Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Síða 12
72 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Heimsmet í teygjustökki Ástralarnir A.J. Hackett og Grant Denyer stukku út úr þyrlu yfir Bondi-strönd- inni við Sydney um helg- ina. Þeim tókst að setja Guinnes-heimsmet í teygjustökki með því að nota 300 metra langa teygju í stökkinu. Lukkudýrin kynnt Það var mikið um dýrðir í Peking á föstudaginn. Þá kynntu Kínveijar formlega lukkudýr ólympíuleikanna, sem fara ifam í borginni árið 2008. Þau eru pandabjörn, fiskur, antilópa frá Tíbet og súla. Háttsettir kínverskir embættismenn kynntu lukkudýrin í viðhafnarút- sendingu en á föstudaginn vom nákvæmlega 1000 dag- ar þar til leikar hefjast. Niður með hnattvæð- ingu Þúsundir manna mættu og mótmæltu fyrir framan bandaríska sendiráðið í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Fólkið mótmælti hnattvæð- ingu en leiðtogar Kyrra- hafsþjóða hittast á fúndi í Seoul í vikunni. Þar á með- al annars að ganga frá samningi um frjálsa versl- un milli þjóðanna. Áfall fyrir Arnold Amold Schwarzenegger fylkisstjóri mætti skömmustulegur á blaða- mannafund á skrifstofu sinni í Kaliforníu fýrir helgi. Þá vom nýafstaðnar kosn- ingar í fylkinu þar sem allar tillögur Arnolds og hans manna vom felldar. Hann sagðist ætla að leggjast yfir málin og finna lausnir á vandamáium Kaliforníu. Þrátt fyrir útgöngubann frönsku ríkisstjórnarinnar virðist fátt geta komið böndum á óeirðirnar, sem nú hafa geisað í tvær vikur. Um helgina gerðist það sem margir höfðu óttast. Óeirðirnar bárust til næst stærstu borgar landsins, Lyon. Fjölmargir mótmæla þó látunum í samborgurum sínum. Japönsku keisarahjónin gefa einkadóttur sína í hjónaband Látlaus en magnþrungin kveðjustund Keisarahöllin í Japan sendi frá sér ljósmyndir í gær, sem sýna athöfii sem fór þar fram á laugardag. Þar kveðja Akihito keisari og Michiko keisaraynja dóttur sína með athöfii- inni „Choken-no-gi“. Sayako prinsessa giftist á morgun embættis- manninum Yoshiki Kuroda en það þýðir að hún mun ekki taka þátt í fleiri athöfiium sem meðlimur keisaraijöl- skyidunnar. Athöfiiin var því hennar síðasta sem meðlimur hennar. Viðbúnaður í Amman Jórdanskir öryggisliðar standa þessa dagana vörð í miðborg Amman. Mikill viðbúnaður er í kjölfar sjálfsmorðssprenging- anna, sem drápu 57 á dögunum. Tilkynnt var í gær að írösk eigin- kona eins hinna þriggja sprengju- manna hafi verið handtekin. í gær fór einnig fram stór minning- arathöfn vegna fómarlambanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.