Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1940, Side 27

Símablaðið - 01.01.1940, Side 27
S / M A B L A Ð I Ð 11 Sumarhús F.I.S. Síðustu 10 árin hefir félagið ein- beitt kröftum sínum að því, að eign- ast sumarhús í hverjum landsfjórð- ungi. Á siðastl. sumri var þvi tak- marki náð. — Húsið í Elliðalivammi er stærst, — og hefir nýlega verið end- urbætt svo, að nú er það nothæft til vetraríbúðar, — er þar ráðskona alt árið. Við hlið þess er skáli, — svo- nefnd Meyjaskemma. Geta um 30 manns gist í báðum húsunum sam- tímis. Innan girðingar eru 2 hektar- ar lands, sem nú er ræktað tún, — og er verið að gróðursetja þar tré. — 1 þessum liúsum geta menn dvalið end- urgjaldslaust með fjölskyldu sína, og í Elliðahvammi fengið keyptar veit- ingar við vægu verði. Þar eru stórir leikvellir, — bátur á vatninu, og þar er einn fegursti staður í nágrenni Reykjavíkur. Enda mun þar verða í framtíðinni skemtistaður — eða „þjóð- garður“ höfuðstaðarins. Hinir bústaðirnir eru allir mjög vist- legir, og í fögru umhverfi, einkum hinn nýi bústaður í Egilsstaðaskógi. Enda hafa félagar i þeim landsfjórð- ungum kunnað að meta þá. Sumarhúsið í Elliðahvummi (fvrsta mynd) var byggt 1931 og endurbætt 1938. Meyjaskemman var bygð sum- arið 1935. Sumarhúsið í Vaglaskógi (önnur mynd) var bygt 1934. Sumarhúsið í Egilsstaðaskógi var bygt 1939, og sumarhúsið i Tunguskógi við ísafjörð var bygt 1936.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.