Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 60
34
SÍMABLAÐIÐ
um, endurbættu efni og nýjum uppfinn-
ingum.
Fyrir símamenn ætti að vera fróðlegt
að vita nokkuð um áhrif veðursins hér á
landi, og er því þessi greinarstúfur sam-
antekinn.
Framangreindar niðurstöður um veður-
hæð á hinum ýmsu stöðum hér á landi, alls
44, eru reiknaðar eftir tölum þeim, er
Veðurstofan birtir mánaðarlega í blaði
sínu, „Veðráttan“.
Fyrsti talnadálkur sýnir, hve marga daga
á ári veðurhæðin hefur verið 9 stig eða
þar yfir (meðaltal af 8—10 árum). Dálk-
ur 2 sýnir meðalveðurhæð á mánuði (af
5 árum). Dálkur 3 og 4 sýnir mestu og
minnstu veðurhæð á mánuði. Þar sem
eyða er í dálki, merkir það, að eigi hafi
verið athugað.
Til grundvallar útreikningi þessum hafa
árin 1940—1949 verið tekin, þar eð Veð-
urstofan hefur ekki gefið út blað sitt hin
5 síðustu ár. Þess skal getið, að allar at-
huganir Veðurstofunnar á nefndu tímabili
hafa farið fram eftir einstaklingsmati
þeirra manna, er athugað hafa veðrið fyr-
ir Veðurstofuna, en þó er Reykjavík und-
antekin, en þar er vindmælir. Hin síðari
ár hafa þó nokkrar veðurathugunarstöðv-
ar fengið vindmæla.
Þess skal getið, að ofannefndar tölur
eru meðaltal 96—120 mánaða, áranna 1940
—1949 og meðaltal 40—60 mánaða, áranna
1945—1949.
Af töflunni sést, að Vestmannaeyjar eru
í sérflokki, hvað veðurhæð snertir, með
62,6 daga á ári með veðurhæð 9 og þar
yfir. Til gamans má geta þess, að í meðal-
tali 10 ára gefur norska Veðurstofan upp
fyrir Fanaráken í Jötunheimum í Noregi,
í 2070 m hæð, 65,9 daga á ári með veður-
hæð 9 og þar yfir, sem er aðeins hærra en
í Vestmannaeyjum.
Einnig sést að Reykjavík er meira
„veðrabæli" en margur heldur, með meðal-
veðurhæð 9 og þar yfir. í Oslo og nágrenni
veðurhæð 9 og þar yfir.í Oslo og nágrenni
er veðurhæðin 9 eða þar yfir aðeins 1 dag
tíunda hvert ár. Sámsstaðir eru með lægstu
meðalveðurhæðina á ári, 1,8, en þar vex
kornið! Næst kemur Akureyri með 2,0, en
þar vex skógurinn! Reykjavík er með næst
hæstu meðalveðurhæð á ári í töflunni.
Af framangreindu sést hins vegar, að hér
á landi er veðrátta yfirleitt erfið fyrir upp_
setningu símalína. Símalínur hér þurfa því
að vera mun traustari en almennt gerist í
öðrum löndum.
Taflan á bls. 35 sýnir hinn svokallaða
Beaufort mælikvarða, sem viðurkenndur er
sem alþjóðlegur mælikvarði á veðurhæð-
um. Auðkenni þessara vindstiga eru fyrst
ákveðin af Beaufort flotaforingja og mið-
uð við hraða og seglburð á herskipum,
eins og þau gerðust á fyrri helmingi 19.
aldar. í töflunni, yfir lýsingu á veðráttu á
landi og sjó, er stuðzt við sérprentun úr
þjóðvinafélagsalmanakinu eftir Jón Ey-
þórsson, veðurfræðing, svo og einnig við
lýsingar frá Veðurstofunni og norskum rit-
um.
Vindþrýstingur.
Vindþrýstingur á sléttan flöt, lóðrétt á
vindstefnuna, er:
Þ = p . d . h,
p er vindþrýstingurinn á m2, d er breidd
flatarins í metrum og h hæðin í metrum.
Á stóra sívala hluti, t. d. reykháfa, er
hægt að setja vindþrýstinginn:
Þ = 2/3 p . d . h.
Vindþrýstingurinn á símastaura og síma-
víra reiknast hinsvegar:
Þ = 0.5 p . d . h
þar sem d er þvermál staursins eða vírsins,
og h hæð staursins eða lengd vírsins, hvort-
tveggja í metrum.
Gildleiki vírsins getur orðið allmikill við
ísingu, eða ísmyndun á honum. Þá er stór-
hætta á, að vír og staurar hrökkvi í sundur.
Vindþrýstinginn p í kg á hvern fermetra
má finna með eftirfarandi jöfnu:
p = 0.121 v2 kg/m2
v er vindhraðinn í metrum á sekundu,
samanber 3. dálk í töflu.
Sem dæmi um, hvað mikil veðurhæðin
getur verið, hér á landi, skal þess getið, að
í varnarliðsblaðinu „Hvíta fálkanum“ var
nýlega sagt frá því, að fyrir ári hafi mælzt
á Keflavíkurflugvelli mesta veðurhæð, sem