Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Side 19
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 19 Fyrir réttri viku síðan varð Wayne Rooney tvítugur og því ekki rétt að kalla hann lengur táning. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur átt frábæran feril og hefur honum verið hampað sem einum allra efnilegasta leikmanni sem komið hefur fram í knattspyrnunni. En nú þegar hann er skríða í manndóminn er ekki úr vegi að bera stöðu hans nú saman við suma af bestu sóknarmönnum sögunnar þegar þeir voru tvítugir. Diego Maradona (tví- tugurárið 1980) Þegar Maradona varð tvítugur var hann enn á mála hjá sínu fyrsta atvinnumannafélagi, Argentinos Juniors í heima- landi sínu. Hann flutti sig ekki til Boca Juniors fyrr en ári síðar og hann kom ekki til Evrópu fyrr en nokkrum dögum fyrir 22 ára afmælisdaginn sinn. Mara- I: Zinedine Zidane (tví- tugurárið 1992) Óhætt er að segja að Zidane hafi blómstrað fremur seint sem knattspyrnumaður. Þegar hann var tvítugur var hann enn á mála hjá Cannes í Frakk- landi en hann hefur síðan þá þrisvar verið útnefndur knatt- spyrnumaður ársins hjá al- þjóðaknattspyrnusamband- inu. Hann var algerlega dona þreytti frumraun sína með landsliðinu sextán ára gamall - ári yngri en Rooney. Hann sló svo í gegn á heims- meistaramóti landsliða skipuð leikmönnum sautján ára og yngri 1977 sem Argentínu- menn unnu. Argentínumenn urðu svo heimsmeistarar árið 1978 en þá sat Maradona heima, þótti of ungur til að spila með. óþekktur utan Frakk- lands og náði ekki að vinna sér sæti í landslið- inu fyrr en tveimur árum síðar. Hann vakti enga sérstaka athygli fyrir frammistöðu sína f Evr- ópukeppninni árið 1996 en sló svo eftirminnilega í gegn í næstu tveimur stórkeppnum sem Frakk- ar unnu báðar. Johan Cruyff (tví- tugurárið 1967) Þessi hollenski snilling- ur kom fyrst fram á sjónarsviðið með Ajax sautján ára - ári eldri en Rooney lék sinn fyrsta leik með Everton. Hann lék sinn fyrsta landslejk nítján ára og var þar nærri tveimur árum eldri en Rooney þegar hann spilaði fyrsta landsleik sinn með Englending- um. Þessir leikmenn eiga þó margt sam- eiginlegt eins ogtil dæmis að eiga erfitt með að hemja skap sitt. Cruyff var til að mynda rekinn af velli í sínum öðrum leik fyrir hollenska lands- liðið. Pele (tvítugur árið 1960) Aðeins sautján ára gamail var hinn brasilíski Pele þeg- ar búinn að vinna heims- meistaratitilinn með lands- liðinu og skoraði hann meira að segja tvö mörk í úrslitaleiknum. Hann spil- aði sinn fyrsta leik fyrir Santos í brasilísku deild- Ronaldo (tvítugur árið 1996) Rétt eins og landi hans Pele var Ronaldo hluti af brasilíska landsliðinu sem varð heimsmeistari þegar hann var sautján ára gam- all. En þótt hann hafi ekk- ert spilað með liðinu á mótinu hafði hann þegar vakið mikla athygli á heimsvísu. Hann gekk til inni fimmtán ára gamall og varð ári sfðar marka- hæsti maður deildarinn- ar og lék sinn fyrsta landsleik sama ár. Þegar Pele var 21 árs gamall vann hann heimsmeist- arakeppnína öðru sinni og var þar með orðinn langskærasta stjarna heimsins f vinsælustu íþrótt heimsins. liðs við PSV Eindhoven átján ára og spil- aði við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen þar til hann meiddist í leik með fslenska ung mennalandsliðinu. En Ronaldo varð markahæsti maður hollensku úrvals- deildarinnar og var nítján ára gamall út- nefndur knattspyrnumaður ársins hjá FIFA, og svo aftur árið eftir. 21 árs gam- all spilaði hann svo úrslitaleikinn á HM sem reyndar tapaðist og markaði upp- hafið að fjögurra ára meiðslamartröð sem batt nærri enda á feril hans. Norman Whiteside (tvítugur árið 1985) Whiteside virðist koma í þessa úttekt eins og skratt- inn úr sauðarleggnum en það ber þó að gefa nafni hans gaum. Whiteside var þegar orðinn fastamaður í sterku liði Manchester United sautján ára og spil- aði sama ár í úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins. Hann braut þar með met Pele með því að verða yngsti leikmaður Heimsmeistara- mótsins frá upphafi þegar hann spilaði með Norður- frum á Spáni árið 1982. Átján ára gamall hafði hann skorað í bæði úrslitaleik bikarkeppn- innar sem og deildarbikars- ins. Rooney hefur jú enn ekki unnið einn einasta titil með félagsliði sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.