Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÚVEMBER 2005
Fréttir DV
Á sleða í
höfnina
Drengur féll í smábáta-
höfnina í Keflavík á sunnu-
daginn. Lögregla og sjúkra-
bifreið fóru á staðinn en þá
hafði drengurinn synt yfir
að smábátabryggjunni og
náð þar landi. Drengurinn
hafði verið að renna sér á
snjósleða í brekku við höfn-
ina en ekki náð að stöðva
sleðann áður en hann kom
að varnargarði fyrir smá-
bátahöfnina og lenti því í
sjónum. Honum var ekið
heim af nærstöddum og fór
í heitt bað til þess að jafna
sig á kuldanum.
ginn
wa\
Em
Subway
á ísafirði
Subway- og
karaókí-kvöldi sem
halda átti í kaffi- og
menningarhúsinu
Gamla apótekinu á ísa-
firði á föstudagkvöld
var frestað vegna veð-
urs, að því er fram
kemur á vef Bæjarins
besta. „Við afpöntuð-
um Subway-bátana
skömmu eftir hádegi
þar sem útlit var ekki gott
með flug og munum bíða
þar til veðrið verður væn-
legra til að gera aðra til-
raun,“ segir Albertína Elías-
dóttir, forstöðumaður
Gamla apóteksins. Subway
býður upp á bátana sem
átti að senda að sunnan
með flugi á föstudag en þá
var ófært.
Vífilfell qefur
körfuboi
Um 20 börn á aldrinum
8-9 ára fengu körfubolta
gefins í íþróttahúsinu á
Torfnesi á Isafirði á laugar-
dag í boði Vífilfells og
körfuknattleiksfélaga á
Vestfjörðum. Gosdrykkja-
framleiðandinn sem er
einn helsti styrktaraðili
Fanta-deildarinnar sem
körfuknattleiksfélögin
standa að, gaf 300 bolta í
verkefnið. „Við erum að
skipuleggja ferðir til að
færa börnum á svæðinu
bolta heim og kynna það
starf sem er í boði fyrir
þeirra aldurshóp," segir
Karl Jónsson, umsjónar-
maður Fanta-deildarinnar í
viðtali við Bæjarins besta.
Ekki var hægt að sækja Gunnar Óla Hákonarson til saka fyrir meint kynferðisbrot
gegn Dóru Lowerey vegna reglna um fyrningu kynferðisbrota. Gunnar Óli var
starfsmaður unglingaheimilis þar sem Dóra var vistuð þegar meint brot áttu sér
stað. Dóra hefur játningu Gunnars Óla undir höndum en hendur ákæruvaldsins í
málinu eru bundnar.
Sleppur viö ákæru vegna
fyrningar kynferöishrota
í rökstuðningi Ríkissaksóknara fyrir því að ekki var höfðað mál
gegn Gunnari Óla Hákonarsyni vegna meintra kynferðisbrota
gegn Dóru Lowerey kemur fram að meint brot hans séu fyrnd.
Talið var að meint brot Gunnars gegn Dóru gætu varðað fangelsi
allt að fjórum árum. í slíkum málum fyrnist sök fimm árum eft-
ir að brot eiga sér stað. í tilfelli Gunnars Óla gerðist það í júní
2000.
sóknari gat hins vegar ekki gefið út
ákæru á hendur Gunnari, þrátt fyrir
játninguna, vegna þess hve langt var
liðið frá því að hin meintu brot áttu
sér stað.
í almennum hegningarlögum
segir að ef umsjónarmaður eða
starfsmaður í fangelsi, á geðsjúkra-
húsi, vistheimili, uppeldisstofnun
eða annarri slíkri stofnun hafi sam-
ræði eða önnur kynferðismök við
vistmann á stofnuninni varði það
fangelsi allt að fjórum
árum. Venjuleg fym-
ingarákvæði eiga
við þessi brot og *
því verður að
kæra áður en
Eftirfarandi er úr sam-
tali Gunnars og Dóru.
DV hefur hljóðritun af
því undir höndum:
©
Dóra Lowerey lagði inn kæru á
hendur Gunnari Óla Hákonarsyni í
fyrra, tæpum tíu árum eftir að hún
dvaldi á unglingaheimilinu Árbót í
Aðaldal. Gunnar Óli var starfsmaður
unglingaheimilisins á þeim tíma,
enda sonur hjónanna sem reka Ár-
bót.
