Símablaðið - 01.01.1940, Side 34
18
SÍMABLAÐIÐ
Styrktarsjóður F.Í.S.
Þetta er lieitið á
einni þýðingar-
mestu starfsgrein-
inni innan stéttar-
samtaka okkar.
Félagið sjálft er
orðið 25 ára, en
styrktarsjóðurinn
er að eir.s 6 ára gamall. Þó eru
strax við hann bundnar miklar vonir.
Þegar í stað létu eiustakir félags-
menn sig dreyma 'um, að sjóður
þessi gæti með tímanum orðið fé-
lagsmönuum mikil og sterk trygg-
ing, og gert mikið gagn, ef vel tækist
að varðveita hann og' efla, — og væntu
þess, að félagsmenn myndu skilja,
hversu mikils virði góðar tryggingar
eru — allskonar tryggingar — og vildu
s j á I f i r leggja eitthvað á sig til að
gera tryggingar sínar viðtækar og
sterkar. Þetta má sjá af 5. gr. í Regl-
um sjóðsins, sem er þannig:
„Þegar Stofnsjóður er orðinn fullar
50.000 kr., skal aðalfundur F.Í.S. ráð-
stafa % lilutum liaus sem stofnfé til
nýrrar tryggingar fyrir félagsmenn og
skyldulið þeirra, og' finna þeim sjóði
árlegar tekjur, auk vaxtanna af stofn-
fénu.“
Þeir hafa lika vonast eftir því, að
félagsmenn reyndu að efla heilbrigði
og hreysti sina og sinna, svo að þeir
þyrftu sem minnst að þiggja úr sjóðn-
um. Það má lesa út úr 13. gr., sem
gerir ráð fyrir, að varasjóður geti orð-
ið 25000 krónur í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. — í þessum greinum glampar á
hugsjónir, — þær hugsjónir, að félags-
menn geti á tiltölulega skömmum
tíma mag'nað sér hjálp og tryggingar,
ef hepni er með. En til þessa þarf
þó fyrst og fremst v i I j a félags-
manna sjálfra, vilja þeirra til að efla
sjóði sína og tryg'gingar, efla þá með
eigin framlögum, með þvi að afla þeim
tekna af gjöfum, áheitum, skemtun-
um o. s. frv., og' með því að vera sam-
viskusamir gagnvart sjóðnum (eða
sjóðunum, ef fleiri verða), biðja ekki
um styrk, nema regluleg nauðsyn
krefji, og nota sér ekki styrk lengur
en óumflýjanlegt er, ef þiggja þarf.
Trygging. Hvað felst í því orði? Það
er, að hafa gengið svo frá sökum, mál-
um eða hlutum, að eitthvað sé víst
í aðra liönd, ef annað bilar. Að eiga
vísan bakhjall, vísan vin að l)aki.
Þegar einhver vátryggir liús sitt eða
innbú, ætlast hann ekki til að þetta
brenni. Þvert á móti. Því, þótt ekki
væri annað, þá verður þetta sjaldan
svo hátt vátryg'gt, að ekki verði skaði
af bruna. Sama er að segja um líf-
tryggingu. Hún er ekki keypt í þeim
tilgangi, að hlutaðeigandi eigi að deyja
bráðlega, heldur þvert á móti. —
Tryggingar eru í öllum tilfellum keypt-
ar og þeim viðhaldið til þess að eiga
h j á I p vísa, — aldrei fult endurgjald,
— ef óhöpp skella yfir, en allt gert
til að koma í veg fyrir og forðast þessi
áföll.
Styrktarsjóður okkar er enn lítill
og' þolir ekki mikið áfall. En þó er
mikil trygging að honum, fyrir þá fé-
lagsmenn, sem þurfa kunna að fá hjálp
hans, — og margur hefir þegar notió
þar mikils stuðnings. Fyrir þá trvgg-
ingu er mikið gefandi. Því eigum við
öll að Ieggja á okkur eitthvert beint
gjald til sjóðsins, auk þess, sem við
eigum öll að reyna að efla hann á