig hefði lengi langað til að koma til landsins. „Hann sagði já en setti samt fyrir- vara á það. Er með svo þétt skipaða dagskrá að hann gat ekki staðfest strax," segir Anna Marín Schram, einn skipu- leggjenda hátíðarinn- ar. Tarantino er fram- leiðandi Hostel en hann var meðal annars viðstaddur sýningu myndarinnar á hátíð á Spáni í síðustu viku. Hostel er lokamynd Októberbíófest. í henni leikur Eyþór Guðjónsson íslenskan bakpokaferða- lang sem álpast með bandarískum vinum sín- um í afvikið hryllings- þorp í Slóvakíu. Myndin verður frumsýnd laug- ardaginn 12. nóvem- ber. Áætíað er að Tar- antino, Roth og fylgd- arlið þeirra komi til landsins degi áður. Á dagskrá helgarinnar hjá þeim verð- ur þetta venju- lega: bíó, partý, barir og Bláa lónið. Mikið úrval af jakkafötum lnl| HERRAFATAVERSIIJN liÍl BIRGIS FAKAFENI 11 • 108 REYKJAVIK • SIMI 553 1170

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.