Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 29

Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 29
Sl MAB LAÐIÐ menn í ýms þýðingarmikil störf nema til ákveðins árafjölda. í Noregi og Svíþjóð er sú skipan á höfð við póst og síma. Með því er það tryggt, að í svo þýðing- armiklum embættum geti ekki setið maður í áratugi, sem ekkj. hefur reynzt starfinu vaxinn að einhverju leyti, eða orðið þar svo rótgróinn, að hann vaxi ríkisvaldinu yfir höfuð. Þá er með því ýtt undir árvekni hans í starfi, — því skipa má hann áfram í stöðuna um visst árabil. Hér á landi virðist fljótt á litið að þetta fyrirkomulag ætti t. d. við um embætti póst- og símamálastjóra, vegamálastjóra, fræðslumálastjóra, landlæknis, forstjóra Tryggingarstofnunarinnar, rafveitumála- stjóra og ekki sízt bankastjóra. Fyrra atriðið gæti þó dregið úr nauðsyn þessarar skipanar í ýmsum tilfellum. Að vísu hefur verið farið inn á þessa braut í rekstri ýmissa stofnana, að nokkru leyti. Má þar til nefna bankaráðin, trygg- ingarráð, útvarpsráð o. s. frv. En hér er sá ljóður á, að í þessi ráð velur hið pólitíska vald, — og því hætta á að meir sé þar farið eftir þörf einstakra manna til aukastarfa, eða flokkshagsmun- um. — Þessi ráð geta því fremur verið fjötur um fót duglegra hæfileikamanna í forstjórastöðu, dreift ábyrgðinni, og stund- að hrossakaup, sem sjaldnast eru gerð með hag almennings fyrir augum. Ég held, að símastofnunin sé hér til fyr- irmyndar, eins og á ýmsum öðrum svið- um, og fylgist þar með tímanum. En svo sem kunnugt er, þá er þar sá háttur á, að stofnað hefur verið ráðgefandi ráð, þar sem í eiga sæti menn í helztu ábyrgðarstöð- um stofnunarinnar, aðrir en símamála- stjóri., og tveir fulltrúar frá félagssamtök- um stéttarinnar. Þetta ráð heldur reglulega fundi og sendir símamálastjóra álit sitt og tillögur. Fram hjá þessu ráði verður ekki farið, þegar um stöðuveitingar eða kjaramál er að ræða. Með því er upprætt sú tortryggni, sem við fjölmennar stofnanir ríkir óhjákvæmi- lega um meðferð þessara mála innan luktra dyra. Og slík meðferð þessara mála skapar smám saman þá hefð, að jafnvel hið pólitíska vald sniðgengur ekki tillögur um stöðuveitingar. Hún upprætir þannig smám saman eina hvimleiðustu meinsemdina í opinberu lífi okkar íslendinga. Meðferð persónalmála er viðkvæmt mál og vandasamt. Við fjölmennar og fjölþættar stofnanir er það eitt þýðingarmesta við- fangsefnið. Mistök í þeim efnum, sífelld óánægja, getur valdið meira tjóni í rekstri einnar stofnunar en teknisk eða fjármála- leg mistök í einstökum tilfellum, þó áber- andi sé. Þó ekki sé á annað litið en persónal- málin, er sú aðstoð og áhrif, sem vænta má frá slíku ráði, sem að framan er getið, nauðsnleg. Sú alhliða þekking og reynsla, sem þar er fyrir hendi um þörf og sjónar- mið beggja aðila, er trygging þess, að við lokaákvarðanir ráði ekki annarleg og þröng sjónarmið, og afleiðingarnar verði eftir því. f reglunum um starfsmannaráð Lands- símans er því ætlað að láta sig varða „hag og rekstur“ stofnunarinnar og gera þar um þær tillögur, er það telur þörf á. — Þessi skipan á stjórn opinberra stofnana er einn- ig nýjung hér álandi, og í þeim efnum er £nn ekki fengin nein reynsla innan þess- arar stofnunar. En að óreyndu verður að líta svo á, sýni félagssamtökin ekki ábyrgð- arleysi um fulltrúaval í ráðið, að í þess- um efnum geti einnig verið um þýðingar- mikla aðstoð við forstjóra stórra fyrirtækja að ræða. Hingað til hefur ekki ríkt það sjóarmið, að til starfsfólksins við opin beran rekstur væri neina þekkingu að sækja, sem ekki væri fyrir hendi hjá æðstu stjórn hans. En þetta er orðin úrelt skoðun. — Það verður að teljast skylda góðs forstjóra, að notfæra sér reynslu allra undirmanna sinna, — og starfsmanna- ráðið er réttur vettvangur til að koma henni á framfæri. En þýðingarminnsta at- riðið er þó ekki það, að með þessu skapast sú tilfinning meðal starfsfólksins, að það sé meðábyrgt um hag stofnunar þeirrar, er það starfar við, — en sé ekki eingöngu lítið tannhjól í stórri vél. A. O. Þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.