Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Page 14
74 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005
Fréttir DV
■
Sameining
í kjölfar þess að sjúkra-
húsin í Reykjavík voru sam-
einuð fyrir fimm til sjö
árum breyttust ráðstafanir
íslenska heilbrigðiskerfis-
ins. Við það jókst kostnaður
og heilbrigðiskerflð varð
með þeim dýrustu í heimi.
Þetta er meðal niðurstaðna
Sigurbjargar Sigurgeirsdótt-
ur í doktorsritgerð hennar
þar sem hún rannsakar
sameiningu spítalanna.
Sigurbjörg segir sameining-
una vera dæmi um að
menn hafl einblínt á einn
þátt stórrar aðgerðar, þar
sem hafí staðið til að spara,
en kostnaðurinn hafi svo
komið fram annars staðar.
Sigurður Ingólfsson er nú eftirlýstur af bifhjólasamtökunum Hells Angels.
Sigurður segir deilur sínar við meðlimi Hog Riders-samtakanna líklega
ástæðu þess að hann sé eftirlýstur. Hótanir, ofsóknir, ofbeldi og í einstaka
tilfellum morð hafa fylgt í kjölfar þess að Hells Angels gefi út yfirlýsingu
sem þessa.
Islendingur á danða
lista Hells Angels
Síld fækkar
afbrotum
Allt var með kyrrum
kjörum hjá Lögreglunni í
Vestmannaeyjum um helg-
ina. Engin slagsmál eða
önnur leiðinleg at-
vik sem fylgja oft
næturlífinu. Þegar
lögreglan var spurð
hvað ylli þessu var
svarið einfalt: Sfldin.
Að undanfömu hef-
ur verið allt brjálað
að gera í að vinna sfld til
manneldis. Unnið hefur
verið á vöktum allan sólar-
hringinn í báðum verk-
smiðjunum í bænum. Fólk
hefur því bara ekki tíma til
að djamma. Sfldin er því
ekki bara holl og góð, held-
ur fækkar hún líka afbrot-
um.
Actavis hjálp-
ar munaðar-
lausum
Actavis hefur ákveðið að
styrkja byggingu heimila
fyrir 50 munaðarlaus börn
á Indlandi um
eina milljón
króna. Flest
misstu börnin
foreldra sína í
flóðbylgjunni
fyrir tæpu ári. Heimilið er
byggt í samstarfí félagsins
Vina Indlands og ind-
verskra sjálfboðaliða. Styrk-
ur Actavis bætist við ágóða
af tónleikum sem Vinir Ind-
lands standa fyrir í Salnum
í Kópavogi þar sem fjöldi
þekktra tónlistarmanna
gefur framlag sitt
Tekinn á
strætóakrein
í gær var ökumaður í
Reykjanesbæ kærður af
lögreglu fyrir að aka veg
sem eingöngu er ætlaður
almenningsvögnum í bæn-
um. Einn slíkur vegur er
þar í bæ, í Heiðarholti, og
freistast fólk oft til að nota
hann sem hjáleið inn og út
úr hverfinu. Strætó gengur
ekki í bænum um helgar og
því hefur ökumanninum
eflaust þótt allt í lagi að aka
veginn, allt þar til hann var
tekinn. Nokkrir slíkir vegir
eru í Reykjavík og eru þeir
auðkenndir með rauðu
malbiki.
XSCANBtm
•l'AMBtKBl
JsemBiííi
„Þetta þýðir einfaldlega að ég er með stærðarinnar skotskífu
á bakinu á mér,“ segir Sigurður Ingólfsson en hann er nú eft-
irlýstur af glæpasamtökunum Hells Angels. Slík eftirlýsing
hefur áður kostað menn lífið en Sigurður segist óhræddur.
Hann segir huglausa áhangendur samtakanna á íslandi
ábyrga fýrir eftirlýsingunni.
hverjum sem er í Hells Angels.
Huglausir menn
Sigurður Ingólfsson var stadd-
ur í London þegar DV náði tali af
honum í gær vegna málsins. Hann
segist gruna af hverju hann sé eft-
irlýstur en segist ekki óttast afleið-
ingar þess. „Það er helst að maður
hugsi til konunnar og mömmu.
