Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 63

Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 63
SIMABLAÐIÐ 37 samheldni og samtakamáttur félagsins til hagsbóta fyrir félagana í heild. Ég hef hér minnst á þessi mál aðallega vegna þess, að á sínum tíma hafði ég tölu- verð afskipti af þeim ásamt mörgum fé- lagsmönnum, sem af áhuga og ósérhlífni unnu að framgangi þeirra. Gaman væri að minnast margs í félags- starfinu í einstökum atriðum, (en það yrði of langt og ef til vill leiðinlegt aflestrar fyrir aðra en sjálfan mig), þar á meðal margar skemmtilegar skemmtiferðir með símafólki og Steindóri Björns, sem farar- stjóra, gönguferðir o. fl. Því miður hef ég slegið slöku við skemmtiferðir síma- fólksins síðustu árin, en vona að það verði langt þar til ég fer þá síðustu, en fyrstu skemmtiferðina fór ég með símafólki fyrir rúmlega 30 árum. Það var sumarið 1924 að lítill hópur símamanna, allt karlmenn, tóku sig saman um að fara í skemmtiferð austur í sveitir, yfir eina helgi. Eftir hádegi á laugardag var lagt upp í ferðina. Auk bílstjórans vorum við sjö símamenn og einn lyfja- fræðingur — í þá daga var það nauðsyn- legt að hafa slíka menn með í allar skemmtiferðir! — Andrés Þormar var far- arstjóri. Keyrt var í róglegheitum að Kambabrún, sem var fyrsti áningarstaður. Eftir að hafa neytt af nestinu á brúninni virtum við fyrir okkur hina dýrðlegu dásemd náttúrunnar, útsýnið af Kambabrún, en syðst í sjóndeildarhringn- um voru Vestmannaeyjar í hyllingum hátt á lofti. Að Tryggvaskála var drukkið kaffi og ekki brást lyfjafræðingurinn köllun sinni með kaffibætinn. Eftir að hafa stanzað þarna tvo til þrjá tíma, var haldið niður á Eyrarbakka. Með í förinni voru tveir miklir brandara kallar, þeir Hallgrímur á loftskeytastöðinni og Bakki (G. Bachmann) fuku nú brandarar í allar áttir og skemmtu menn sér konung- lega. Þegar á Eyrabakka kom var okkur tryggð þar næturgisting á gistihúsinu, en síðan var farin rannsóknarför um plássið, en fararstjórinn og lyfjafræðingurinn sátu eftir á gistihúsinu. Rannsóknarförin leiddi það í ljós að fimm af okkur voru persónu- legir kunningjar Apótekarans í plássinu og stóð ekki á því, að við heiðruðum hann með heimsókn okkar, og þegar við seint um kvöldið komum að gistihúsinu sást það á okkur að gestgjafi okkar hafði veitt vel. Veðrið var dásamlegt og okkur kom saman um að ómögulegt væri að fara inn að hátta, og vildum fara í göngutúr vestur fyrir Eyrabakka, en fararstjóri mótmælti og sagði okkur að koma strax í háttinn. Við vorum að þrefa um þetta fyrir neðan tröppur gistihússins, þegar fararstjórinn kemur fram á tröppupallinn, veifar væn- um fleyg og tilkynnir að þeir, sem vilji koma strax inn, fái einn vænan um leið og þeir ganga inn; allir vildu það. Við röðuðum okkur upp en ég lenti aftastur. Það var kannske af því að ég var yngstur. Hallgrímur gekk fyrstur inn, þegar komið var að mér, sá ég mikla svip- breytingu á andliti fararstjóra, hann rauk inn í ganginn og kallaði inn: „Lokið bakdyrunum!“ í fyrstu áttaði ég mig ekki á því hvað var að gerast, en mér varð litið aftur fyrir mig: Hallgrímur var komin aftur í röðina! í þá daga var oft gaman að lifa! í. E. Tvær konur gengu saman og mættu tveim mönnum. „Þarna koma þá feður okkar, mennirn- ir okkar og menn mæðra okkar,“ sagði önnur. Hvernig verður þetta skilið? ----O---- „Það er ósatt að tíminn sé peningar,“ sagði letinginn. „Ég hef alltaf haft nógan tíma, en aldrei peninga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.