í samtali við Dóru, sem hún
hljóðritaði í fyrra, játaði Gunnar að
hafa haft við hana samræði þegar
hún var í vist hjá honum. í sama
samtali biður hann Dóru afsökunar
á gjörðum sínum.
Verður að kæra
innan 5 ára
f kjölfar
játningar
Gunnars
fyrra
lagði
Dóra inn
kæru og
var mál-
ið rann-
sakað af
lög-
reglunni
Húsavík.
Ríkissak-
DL: Afhverju svafstu hjá mér?
GÓK: Ég heillaðist afþér frá
upphafi. Ég var í ömurlegu sam-
bandi. Mér fannst þú frábær
stelpa. Mérþótti rosalega vænt
um þig. Og það er ekki glæpur
Dóra. Ég var bara 25 ára.
DL: Er það ástæðan að þú svafst
hjá mér? Að þú varst íömurlegu
sambandi?
GÓK: Já. Ég meina, það var ekk-
ert rétt, ég er ekki að segja það.
Fyrirgefðu.
isbrotum, sem nú hefur verið lagt
fram á Alþingi í þriðja sinn, er aðeins
gert ráð fyrir að brot gegn börnum
undir 14 ára aldri njóti undanþágu
frá fymingarákvæðum. Undanþágur
þær sem felast í margumtöluðu
frumvarpi Ágústs myndu því ekki ná
til þeirra brota sem Gunnar Óli er
sagður hafa framið á stúlku sem var
undir hans verndarvæng á unglinga-
heimili.
andri@dv.is
DV í stórsókn meðal þakklátra lesenda
Þúsund áskrifendur á viku
„Það liggur við að
annar hver maður segi
já,“ segir Hrannar B.
Arnarsson, sölustjóri
hjá 365-miðlum, um K™';<<nmflúiiussu«4«
áskriftarátak DV með- ýmÚ lljll hann
al gamalla áskrifenda. « - Ullllj
Árangurinn lætur ekki
á sér standa; á aðeins
einni viku hafa þús-
und nýir áskrifendur
bæst við þá sem fyrir DV Rennur út elns I
voru og þykir frá- °9 heitor lummur.
bært.
„Það sem skiptir mestu er að við
Hvað liggur á?
erum með góða vöru og
þakkláta neytendur," segir
Hrannar.
Með áskrift að DV fylgja
tvö tímarit; Hér & nú og
Sirkus.
„Það hefur verið mikið
álag á skiptiborðinu hjá
okkur og því verðum við að
biðja fólk um að sýna bið-
lund. Við höldum áfram að
hafa samband við alla fyrr-
verandi áskrifendur DV sem
svo sannarlega eru flestir til-
búnir að endurnýja kynnin við blað-
ið,“ segir Hrannar B. Arnarsson.
„Það sem liggur á núna er að klára verkefnin mín og hafa samt tíma til að sinna börnun-
um mínum,"segir Kristín Guðmundsdóttir innanhússarkitekt.Jóik bíður eftir teikning-
unum og ég reyni að Ijúka þeim sem fyrst. Það ermikill áhugi hjá fólki að endurhanna
heimili sín og margir sem eru búnir að búa ísömu húsunum í20 til 25 ár vilja breyta til. Þá
vill fólk gjarnan fá aðstoð við að endurhanna allt heimilið eða hluta heimilisins."
Ósáttir eldri borgarar boða aðgerðir
Ráðstöfunartekjur
alltof lágar
„Við erum á mjög viðkvæmum
fundum við fjármálaráðuneytiö og
heilbrigðisráðuneytið varðandi
efnahag og afkomu eldri borgara,"
segir Ólafur Ólafsson for-
maður Landssambands
eldri borgara og fyrr-
verandi landlæknir.
„Við viljum að
kaupmáttur og ráðstöf-
unartekjur ellilífeyris
þega og bótaþega
verði ekki síðri
en þeirra sem
eru með
meðallaun í
þjóðfélag-
inu," segir
Ólafur og full-
yrðir að ellilífeyrisþegar hafi dregist
mjög aftur úr hvað kjör varðar frá
1995. Úr því verði að bæta.
Ólafur segir að niðurstöður þess-
ara funda liggi hugsanlega fyrir um
miðjan nóvember eða fyrr. Hann
segist mátulega bjartsýnn á að ár-
angur náist í kjarabaráttu eldri
borgara: „Orð eru til alls fyrst, ef illa
gengur verðum við að grípa til að-
gerða, það eru kosningar
framundan."
Ólafur Ólafsson For-
maður Landssambands
eldri borgara er ósáttur
við meinta kjaraskerð-
ingu.