Þessum mönnum er nefnilega
ekkert heilagt," sagði hann í sam-
tali við blaðið. Hann segir slags-
mál sín við þrjá meðlimi Hog
Riders-bifhjólasamtakanna lflc-
lega ástæðu þess að nafni hans
hafi verið dreift um Norðurlöndin
öll ásamt fyrirskipunum frá al-
þjóðaglæpasamtökum um að
hann sé nánast réttdræpur. „Þess-
ir íslensku Hog Riders-strákar
hafa ekki manndóm í að mæta
mér sjálfir og því hafa þeir kosið
að fara þess leið til að ná fram
hefndum. Það er sorglegt að vita
til þess að þessir menn skuli vera
svona huglausir."
„Þaðerhelst að
maður hugsi til kon
unnar og mömmu.
Þessum mönnum er
nefnilega ekkert
heilagt."
Scanbikes segir tilkynning-
una frá Hells Angels
Eins og DV hefur áður greint
frá telur lögreglan á íslandi og í
Danmörku að tengsl séu á milli
Hog Riders-samtakanna og Hells
Angels. Frægt er þegar nokkrir
Hog Riders-félagar komu hingað
til lands fyrir rétt rúmu ári en voru
stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli.
mn: „No
comment."
andri@dv.is
Scanbikes Mótorhjóla-
tlmarit sem tengist Hells
Angels sterkum böndum.
áC
Sigurður Ingólfsson
Deilurhans við Hog
Riders ástæða
hótananna.
Hells Angels Nokkur P”
Islenskbifhjólasamtök |N>
vilja ganga i klúbbinn. Li'
Svo virðist sem átök sem Sig-
urður lenti í á skemmtistaðnum
Amsterdam við nokkkra meðlimi
Hog Riders-bifhjólasamtakanna
séu rót þess að nú er lýst eftir hon-
um af Hells Angels.
Fá punkta fyrir að ganga
frá Sigurði
Það var I mótorhjólatímaritinu
Scanbikes sem lýst var eftir Sig-
urði. Scanbikes er gefið út í Dan-
mörku, Svíþjóð og Noregi og teng-
ist Hells Angels-bifhjólasamtök-
unum sterkum böndum. Á öftustu
opnu sfðasta tölublaðs var að
finna tilkynningar frá Hells Angels
og þar er Sigurðar getið. Svo virð-
ist sem ein stærstu glæpasamtök
Norðurlandanna eigi eitthvað
sökótt við Sigurð. f tilkynningunni
í Scanbikes er látið í veðri vaka að
hver sá sem jafni sakirnar við Sig-
urð muni njóti velvildar hjá sam-
tökunum. Þeir sem ganga á Sigurð
muni vinna sér inn punkta hjá for-
ystusauðunum.
Hefndarbandalag
Þeir sem Hells Angels hafa lýst
eftir á þennan hátt í gegnum tíð-
ina hafa yfirleitt ekki átt von á
góðu. Hótanir, ofsóknir, ofbeldi
og í einstaka tilfellum morð hafa
fylgt í kjölfar þess að Hells Angels
gefi út yfirlýsingu sem þessa. Kjör-
orð samtakanna er að þeir sem
eitthvað eiga sökótt við einn með-
lim geta átt von á hefnd frá
Þeir komu hingað til lands í boði
íslenska klúbbsins Hrolls MC sem
er hluti af Hog Riders-samtökun-
um. Jóhann Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, sagði
þá að Hog Riders væru skipulögð
glæpasamtök og meðlimirnir
hingað komnir í leit að dópi, of-
beldi og konum.
DV náði ekki að tryggja sér ein-
tak af umræddu Scanbikes-tölu-
blaði í gær en ritstjórnarfull-
trúi tímaritsins í
Kaupmannhöfn
staðfestir að
Hells Angels hafi
komið tilkynn-
ingunni um eftir-
lýsingu Sigurðar í
blaðið. Aðspurð-
ur hvað slflc eftir-
lýsing fæli í sér
fýrir Sigurð Ing-
ólfsson, svaraði
ritstjórnarfulltrú-
HnP