Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Side 19
MÁNUCÍÁ&UR 14. NÓVEMBER 2005 19
0V Sport
85 þúsund fyrir
treyju Eiðs
Vefmiðillinn Fót-
bolti.net afhenti um
helgina styrktarfélagi
krabbameinssjúkra
bama 85 þúsund
krónur sem söfn-
uðust í uppboði á
landsliðstreyju
Eiðs Smára
Guðjohnsen fyrir-
liða sem var árituð af
landsliðsmönnunum. Nú
stendur yfir uppboð á
treyju Heiðars Helguson-
ar, leikmanns Fulhams,
en hún er árituð af leik-
mönnum liðsins. Söluverð-
mætið mun svo renna til Jó-
hanns Bjarnasonar sem
hefur lengi starfað með
UMFS á Dalvík en á nú við
veikindi að stríða.
íslenskur þjálfaraslagur í Meistaradeildinni
Bregenz vann Magdeburg
Dagur Sigurðsson og hans menn
í austurríska liðinu Bregenz gerðu
sér lítið fyrir og unnu stórlið Mag-
deburg, sem Alfreð Gíslason þjálfar,
í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í
gær. Þetta var fyrsti sigur Dags með
liðinu í Meistaradeildinni en hann
gerði það að verkum að Magdeburg
verður að sætta sig við annað sætið í
riðlinum, þar sem liðið er með lakari
árangur í innbyrðis viðureignum
gegn franska liðinu Montpellier,
sem sitja á toppnum Bregenz komst
þó ekki úr botnsætinu og er úr leik.
Dagur skoraði fimm mörk fyrir
Bregenz en úrslitin eru vissulega ein
þau bestu sem austurrískt félagshð
hefur náð þar í landi. Sigfús Sigurðs-
son skoraði eitt mark fyrir Mag-
deburg.
Ciudad Retd tryggði sér sigur í F-
riðli Meistaradeildarinnar með góð-
um ellefu marka sigri á ungverska
liðinu Fotox Veszprem. Fyrir leikinn
voru Ungverjarnir í efsta sæti riðils-
ins og í lokastöðu hans eru liðin jöfn
að stigum en stór sigur Ólafs Stef-
ánssonar og félaga í gær tryggir það
að innbyrðis árangur hðanna er
Spánverjunum í hag. Ólafur skoraði
sex mörk í leiknum
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði
tíu mörk og Róbert Gunnarsson þrjú
þegar hð þeirra, Gummersbach,
vann
Koper frá
Slóveníu, 42-22, í 16-
liða úrslitum Evrópu-
keppni félagsliða. Jaliesky
Garcia komst ekki á blað þeg-
ar að Göppingen vann Margar-
eten í sömu keppni í Vínarborg.
í þýsku úrvalsdeildinni skoraði
Snorri Steinn Guðjónsson sex mörk
fyrir Minden þegar liðið gerði jafn-
tefli, 30-30, við Lubbecke um helg-
ina. Þórir Ólafsson komst ekki á blað
hjá síðarnefnda liðinu. Róbert Sig-
hvatsson skoraði tvö mörk fyrir
Wetzlar sem vann Delitzsch, 30-24.
eirikurst@dv.is
Dagur Sigurðsson Skoraði
fimm mörk fyrir Bregenz í sigri
Itðsins á Magdeburg um helgina.
Búningsklefi
United
hleraður
The Sun greindi frá því
um helgina að blaðinu hafi
verið boðnar upptökur af
samskiptum þjálfara
og leikmanna í
búningsklefa
Manchester
United þegar hðið
mætti Chelsea um
síðustu helgi í
ensku úrvalsdeild-
inni. The Sun ákvað
hins vegar að birta ekki allt
það sem var á bandinu og
afhenti forráðamönnum
liðsins spólurnar. United
hefur þegar hafið rannsókn
á málinu en málið er hið
vandræðalegasta fyrir félag-
ið og víti til vamaðar fyrir
önnur félög á Englandi.
KR-FH ífyrsta
leikívor
Dregið var í töfluröð fyrir
komandi íslandsmót í
knattspyrnu, bæði í karla-
og kvennaflokki, um helg-
ina. íslandsmeistarar FH
mæta KR-ingum íVestur-
bænum í fyrsta leik en aðrir
leikir eru Breiðablik-Valur,
ÍBV-Keflavík, Víking-
ur-Fylkir og Grindavík-ÍA. I
lokaumferðinni bera hæst
leikir Vals og KR annars
vegar og Grindavíkur og FH
hins vegar. í fyrstu umferð
Landsbankadeildar kvenna
mætast Valur-Stjarnan,
-FH, Fylkir-Keflavík og
meiðablik-KR.
Kristján til
Grindavíkur
Kristján Valdimarsson
hefur ákveðið að ganga til liðs
við Grindavíkur en hann er
uppalinn Fylkismaður. Hann
fékk fá tækifæri hjá Fylki og
mun nú fá tækifæri á nýjum
vettvangi.
Úrslit leikja í gær
K A R L A R ICELAND EXPRESS >4ÉI
Hamar/Selfoss-Skallagr. 75-109
Þór-KR Frestað
Keflavik-Haukar 81-77
IR-Njarðvik 70-81
Snæfell-Fjölnir 130-94
fylgirfntt til
áskrífenda DV
MY SPACE
LISTGALLERI
21. ALDARINNAR
+ ALLT UM JÓLABÓKAFLÓÐIÐ