Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Side 17
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 17 Sex látnirtil viðbótar CNN skýrir frá því að fjórir bandarískir hermenn hafi látist þegar farartæki þeirra ók á sprengju í veg- kanti í Bagdad í gær. Tveir til viðbótar létust þegar heimagerð sprengja varð þeim að bana í norðurhluta íraks. Dauði þessara sex hermanna hækkar tölu lát- inna bandarískra her- manna upp í 2023. „Eina leiðin til að heiðra minn- ingu þeirra sem látist hafa er að klára verkefnið," segir Bush forseti sem um þessar mundir nýtur minnsta fylg- is kjósenda frá því hann tók við embætti. Hrekkjavaka fauk burt Fellibylurinn Wilma hafði óvænt áhrif á líf barna í Suður- Flórída í gærkvöldi, þrátt fyrir að rúm vika sé síðan hann gekk yfír. I gærkvöldi var hin árlega hrekkjavaka þar sem bandarísk börn ganga á milli húsa í bún- ingum að kvöldi til og biðja heimilisfólk um gott. I gær- kvöldi lagði lögreglan hins vegar áherslu á að engin böm væm á ferðinni þar sem það væri einfaldlega of hættulegt. Fellibylurinn Wilma eyðilagði nefnilega götulýsingu á stómm svæð- um og vildi lögreglan ekki láta hópa barna ganga um í niðamyrkri. Breskleika- próf Nú þurfa þeir sem hyggjast sækja um breskan rík- isborgararétt að gangast undir próf sem kannar hversu breskir þeir em. Þrátt fyrir að prófið eigi að kanna hversu bresk- ir þessir útlendingar em verður ekkert spurt um sögu Bretlands. Hins vegar mega próftakar búast við spurningum á borð við hvar cockney-mállýskan sé töluð og hver sé yfir bresku biskupakirkjunni. Falli fólk á prófinu getur það tekið það aftur og aftur, alveg þar til það nær því. Feit, heimsk og óglatt Of lítill svefn gerir þig feitan, heimskan og lætur þig finna til ógleði. Þessari sláandi staðreynd hefur þýski vísindamaðurinn Júrgen Zúlley komist að. Zú- Uey, sem hefur sérhæft sig í svefnrannsóknum, segir svefnleysið valda heimsku þar sem það hafi neikvæð áhrif á minnið. Það veldur ógleði þar sem svefnleysi hefur slæm áhrif á hjartað, blóðrásina og magann. Að lokum gerir það þig feitan þar sem líkaminn gefur frá sér efni sem minnkar mat- arlyst þegar fólk er sofandi. Til að forðast að lenda í þessu mælir Zúlly með sjö tíma svefni. Þriðji kandídatinn í stöðu hæstaréttardómara Samuel Alito tilnefndur dómari „Alito dómari er einn af far- sælustu og virtustu dómurum í Bandaríkjunum. Löng þjónusta í þágu almennings hefur gefið honum einstaka vfðsýni í starfi," segir George Bush um Samuel Alito sem hann tilnefndi í stöðu dómara við Hæstarétt Bandaríkj- anna í gær. Alito hefur starfað sem dómari í 15 ár en var áður áberandi sak- sóknari. Hann er þriðji kosturinn sem Bush tilnefnir. Fyrst var John Roberts tilnefndur en síðar var hann útnefndur dómsmálaráð- herra í stað Williams Rehnquist heitins. Bush tilnefndi þá Harriet Miers en hún neyddist til að draga sig í hlé vegna mótmæla úr öllum áttum sem vöktu spurning- ar um hæfni hennar til sta+rfans. Kjör einstaklings í embætti hæstarréttardómara er hápólitísk ákvörðun sem er tekin af forseta eftir tilnefningar frá þinginu. Þeir sem hann tilnefnir eru yfirleitt valdir með tilliti til hvar þeir standa í skoðunum sínum. Þannig er mikilvægt að skoðanir forseta og stjórnvalda endur- speglist oft í ákvörðunum dóm- ara. Alito hefur þó nokkrum sinn- um skilað inn sératkvæði í veiga- miklum dómum, atkvæði sem hafa oft gengið þvert á skoðanir meðdómenda hans. í starfi sínu sem dómari við áfrýjunardómstól Bandaríkjanna skilaði hann inn sératkvæði á móti ákvörðun rétt- arins um að hnekkja löggjöf Pensylvaníufylkis um að konur þyrftu að láta eiginmenn sína vita ef þær hygðust fara í fóstureyð- ingu. Hann taldi upplýsinga- skyldu kvennanna ekld „óþarfa byrði“ og því ættu lög fýlkisins að standa. Sérfræðingar vestra telja að AJito sé hæfur til setu í Hæstarétti, en kjör hans sem slíks muni þrátt fyrir það valda deilum bæði frá afturhaldsöflum og frjálslyndum. GeorgeW. Bush og Samuel Alito Bush tilnefnirAlito sem dómara við Hæstarétt Banda- ríkjanna. fylgirfntt tU áskrífenda DV SIRKUS 28. OKTÖBER 2005119. VIKA á föstudögum - aðeins kr. 300ílausasölu ÉG ER ALGJÖR HNAKKAMELLA BRYNJABJORK ER NÚTÍMAKONA - BADDIIJEFF WHO? HLUSTAR Á ABBA - SIGRÚN BENDER BAUÐ SIRKUS f FLUGFERÐ ' - KRISTJÓN KORMÁKUR LOKSINS MES BÓK - EF SYLVlA NÓn EIGNAÐIST BARN MEÐ GILLZ ALLT SEM ÞÚ VILT VITA UM MENNINGAR- 0G SKEMMTANALlFK) 0G MIKLU MEIRA TIL HVER VILL EKKIVERA EINS OG PARIS NÚTÍMAKON LÆTUR HEYRAÍSÉR FLOGIÐ MEO FEGURÐARDROTTNINGU SILVIA NOTT OG GILLZENEGGER EIGNAST BARN + ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐVITA UM VETRARÍÞRÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.