Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 65

Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 65
SIMABLAÐIÐ 39 sögu, og leitaði sökudólganna, sem brotið höfðu girðinguna og stolið bílnum. Valds- maðurinn, sem var vel í hold kominn, var víst kófsveittur af hlaupunum, því mó- rauði vasaklúturinn hans gekk upp og ofan rauðþrútið andlitið eins og hefill á hörðum rauðviði. Já nú lá líka mikið við, að bjarga heiðri og sóma stéttarinnar. Nú var þó til einhvers að vinna, vinna fyrir sjálfan höfuðpaurinn — sýslumannin. Það væri laglegt, ef sýslumaðurinn yrði að fara að borga alla þessa rimla úr eigin vasa. Nei, annað eins stórmál og þetta hafði ekki fyrir komið í bænum, síðan hænsnin hreppstjórans voru öll dáleidd og látin inn um búrglugga sýslumannsins hérna um ár- ið. Þá varð allt vitlaust, því að þegar átti að fara að reita hanann og matbúa, rakn- aði greyið við, galaði alveg vitlaus, og það steinleið yfir blessaða frúna. Það mátti svo sem alveg eins búast við því, að útigangsbikkjurnar og rollurnar ætu öll einiberin af sýslumannstrjánum, ef garðurinn yrði svona opinn. Og hvað yrði þá um einiberjabrennivínið, sem blessuð frúin notaði við gigtinni og svefnleysinu? Nei, þetta gat orðið eitt stórmálið enn. Og lögregluþjónninn tók nýjan sprett og bók- staflega þaut afram niður alla götu eins og alvanur spretthlaupari. Siggi tyllti sér á kassa, tók upp pípuna sína, tróð í hana gömlum sígarettustubbum og kveikti í. Svo horfði hann í þungum hugsunum gegnum tóbaksreykinn á dimmt og drungalegt húsið nr. 10, sem var alveg ómálað þarna óæðramegin og gluggarnir allir svartir af skít og sóti. Þetta hús átti frændi hans. Hann var gamall sveitabóndi, sem flutzt hafði í bæinn fyrir löngu og bjó nú þarna uppi á hanabjálka. Hann gerði ekki handtak, krafði einungis inn húsaleig- una og ellistyrkinn sinn, las dagblöðin, tal- aði um trúmál, pólitík og verkfallsmálin, alveg eins og hann hefði vit á slíkum sér- málum hins daglega lífs, á við beztu post- ula nútímans í bænum. Á neðstu hæð hússins nr. 10 blasti við Sigga opinn gluggi og þar sá hann kven- mann á hreyfingu. Jú, jú — þetta var Gunna Bjarna, sem Óli bróðir í félaginu hafði einhvern tíma sagt um: Gunna litla er glettið fljóð og gefur undir fótinn .. . Og Siggi kímdi meinfýsinn og dró annað augað í smávegis dónaskap. Nú var Gunna Bjarna trúlofuð honum Pétri Lummu. Þau höfðu fengið leigt þarna og voru einmitt núna eitthvað að bauka við að setja íbúð- ina í stand, færa til húsgögn, setja fyrir gluggatjöld o. fl. svo allt væri í standi, þegar þau giftu sig eftir nokkra daga. Siggi blés frá sér reyknum og glotti. Hann þekkti svo sem hann Pétur Lummu, þennan bölvaða durt og nurlara. Alveg var það sérlegt, að hún Gunna skyldi glepjast á honum, því að hún var ansvítans ári lag- leg stelpa og mjög myndarleg í sér — allt of góð handa Pétri. En hann var ríkur, og það reið vitanlega baggamuninn. Nú — þarna kom Pétur út, og stefndi á skúrinn hans Sigga. „Góðan daginn, Siggi minn,“ sagði Pétur. „Geturðu ekki hjálp- að mér um einn eða tvo poka af hálmi og spónum í madressuna í hjónarúmið? Það er nefnilega miklu ódýrara að útbúa hana sjálfur en kaupa hana af iðnaðarmönnum, sem selja allt með uppskrúfuðu verði, meira að segja hálm og hefilspæni.“ Siggi brosti dálítið ísmeygilega og gaut á hann glettnislegu augnaráði. Hann sá ekki nokkra ástæðu til að gefa Pétri spæn- ina. Að minnsta kosti skyldi hann stríða Pétri dálítið, þar eð tækifærið bauðst. Hann átti það skilið, þessi bölv. nurlari. Hvað vildi hann líka vera að níða niður iðnaðarmenn? „Það er velkomið að þú fáir bæði hálm og spæni,“ sagði Siggi alvarlegur. „Það er þarna nóg bæði laust og í pokum, en það kostar tvær krónur pokinn.“ Pétur glápti. „Tvær krónur,“ nærri æpti hann af undrun yfir óskammfeilni Sigga. „Tvær krónur “ Nei takk, vinur sæll, það er nú nokkuð langt gengið, þá fer ég held- ur niður í bæ og fæ þetta hjá Slippnum eða einhverjum bátasmiðnum.“ Já, það er allt í lagi,“ sagði Siggi og bætti svo við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.