Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005
Fréttir X>V'
ísland fær
góða einkunn
Samkvæmt tilkynningu
Seðlabankans í gær hefur
matsfyrirtæk-
ið Standard &
Poor’s stað-
fest lánshæf-
iseinkunnir
ríkissjóðs í er-
lendri mynt
og gefur hag-
kerfi íslands góða einkunn.
Samkvæmt sérfræðingum
fyrirtækisins byggist ein-
kunnin á stöðugu stjórn-
kerfi, mjög auðugu og
sveigjanlegu hagkerfi ásamt
góðri stöðu opinberra fjár-
mála. Hún hefur þó ekkí
hækkað vegna mjög mikilla
erlendra skufda og fjár-
mögnunarþarfar.
Unglingar í
öskunni
„Yfir vetrartímann sjá
nemendur 10. bekkjar um
sorptöku í heimahúsum."
Þessa setningu má finna í
frétt á heimasíðu Ólafs-
fjarðarbæjar. Jafnframt er
bæjarbúum bent á að hafi
þeir einhverjar athuga-
semdir við sorptöku í bæn-
um, til dæmis ef gleymist
að taka sorpið, þá eigi þeir
að hafa samband við for-
eldra barnanna. Þetta hlut-
verk 10. bekkinga er nokk-
uð óvenjulegt enda líklega
ekki á mörgum stöðum þar
sem unglingar hlaupa í
verk öskukarla eftir skóla.
Deyja niynd-
bandaleigur út?
Hallgrímur Kristinsson,
framkvæmdastjóri Smáls.
„Mín skoðun er sú að í fram-
tíðinni muni umfang mynd-
bandaleiga minnka töluvert
en það er langur vegur og
mörg ár í að slíkt gerist. Þó við
eigum eftir að sjá minnkandi
umsvifer ég ekki viss um end-
anlegan dauða myndbanda-
leiganna þvíþær hafa bæði
fjölbreytnina fram yfir heima-
sjónvarpið sem og poppið og
kókið."
Hann segir / Hún segir
„Já, ég hef talið að þaö væri
stefnan á endanum en
kannski ekki alveg á næstu
árum. Myndbandaleigurnar
eiga eftir að vera tilstaðar í
nokkur ár í viðbót. Það er
ákveðin menning í kringum
þær en hún fjarar út á endan-
um með tilkomu tækni-
nýjunga."
Kaja Þrastardóttir,
framkvæmdastjóri Filmco hf.
Linda Pétursdóttir alheimsfegurðardrottning ætlar að sýna þjóðinni frumburð sinn
bæði í sjónvarpi og tímariti í vikunni sem nú er að líða. Tímaritið Mannlíf skartar
þeim mæðgum á forsíðu á föstudaginn og Jón Ársæll Þórðarson bætir svo um bet-
ur í þætti sínum Sjálfstæðu fólki á sunnudagskvöldið.
Sjálfstætt fólk Jón Ársæll
Linda Pétursdóttir Stígur
stoit fram með frumburð sin
i tveimur fjölmiðlum í vik-
unni.
og Steingrímur Þórðarson
gera ráð fyrir metáhorfí á
sunnudagskvöldið.
| Reynir Traustason Ævisögu-
ritarinn tryggði sér einkarétt á
birtingu fyrstu myndanna af
dótturLindu.
Dóttir Lindu kynnt
fvrir hjóðinni
Fegurö Lindu hefur
litid $em ekkertiátið
á sjá og það sem á
vantar bætir ung
dóttir hennar upp.
metáhorfi á Sjálfstætt fólk á sunnu-
dagskvöldið. Hafa þeir dvalið með
Augnablikið er þroskað. Eða svo þykir Lindu Pétursdóttur al-
heimsfegurðardrottningu sem ákveðið hefur að kynna nýfædda , „ „ „ ,
dóttur sína fyrir þjóðinni. Mikil forvitni hefur ríkt varðandi dagfotmpTaðí bío’TfyrT. Þá &
frumburð Lindu og nú stefnir allt í tvöfalda frumsýningu á barn- hefur Jón Arsæll beitt viðtals-
inu í vikunni. Fyrst á forsíðu tímaritsins Mannlífs á föstudaginn
og svo í Sjálfstæðu fólki Jóns Ársæls Þórðarsonar á Stöð 2 á
sunnudaginn.
Dóttir Lindu fæddist síðsumars
og er því að verða þriggja mánaða.
