Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Síða 3
VCt jío trtv^ DV Fyrst og fremst ?00£ STOWTOÓW v flUDkQl \VQ\f\<l ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 3 Spurning dagsins Myndir þú kaupa bíl af Ástþóri Magnússyni? Treysti honum ekki „Nei, ég treysti honum ekki. Þar að auki hefég engan áhuga á því að eignast eitthvað sem hann hefur átt." Ægir Guðmundsson runner. „Nei, og það er mitt eina svar." Rósa Líf Christiansen nemi. „Nei, hann erljótur." Kolfinna Guð- laugsdóttir nemi. „Nei, Ástþór er mjög grunsamlegur og ekki hjálpar útlitið." Kristjana Birna Birgis- dóttir nemi. „Já, efég myndi fá hann á góðu verði." Þórir Hlynur Ríkharðsson nemi. . Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon tengist umdeildu bílafyrirtæki á netinu en þar býður hann upp á bandaríska bíla á kostakjörum.Ástþór er flutt- ur til Bretlands en er þó langt frá því að segja bless við ísland. Launamunur kynjanna ekki eini launamunurinn í morgunútvarpi í dag var fjallað um fæðingarorlof karla Rætt var við hæstráð- endur í banka. Spurt var hver ástæða væri fýrir því að karlar fari síður í fæðingarorlof en konur en sérstaklega var fjall- að um hátekjuhópinn. Var það vegna launataps? Það getur verið erfitt að sjá á eftir þeim peningum sem tap- ast, eða hvað? Vegna þaks sem er á greiðslum fer maður með tvær milljónir á mánuði niður í 480 þús- und en viðmiðunarþakið á greiðslur úr F æðingarorlofs- sjóði er 600 þúsund og eru að há- marki greidd 80% af þvi. Þetta var fullkomlega eðlileg spurning og svarið var líka heiðarlegt. Banka- maðurinn sagði aðra þætti ráða en launatapið. Mér varð þó hugsað til þess hve langt við erum komin frá heimi lágtekjufólksins, launamannsins sem er með að- eins brot af þvi sem hátekjukarl- inn bæri úr býtum í fæðingaror- lofiþrátt fyrir launaskerðingu! Það sem hins vegar kórónaði þessa umræðu voru þau orða- skipti sem fylgdu í kjölfar þessa. Er launamunur í bankanum - það er á milli kynja? Svar: Eini mun- urinn sem vert er að skoða er launamunurinn á milli kynja, hvort sömu laun eru greidd fyrir sambærileg störf... Þennan launamun á vissulega að skoða enda eindregin krafa reist um það og nýlega eftirminnilega undirstrikuð af hálfu þjóðarinn- ar.Undir hitt get ég ekki tekið að þetta sé eini launamunurinn sem vert sé að skoða. Launamunurinn í þjóðfélaginu er að færast í Ms ískyggilegt misrétt- ishorf. Bilið á milli láglaunafólks og há- tekjufólks er orðið að risastórri gjá sem aðskilur þjóðina. Aðskilnað- argjár eða aðskilnaðarmúrar eru ekki aðeins ranglátir. Þeir eru hættulegir. Þeir svipta okkur því sem við eigum sameiginlegt. Það er fátt sem sameinar þann sem fær greiddar tvær milljónir króna á mánuði fyrir vinnu sína og hinn sem fær eitt hundrað þúsund krónur, annað en jörðin sem þeir ganga á. Þótt þeir búi í sama landi lifa þeir ekki í sama samfélagi. Að vísu sameinar velferðarþjón- ustan okkur öll - ennþá. Að henni eigum við öll jafnan að- gang. Þegar við erum orðin mikið veik og lögst á sjúkra- hús veit enginn lengur hvernig við höfum þénað um dagana. Vel- ferðarþjónustan er þannig sam- einandi. Þetta skiptir miklu máli. Það skiptir máli að við séum ein þjóð í landinu. Sameinuð þjóð getur fengið miklu áorkað. Sundrað sam- félag morknar innanfrá. Þess vegna skiptir velferðarkerfið máli. Og þess vegna er vert að skoða launamun- inn. Ekki bara milli kynja heldur allra, karla og kvenna. Ögmundur Jónasson alþingismaður ritar á vef sinn: ogmundur.is . »Þótt aLmenjiingur sjafþað ekkibýr tflgancpfr að baki h°ppsms. Hann ' skyldurækni °ÆnSd1eSÍ’ blindar dómcrreinri rnanna. I lýðræðisríkium erundirlerliðdáiíV/ð ^ 1s?íSS1 en * einr*ö- Á isnkjum en í eðli sinu það sama.“ Hér á landi virðist vera í góðri uppsiglingu gleiddar- legur samruni á öllum sviðum sem minnir á það sem áður var kallað halelújahopp. Nú væri hægt að kalla þetta halelújapopp eða sambland af Vegna þess að bæði einkennast af sjálfsánægju, Hoppin eru runnin undan rifjum ráðamanna og for- ystukvenna en muna engu framávið fyrir almenning. Samt eru hoppin tengd honum eins og múgæsingarn ar voru í einræðisríkjum. Og almenningur er sífellt reiðubúinn til að hoppa þegar kallað er: Hoppið nú því hugsjónin er mikil! Hann hoppar niður Laugaveginn í Gay pride. Hann hoppar á ljósahátíðum. Hann hoppar á menning- amótt og í kvennagöngum eins og Hitler, Stalín, Mussolini, Franco og Salazar hefðu smalað honum £ reksturinn með hug- myndafræði sem hann botnar hvorki upp né niður í en hoppar engu að síður til að hoppa af því aðrir hoppa. Þótt al- menningur sjái það ekki býr til- gangur að baki hoppsins. Hann er tengdur skyldurækni, hlýðni og kennd sem blindar dómgreind manna. í lýðræðisríkj- um er undirferlið dálítið öðmvísi en í einræðisríkjum en í eðli sínu það sama. í báðum tilvikum felast einkenni þess í því að birta látlaust tölur t.d. um hagnað. Likt og sífelldar niðurstöður um glæsiárangur í fimm ára Sovétríkjanna í vatnsorkumálum áttu vekja rússneskt þjóðarstolt og reka lýðinn áfram eigum við að hrífast af því hvað einkavæð- ríkisíyrirtækja skilar kaupendum þeirra miklum arði. Annað í svipuðum dúr og í einræðisríki er fréttin um að Reykjavíkurborg hyggist greiða starfsfólki sínu, líklega konum, hæfnislaun fyrir árangur í starfi. Maður gæti haldið að lofsungna „jafnréttið" þar hafi gert starfskraftana að þvílík- um skussum að grípa verði til sömu ráða og Stalín sem fann upp hvetjandi ofurverkamenn, stakanovitsa, en Franco virtnuforka. Þeir fengu umbun og vöktu samkeppni. Tilgangur einræðisins var að vekja í fólki þrælinn. Hjá borginni verður afleiðingin sú að jafnréttið snýst upp í and- stæðu sína: Til verða hamhleypur og læpur. 1 Guðbergur Bergsson VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár Útvegum notaða skotbómulyftara Úrval notaðra lyftara á lager MANIIOU ^«P0N PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is TJ JiJjiJ jvjíit EÍZJ-J' " /jjííuo Jj\i_rj íií\£J£J. LÉíi Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæö: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.