Símablaðið - 01.01.1940, Side 18
2
S í M A B L A Ð 1 Ð
vík og Hafnarfirði, en þetta tel ég hið þýðingarmesta fyrir þjóðlífið. Mætti
vitanlega rita mikið mál um livern þessara einstöku liða.
Þegar fram líða stundir, mun þetta þrent: sæsímasambandið, talsam-
bandið við útlönd og bátastöðvarnar, þykja merkilegustu áfangarnir, og um
leið þeir, sem marka dýpstu sporin í framþróun þjóðlífsins og atvinnuveg-
anna. Mönnum fundust heiðarnar íslensku strax breytast, er síminn var
strengdur yfir þær 1906, og hægt var í dimmviðrum að rekja sig' áfram, staur
frá staur, yfir þær. Þó var þetta ekki nema lítilfjörleg byrjun hjá því, sem
nú er að gerast við það, að síminn smátt og smátt kemur inn á heimilin og
fylgir mönnum út á sjóinn. Sjómennirnir eiga hauk i horni, þar sem loft-
skéyta- eða talstöðin er, en á hinum vígstöðvunum er mannfáum sveitabónd-
anum símaþægindin ómetanleg.
Hvergi hefir síminn átt meira erindi, og hvergi hefir síminn orðið til
eins mikils góðs, eins og hjá vorri einangruðu og strjálhúandi þjóð, þar
sem allar aðrar samgöngur eru svo örðugar og ófullkomnar. I símanum
reka menn öll sín erindi. Hann brúar fjarlægðirnar, gerir vistlegra og bet-
ur unandi i sveitum landsins, hann er lifæð verslunar og athafna í kaup-
túnunum og' liann eykur afkomumöguleikana og örvggið á sjónum.
Framtiðin? Hún er hjört og markmiðið augljóst: Sími á hvern bæ á
landi og í hvern bát á .sjó! Þótt uppfylling þessa markmiðs liggi í framtíð-
inni, eygjum vér það raunverulega nú þegar. Vér verðum að lialda sömu
braut áfram, en þurfum þó sífelt að gæta þess, að alt, sem landssímanum
viðkemur, jafnt gamalt sem njdt, fullnægi kröfum tímans, m. ö. o. að hin
alþjóðlega þróun í símamálum fari ekki fram hjá oss. Landssímans bíða
því vissulega mörg verkefni í framtiðinni, þótt ýms þeirra séu oss enn að
meira eða minna leyti hulin.
Þessum fáu línum mínum vil ég svo ljúka með hestu árnaðaróskum
til Félags ísl. símamanna, sem varð 25 ára hinn 27. febr. siðastl., og' til Síma-
blaðsins, sem nú er jafngamait. Félög' og' blöð hafa það fram yfir dauðlega
menn, að þau þurfa ekki að eldast, geta lialdið áfram að vera sí-ung, og
þeim heyrir því framtíðin til í ríkari mæli en einstaklingnum. — Það er von
min og ósk, að F.I.S. og Símablaðið mæti verkefnum framtiðarinnar með
skilningi og' drengskap og með heill alþjóðar fyrir augum, en það verður
að síðustu einnig lieill einstaklingsins.