Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Síða 33
Menning DV
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 33
I I
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur nú kvatt sér
hljóðs á nýjum vettvangi en í dag sendir hún frá sér sína
fyrstu skáldsögu sem hún kallar ífylgd meðfullorðnum.
Minningar og myndir
Sagan samanstendur af minn-
ingabrotum eða glefsum úr h'fi að-
alsöguhetjunnar en höfundur sér
ástæðu til að geta þess áður en hin
eiginlega saga hefst að „það sem
hér fer á eftir skyldi skoða sem
minningar skáldsagnapersónu".
Sem er nokkuð góður vamagli og
reyndar íðilsnjallt hjá höíundi því
ekki eru öll minningarbrotin fögur
og einnig eru nokkrar persónur afar
kunnuglegar. En auðvitað skiptir
litlu máli hvort um minningar höf-
undar sjálfs er að ræða eður ei,
heldur er það textinn sjálfur og
framsetning hans sem hlýtur að
ráða úrslitum.
Fyrsta minningarbrotið
„Ég hef ekki hirt um þetta árum
saman. Kæri mig heldur ekki um að
rifla það upp. Vil ekki muna það."
(8) En minningamar sitja um kon-
una og neita að fara og smátt og
smátt dregur hún upp úr hugskot-
inu myndir héðan og þaðan. Sum-
ar em af fjölskyldulífi hennar sjálfr-
ar en hún nýtur lífsins sem einka-
bam á heimili þar sem foreldramir
sýsla báðir með orð að atvinnu. Af
ást fær stúlkan nóg í heimahúsum
og ömmur hennar em einnig kærar
í minningunni svo og vinkonan
Eyja sem býr við vægast sagt
óhugnanlegt íjölskyldumynstur
eins og reyndar fleiri í nánasta um-
hverfi söguhetju.
Hér em dregnar upp myndir af
þjökuðum og einmana húsmæðr-
um sem komnar em fram yfir miðj-
an aldur og hafa ekkert betra við
tímann að gera en þrífa eða drekka
brennivín, nema hvort tveggja sé,
og hér koma einnig við sögu bama-
mðingar sem þrífast við skuggalega
iðju í skjóli eiginkvenna sinna.
íðilfagrir sambýlismenn
Steinunn Ólína dregur upp
/ fylgd með
fullorðnum
Steinunn Ólína Þor
steinsdóttir
JPV-útgáfa 2005
Verð: 4.680 kr,
Bokmenntir
Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir
Boðin velkomin i
rithöfundastétt.
fremur ólukkulega mynd af karl-
mönnum, nánast öllum nema
pabba söguhetju, og elskhugar og
sambýlismenn aðalpersónunnar fá
það óþvegið. Allir em þeir íðilfagrir
ásýndum og að sama skapi afskap-
lega uppteknir af sjálfum sér og
hafa því h'tið sem ekkert að gefa
öðrum.
Lýsingamar á þessum sjálf-
hverfnu mönnum em skondnar en
dálítið meinlegar eðli máisins sam-
kvæmt enda virðist sögupersóna
lítíð hafa grætt á návist þessara
vafasömu náunga. Það hljómar
kannski undarlega að tengja fyndni
og ofbeldi saman en lýsingamar á
sambúðinni við ofbeldismanninn
em hrikaiega írómskar þó að vissu-
lega lúri ákveðin sorg undir niðri.
í gegnum skrárgat
Aðrir karlmenn í sögunni em
gallagripir sem á beinan eða
óbeinan hátt tengjast sögupersónu
fyrir utan einn en sá er rithöfundur
á sextugsaldri sem skrifar þrjár
setningar á mánuði eða svo og
fylgist með konu sinni og dætmm í
gegnum skráargat.
Þetta innslag er dálítíð furðu-
legt ef tekið er mið af því að öll
önnur brot tengjast aðalpersónu
leynt eða ljóst og því á það illa
heima í sögunni. Nema sem
húmorískt krydd náttúrlega sem er
þó óþarfaviðbót því af nógu er að
taka.
Blússandi húmor
/ fylgd með fullorðnum er fi'n
saga þótt hnýta megi í lausa enda
hér og þar en brotalamir bætír höf-
undur upp með frásagnargleði,
blússandi húmor og hlýju í garð
þeirra sem minna mega sín.