Linda hefur gætt barnsins vel fyrir
ljósmyndurum þótt mikil ásókn hafi
verið í að fá að mynda barnið og
sýna þjóðinni. En Linda hefur, eins
og svo oft áður, sýnt staðfestu og
ekki gefið færi á. Fyrr en nú og þá
velur hún tímaritið Mannlíf og
margverðlaunaðan sjónvarpsþátt
Jóns Ársæls.
Stórbrotnar myndir
Svo vill til að ævisöguritari Lindu,
Reynir Traustason, er ritstjóri
Mannlífs og því voru hæg heimatök-
in. Reynir hefur lengi undirbúið
birtingu myndanna af barni Lindu
og gerir ráð fyrir metsölu á næsta
tölublaði. Hefiir myndataka þegar
farið fram og eru allir á einu máli um
að hún hafi tekist vel og myndirnar
séu í einu orði sagt stórkostlegar.
Fegurð Lindu hefur lítið sem ekkert
látið á.sjá og það sem á vantar bætir
ung dóttir hennar upp.
Metáhorf?
Ekki eru væntingarnar hjá Jóni
Ársæli Þórðarsyni og myndatöku-
manni hans, Steingrími Þórðarsyni,
minni og gera þeirra félagar ráð fyrir
tækni sinni af varfærni til að
fá allt það besta fram í fari
alheimsfegurðardrottningar-
innar sem endurnýjað hefur
lífsstíl sinn svo og persónu-
gerð með fæðingu barnsins.
Einstæð og hamingju-
söm
Barnsfaðir Lindu er sem
kunnugt er kanadískur lækn-
ir en samband hans við
Lindu rofnaði þegar hún var
komin nokkra mánuði á leið.
Linda hefur þó lýst því yfir að
hún kvíði því ekki á nokkurn
hátt að takast á við hlutverk
hinnar einstæðu móður.
Hún eigi góða fjölskyldu og í
raun sé dóttirin henni allt.
Hún sé ham-
Paf'.;-
-
m
íngjusom
Myndin Afríka United heillar ekki íslendinga
Enqinn mætir þrátt fyrir
góða dóma
ÓlafurJó-
hannesson
Leikstjórinn
skilur ekki is-
lenska blógesti.
Heimildarmyndin Afríka United
hefur ekki verið mikið sótt frá því að
hún var frumsýnd þrátt fyrir að hún
fái mjög góða dóma gagnrýnenda.
Myndin fékk fjórar stjörnur í DV og
sagðist Ólafur Jóhannesson, leik-
stjóri myndarinnar, ekkert skilja í
þessari litlu aðsókn þegar DV hafði
samband við hann í gær.
„Hún gengur illa. Ég veit ekki af
hverju en það þarf greinilega ein-
hverja töfra til að ná til fólks. Ég get
því miður ekki stjórnað því hvaða
myndir fólk fer að sjá," sagði
Olafur.
Aðspurður sagði hann að
um 1500 manns hefðu séð
myndina sem væri töluvert
undir væntingum. „Ég hafði
búist við að fá í það minnsta
þrjú þúsund manns en það
Afríka United
Enginn kemur að
sjá myndina.
ekki ætla
Ég hugsa
að
að
virðist
gerast.
hún skríði í viku í viðbót í sýningu en
framhaldið verður að koma í ljós.
Við höfum upp í auglýsingakostnað
en ekki meira," sagði Ólafur og bætti
við að hann hefði ekki hugmynd um
hvort myndin kæmi út á DVD. „RÚV
hefur keypt sýningarréttinn en ann-
að er það ekki," sagði Ólafur von-
svikinn eftir að hafa lent undir í
samkeppni við bandarískar stór-
myndir um hylli gesta kvikmynda-
húsanna.
Bækurnar heim
Þegar byggð lagðist af í Flatey
var bókasafn eyjunnar ljarlægt um
leið. Hluti þess var fluttur til Reyk-
hóla en mestu dýrgripir safnsins,
um þrjú þúsund bindi, voru flutt í
Þjóðarbókhlöðuna. Bókasafnið var
um margt sérstakt, þó sérstaklega
fyrir erlendan bókakost. Nú undir-
býr sveitarstjórn Reykhólahrepps
aðgerðir við breytingar á bókasafni
sveitarfélagsins á Reykhólum til að
endurheimta þessi dýrgripi. For-
stöðumaður Þjóðarbóklilöðunnar
hefur þegar lýst yfir vilja til að bæk-
urnar flytjist heim að nýju.