Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 66

Símablaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 66
40 SIMABLAÐIÐ glettinn: ,,Þú notar nú ekki höggspæni í hjónamadressurnar? Ætli það yrði ekki nokkuð hart fyrir bossann á ykkur?“ Pét- ur leit á Sigga, sagði ekkert en strunsaði út, sárgramur yfir ósvífninni. Tvær krón- ur,“ muldraði hann, „hu — ekki nema það þó! Tvær krónur. — Er hann vitlaus, strákfjandinn?" Siggi fór aftur að hefla rimlana og kímdi ánægjulega. Pétur átti vissulega fyrir því þó honum væri strítt dálítið. Siggi minnt- ist gamalla erja þeirra í milli. Alls staðar hafði Pétur verið til ills og haft spillandi áhrif. Þeim hafði líka oft lent saman í handalögmáli. Já, Gunna Bjarna var allt of góð stelpa handa honum. Siggi tók langar hefilstrokur og muldraði fyrir munni sér gamla vísu: „Þeyti skeytum þessa manns þig ei get ég varið, en krumlur mínar í hári hans hafa oft dável farið“. Allt í einu dró fyrir birtu í skúrnum hans Sigga, hurðin féll í hálfa gátt og hann leit upp. Þarna stóð engin önnur en hún Gunna Bjarna, sæt og ögrandi í flegnum, ermalausum og nýstrauuðum kjól og brosti svo yndislega um leið og hún mælti í biðj- andi tón og blíðum: „Góði Siggi minn, hjálpaðu mér um smá spýtu í eldinn, það deyr alltaf í ofn skömm- inni hjá mér.“ Siggi sagði, að sér væri sönn ánægja af að hjálpa henni um spýtu, og kom Gunna þá inn, en um leið skall hurðin af stöfum, svo að mjög varð skuggsýnt inni. Siggi þaut til dyranna og ætlaði að ljúka upp hurðinni, en þau mættust á miðri leið og rákust á í rökkrinu. Siggi fann heitan andardrátt hennar, ilinn og ilminn frá henni, greip utan um hana til þess að verja hana falli í hálminum og spónapok- unum, en þá duttu þau bæði kylliflöt í hálminn. Gunna rak upp lágt hljóð, sem kafnaði þó fljótt í eldheitum kossi Sigga Jóns og atlotum. Siggi var byrjaður að hefla aftur. Það var enginn asi á honum. Hann var léttur SÍMABLAÐIÐ er gefið út af Félagi ísl. símamanna. Ritstjóri: A. G. Þormar. Ritnefnd: Aðalsteinn Norberg, Árni Árnason, Erna Árnadóttir, Haukur Erlendsson, Jens Pálsson, Ólafur Hannesson og Sæmundur Símonarson. Auglýsingastjóri: Júlíus Pálsson. Félagsprentsmið j an. í lund og flautaði ánægjulega mjög há- fleyga sónötu, ýmist í moll eða dúr, sem hann hafði sjálfur komponerað. Þá allt í einu birtist Pétur Lumma aft- ur í dyrunum og sagði í súrum málróm og önugum: ..Ég er búinn að fara um all- an bæ, en helvítis hálmurinn og spæn- irnir eru hvergi billegri en hjá þér. Ég verð víst að kaupa þetta af þér, þótt það sé helvíti hart aðgöngu.“ Siggi brosti. Hann var sakleysið sjálft og sagði mjög elskulega: „Jæja, Pétur minn, fyrst þú ætlar að nota þetta í hjóna- rúmið, þá er bezt að ég gefi þér tvo poka, ég nota þetta víst ekki meira í bráð.“ Siggi leit út um gluggakrýlið og brosti. Þarna gekk hún Gunna, kafrjóð og sæl- leg heim að húsinu nr. 10 um leið og hún reyndi að slétta úr fína krullaða kjólnum sínum. Og Siggi horfði dreymandi út um glugg- ann á eftir Gunnu Bjarna og sagði við sjálfa sig: „Hver veit reyndar . ..“ A. A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.