Höfundur lýsir barnslegri
skynjun af innsæi og fyrir vikið
verða sumar senurnar mjög átak-
aniegar, t.d. lýsingin af „heiðvirða"
lækninum sem misnotar bæði eig-
in böm og annarra.
Móðir söguhetju er sigurvegari
sögunnar hvað persónulýsingu
varðar en hún er kraftmikill, sér-
kennilegur og þrælskemmtilegur
karakter sem sindrar af. Eins er
tengslum móður og dóttur lýst af
natni og er langt síðan ég hef lesið
jafn fallega frásögn af samskiptum
mæðgna.
Steinunn Ólína má vera stolt af
ffumraun sinni og er full ástæða til
að bjóða hana velkomna í rithöf-
undastétt.
SigríðurAlbertsdóttir
Arnaldur Indriðason mun halda sess
sínum sem glæpasagnakóngur íslands
meö nýrri sögu sinni Vetrarborg sem
kemur út í dag en að honum sækja
keppinautar úr öllum áttum.
Barnið í garðinum
Arnaldur er maður með sam-
visku og hann hefur áhyggjur af
okkur. Honum þykir við fara illa
að ráði okkar og í flestum ef ekki
öllum sögum sínum er hann að
skoða syndir sem faldar eru í
kimum safélagsins. Nú er hann
að fjalla um rasismann sem við
viljum ekki kannast við, af-
skiptaleysi foreldra af börnum
sínum er hann líka að fjalla um,
ekki í fyrsta skipti og eins og
áður á nokkrum plönum í sög-
unni. Hann er að fjalla um sekt
sem um síðir kemur niður á ger-
endum
Barnið
Sá myrti er kynntur til sög-
unnar þegar í upphafi: „Þau
héldu að hann væri tíu ára."
Morðið er nógsamlega útlistað,
Erlendi og hans mönnum geng-
ur ekkert. Það er vetur, kalt, tíð-
in rysjótt, dimmt. Lýsingar Arn-
aldar á Reykjavík falla ekki beint
að borgarímyndinni sem verð-
launuð var um daginn og er
reyndar vel snyrt lygi.
Það eru þau þrjú, Erlendur,
Sigurður Óli og Elínborg sem eru
enn að, Sigurður kemur skýrar í
ljós sem persóna og Erlendur á
enn í stímabraki við sitt lokaða
geð: bróðurmissinn og börnin
sín.
Glæpir og glæpir
Ekki er að finna tiltakanlegar
breytingar á stíl Arnaldar, frekar
lengist í honum, Sagan af morð-
inu á taílenska drengum er lengi
að komast í gang en um leið er
höfundurinn að byggja boga í
næsta flókinni atburðarás, ekki
Arnaldur
Indriðason:
Vetrarborgin
Vaka Helgafell L
Verð: 4.690 kr. f
★★★☆
.^RNAipiJR
INDRIDASON
VtTMðSOKútN
Bókmenntir
færri en fimm „glæpir" þvælast
um í þræðinum, einn þeirra vit-
um við að mun fylgja Erlendi allt
til loka, annar sem upphefst í
þessari sögu á örugglega eftir að
koma fram í öðru verki. Hinir
þrír reynast tengjast saman á
endanum.
Engan æsing
Amaldur er hefðbundinn
höfundur. Það er ekki í honum
æsingur. Sagan silast áfram og
lesandi finnur til vaxandi óþol-
inmæði sem á endanum er farin
að verða óþægileg og um síðir
breytist í óbærilega spennu. Þá
er gátunni rumpað saman með
fáum saumum, en þá hefur
grunur vaknað fyrir nokkru.
Vetrarborgin er fín afþreying.
Kunnugleiki umhverfis, fastir
liðir í framgangi persóna, hið
mikla siðræna bakland sem hef-
ur held ég frekar en annað skap-
að Arnaldi þessa miklu hylli, öllu
þessu er prýðilega fyrir komið.
Það er í senn ósanngjarnt og
óþarft að leggja þessa sögu hans
á mælistiku hinna fyrri, en
henni verður örugglega víða
fagnað, og fer vísast í upplagi
hátt í þrjátíu þúsund eintök
mörgum til skemmtunar.
Páii Baidvin Baidvinsson
!