Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1955, Síða 50

Símablaðið - 01.01.1955, Síða 50
24 SÍMABLAÐIÐ Ól. Kvaran. 3.J.S. 40 ara Ræða flutt í afmælishófinu að Hótel Borg Herra formaður. Virðulegir gestir. Góðir samstarfsmenn. Þegar ég lít til baka yfir liðin ár, kemur mér í hug atvik, sem átti sér stað, fyrir tæpum 40 árum, eða á sama árinu og Fís var stofnað. Ég var þá að koma til Seyðisfjarðar — í ágústmánuði 1915 — til þess að taka þar við símritarastöðu — og átti mér einskis ills von. En skipið var eigi fyrr lagst að bryggju, en tveir herramenn úr landi komu til móts við mig með skjal upp á vasann og kváðust vera sendir frá Fís, en í skjalinu, sem mér var ætlað að undirrita, var skuldbinding um það, að ég skyldi vera viðbúinn að gera verk- fall, sem hefjast ætti hinn 28. ágúst 1915, ef ráðherra hefði þá ekki gengið til samninga við Fís um launahækkun til símamanna, en starfsmönnum ríkis- ins var þá ekki bannað með lögum að gera verkfall eins og nú. Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur til. Mér varð ekki um sel við þessi tíðindi. Ég hafði þá nýlokið símritaranámi, og var nú kominn til að hefja starf, en ekki til að neita að vinna. Mér datt því í hug, hvort ég gæti ekki með einhverju móti losnað við þessa náunga og kom- izt hjá því að skrifa undir, en komst fljótt að raun um, að ekki mundi auð- hlaupið að því, eða réttara sagt ekki auðhlaupið frá þeim. Þetta voru harðskeyttir menn og ein- beittir, fljúgandi mælskir og logandi af áhuga fyrir nýstofnuðu stéttarfélagi símamanna, sem ég hafði þá aðeins heyrt nefnt. Mér fannst það nú ekki skipta miklu, hvoru megin hryggjar ég lægi í þessu máli, enda ekki líklegur til mikilla af- reka, ef allir símamenn legðu niður vinnu og ég stæði einn uppi, fávís og reynslulítill unglingur. En félagið vildi auðsjáanlega ekki hætta á það, að ég kynni að skerast úr leik, ef til verkfalls kæmi, því að ég var þá ekki orðinn meðlimur í félaginu. Mér var því ekki undankomu auðið, þótt úr þessu rættist betur en á horfð- ist, því að samningar tókust skömmu síðar um nokkra launahækkun til símamanna. Ég ryfja þetta upp núna, af því að það sýnir, að Fís varð snemma athafna- samt fyrirtæki. Aðeins fárra mánaða gamalt er það farið að bjóða stjórnar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.