Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1955, Side 29

Símablaðið - 01.01.1955, Side 29
Sl MAB LAÐIÐ menn í ýms þýðingarmikil störf nema til ákveðins árafjölda. í Noregi og Svíþjóð er sú skipan á höfð við póst og síma. Með því er það tryggt, að í svo þýðing- armiklum embættum geti ekki setið maður í áratugi, sem ekkj. hefur reynzt starfinu vaxinn að einhverju leyti, eða orðið þar svo rótgróinn, að hann vaxi ríkisvaldinu yfir höfuð. Þá er með því ýtt undir árvekni hans í starfi, — því skipa má hann áfram í stöðuna um visst árabil. Hér á landi virðist fljótt á litið að þetta fyrirkomulag ætti t. d. við um embætti póst- og símamálastjóra, vegamálastjóra, fræðslumálastjóra, landlæknis, forstjóra Tryggingarstofnunarinnar, rafveitumála- stjóra og ekki sízt bankastjóra. Fyrra atriðið gæti þó dregið úr nauðsyn þessarar skipanar í ýmsum tilfellum. Að vísu hefur verið farið inn á þessa braut í rekstri ýmissa stofnana, að nokkru leyti. Má þar til nefna bankaráðin, trygg- ingarráð, útvarpsráð o. s. frv. En hér er sá ljóður á, að í þessi ráð velur hið pólitíska vald, — og því hætta á að meir sé þar farið eftir þörf einstakra manna til aukastarfa, eða flokkshagsmun- um. — Þessi ráð geta því fremur verið fjötur um fót duglegra hæfileikamanna í forstjórastöðu, dreift ábyrgðinni, og stund- að hrossakaup, sem sjaldnast eru gerð með hag almennings fyrir augum. Ég held, að símastofnunin sé hér til fyr- irmyndar, eins og á ýmsum öðrum svið- um, og fylgist þar með tímanum. En svo sem kunnugt er, þá er þar sá háttur á, að stofnað hefur verið ráðgefandi ráð, þar sem í eiga sæti menn í helztu ábyrgðarstöð- um stofnunarinnar, aðrir en símamála- stjóri., og tveir fulltrúar frá félagssamtök- um stéttarinnar. Þetta ráð heldur reglulega fundi og sendir símamálastjóra álit sitt og tillögur. Fram hjá þessu ráði verður ekki farið, þegar um stöðuveitingar eða kjaramál er að ræða. Með því er upprætt sú tortryggni, sem við fjölmennar stofnanir ríkir óhjákvæmi- lega um meðferð þessara mála innan luktra dyra. Og slík meðferð þessara mála skapar smám saman þá hefð, að jafnvel hið pólitíska vald sniðgengur ekki tillögur um stöðuveitingar. Hún upprætir þannig smám saman eina hvimleiðustu meinsemdina í opinberu lífi okkar íslendinga. Meðferð persónalmála er viðkvæmt mál og vandasamt. Við fjölmennar og fjölþættar stofnanir er það eitt þýðingarmesta við- fangsefnið. Mistök í þeim efnum, sífelld óánægja, getur valdið meira tjóni í rekstri einnar stofnunar en teknisk eða fjármála- leg mistök í einstökum tilfellum, þó áber- andi sé. Þó ekki sé á annað litið en persónal- málin, er sú aðstoð og áhrif, sem vænta má frá slíku ráði, sem að framan er getið, nauðsnleg. Sú alhliða þekking og reynsla, sem þar er fyrir hendi um þörf og sjónar- mið beggja aðila, er trygging þess, að við lokaákvarðanir ráði ekki annarleg og þröng sjónarmið, og afleiðingarnar verði eftir því. f reglunum um starfsmannaráð Lands- símans er því ætlað að láta sig varða „hag og rekstur“ stofnunarinnar og gera þar um þær tillögur, er það telur þörf á. — Þessi skipan á stjórn opinberra stofnana er einn- ig nýjung hér álandi, og í þeim efnum er £nn ekki fengin nein reynsla innan þess- arar stofnunar. En að óreyndu verður að líta svo á, sýni félagssamtökin ekki ábyrgð- arleysi um fulltrúaval í ráðið, að í þess- um efnum geti einnig verið um þýðingar- mikla aðstoð við forstjóra stórra fyrirtækja að ræða. Hingað til hefur ekki ríkt það sjóarmið, að til starfsfólksins við opin beran rekstur væri neina þekkingu að sækja, sem ekki væri fyrir hendi hjá æðstu stjórn hans. En þetta er orðin úrelt skoðun. — Það verður að teljast skylda góðs forstjóra, að notfæra sér reynslu allra undirmanna sinna, — og starfsmanna- ráðið er réttur vettvangur til að koma henni á framfæri. En þýðingarminnsta at- riðið er þó ekki það, að með þessu skapast sú tilfinning meðal starfsfólksins, að það sé meðábyrgt um hag stofnunar þeirrar, er það starfar við, — en sé ekki eingöngu lítið tannhjól í stórri vél. A. O. Þ.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.