Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 50
24
SÍMABLAÐIÐ
Ól. Kvaran.
3.J.S. 40
ara
Ræða flutt í afmælishófinu að Hótel Borg
Herra formaður.
Virðulegir gestir.
Góðir samstarfsmenn.
Þegar ég lít til baka yfir liðin ár,
kemur mér í hug atvik, sem átti sér
stað, fyrir tæpum 40 árum, eða á sama
árinu og Fís var stofnað.
Ég var þá að koma til Seyðisfjarðar
— í ágústmánuði 1915 — til þess að
taka þar við símritarastöðu — og átti
mér einskis ills von.
En skipið var eigi fyrr lagst að
bryggju, en tveir herramenn úr landi
komu til móts við mig með skjal upp
á vasann og kváðust vera sendir frá
Fís, en í skjalinu, sem mér var ætlað
að undirrita, var skuldbinding um það,
að ég skyldi vera viðbúinn að gera verk-
fall, sem hefjast ætti hinn 28. ágúst
1915, ef ráðherra hefði þá ekki gengið
til samninga við Fís um launahækkun
til símamanna, en starfsmönnum ríkis-
ins var þá ekki bannað með lögum að
gera verkfall eins og nú.
Það verður að segja hverja sögu eins
og hún gengur til. Mér varð ekki um
sel við þessi tíðindi.
Ég hafði þá nýlokið símritaranámi,
og var nú kominn til að hefja starf, en
ekki til að neita að vinna. Mér datt því
í hug, hvort ég gæti ekki með einhverju
móti losnað við þessa náunga og kom-
izt hjá því að skrifa undir, en komst
fljótt að raun um, að ekki mundi auð-
hlaupið að því, eða réttara sagt ekki
auðhlaupið frá þeim.
Þetta voru harðskeyttir menn og ein-
beittir, fljúgandi mælskir og logandi af
áhuga fyrir nýstofnuðu stéttarfélagi
símamanna, sem ég hafði þá aðeins
heyrt nefnt.
Mér fannst það nú ekki skipta miklu,
hvoru megin hryggjar ég lægi í þessu
máli, enda ekki líklegur til mikilla af-
reka, ef allir símamenn legðu niður
vinnu og ég stæði einn uppi, fávís og
reynslulítill unglingur.
En félagið vildi auðsjáanlega ekki
hætta á það, að ég kynni að skerast úr
leik, ef til verkfalls kæmi, því að ég
var þá ekki orðinn meðlimur í félaginu.
Mér var því ekki undankomu auðið,
þótt úr þessu rættist betur en á horfð-
ist, því að samningar tókust skömmu
síðar um nokkra launahækkun til
símamanna.
Ég ryfja þetta upp núna, af því að
það sýnir, að Fís varð snemma athafna-
samt fyrirtæki. Aðeins fárra mánaða
gamalt er það farið að bjóða stjórnar-