Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Síða 21
20 MÁNUDACUR 14. NÓVEMBER 2005
MÁMDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 Z1
Sport J3V
Bestu útlendingar
fc'. '!
Paolo Di Canio
Di Canio vai ekki eins vinsæll leikmaður og Zola á
alþjóðlegum mælikvarða, en hann hafði yfir svipuð-
um hæfileikum að ráða og var einn umdeildasti og
skrautlegasti leikmaður í sögu enskrar knattspymu.
Eftir að hafa leikið með nokkrum liðum á Ítalíu, fór
Di Canio til Skotlands, þar sem hann náði sér aldrei
á strik með liði Celtic. Þaðan fór hann til Sheffield
Wednesday þar sem hann blómstraði og átti frábært
tímabil. Skapsmunir hans komu honum þó fljótt f
vandræði og hann þurfti að taka út langt keppnis-
bann fyrir að hrinda dómara í leik með Wednesday,
sem varð til þess að hann gekk til liðs við West Ham
fyrir lítið fé. Þar hélt sýningin áfram í fjögur ár, þar
sem áhangendur Lundúnaliðsins voru áskrifendur
af glæsitilþrifum hans og dramatík. Manchester
United gerði ítrekaðar tilraunir til að krækja í Di
Canio, en allt kom fyrir ekki og Di Canio er nú að
leika með uppáhaldsliði sínu á ítalfu, Lazio, þar
sem segja má að skaphiti hans og uppátæki falli
beturíkramið.
Í >«
Franski vængmaðurinn síðhærði olli
miklu fjaðrafoki þegar hann kom inn í deUd-
ina á sínum tíma, hvort sem það var fyrir
glæsilegar rispur upp kantana, umdeildar
yfirlýsingar um eigin getu eða sjampóaug-
lýsingar. Ginola vann hug og hjörtu
Newcastle-aðdáenda fyrstu tvö árin sín í
deildinni, en á White Hart Lane í Lundúnum
þar sem hann lék með Tottenham á hátindi
ferilsins er hann einfaldlega í guðatölu. Þótt
hann safnaði ekki miklu silfri í tíð sinni í
Norður-Lundún-
um, var Ginola
alltaf einn af betri
leikmönnum deildarinnar og árið 1999 var
hann kjörinn tvöfaldur leikmaður ársins,
þótt liðinu gengi tiltölulega illa f deildar-
keppninni. Ginola var oft umdeildur fyrir
ákvarðanir sínar á vellinum, en engum dylst
að þar var á ferðinni einstaklega hæfileika-
ríkur knattspyrnumaður.
K- 9
■36».
Jurgen
Klinsmann
Það tók þýska markahrókinn Jurgen
Klinsmann aðeins 18 mánuði að verða
goðsögn á White Hart Lane, þar sem
hann lék með liði Tottenham tímabilið
1994-95. Stuðningsmenn Tottenham
voru margir hverjir efins um að Klins-
mann gæti látið að sér kveða á
Englandi, því hann hafði orð á sér fyrir
leikaraskap og leiðindatilburði í teig
andstæðinganna. Þessi stimpill var þó
fljótur að fara af honum þegar hann
byrjaði að raða inn mörkunmn fyrir
Totttenham og hann lauk leiktíðinni
sem markahæsti maðurinn í efstu
deild og var kosinn leikmaður ársins
af blaðamönnum. Eins og til að und-
irstrika stöðu sína sem goðsögn í
sögu liðsins sneri hann aftur til fé-
lagsins árið 1997 þegra liðið var í fall-
baráttu og bókstaflega skaut liðinu á
lygnan sjó þegar hann raðaði inn
mörkum í lokaleikjum mótsins.
Til að gera sér grein fyrir snilli danska markvarð-
arins Peter Scmeichel, þarf ekki annað en að horfa til
þess hve illa Manchester United hefur gengið að fyila
skarð hans síðan hann fór frá félaginu. Eric Cantona
skoraði mMvæg mörk fyrir United, en það var
Scmeichel sem sá um hlutina á hinum enda vailarins
og llkamlegir burðir hans, skipulag og leiðtogahæfi-
leikar gerðu það að verkum að hann er einn besti
markvörður sem leikið hefur á Englandi. Scmeichel
var ótrúlega sigursæll og vann ógrynni titla með
bæði landsliði sínu og félagsliðum í Evrópu. Síðasti
leikur hans með Manchester United var lýsandi fyrir
feril hans, en það var leikurinn sem tryggði United
þrennuna stórkostlegu með sigri á Bayem Munchen
árið 1999 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
mi Sport
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 21
Patrick Vieira
Viera kom til Arsenal eftir misheppnaða vist á Ítalíu, rétt eins og Bergkamp, en ólíkt þeim
hollenska náði hann fljótlega að láta hart að sér kveða á Englandi með þeim hæfileikum sem
hafa gert hann að einum besta miðjumanni í úrvalsdeildinni á síðasta áratug. Vieira hefur alltaf
verið mjög harður leikmaður og vinnusamur, en góðar sendingar og mikil yfirferð em meðal
þess sem gera hann að þeim klassaleikmanni sem hann er. Hann hélt því oft á tíðum fram að
hann væri lagður í einelti af dómurum, en sum hinna íjölmörgu rauðu spjalda sem hann fékk
á ferlinum átti hann fyililega skilin fyrir skapvonsku og grófan leik. Ljóst er þó að skarðið, sem
hann skilur eftir í liði Arsenal þegar hann gengur til liðs við Juventus, verður ekki auðfyllt.
Eric Cantona
Cantona var útlendingurinn sem lagði línumar deild og bikar. Það var oftar en ekki Cantona sjálf-
Margir gætu furðað sig á því að maður, sem
sjaldan tekur menn á eða leggur upp mörk og
hefur aldrei skorað mark fyrir utan vítateig, skuli
vera valinn einn besti útlendingurinn til að leika í
fyrir þá miklu innreið sem síðar hefur orðið í ensku ur sem rak endahnútinn á fjölmarga 1 -0 sigra liðs- • ensku úrvalsdeildinni. Það er ekki hægt að líta
knattspymunni og hefur gert hana að skemmtileg-
ustu deild í heimi. Það eina sem Cantona tókst
ekki á meðan hann spilaði á Englandi var að vinna
Evrópubikar, en það gleymist fljótt þegar horft er
til þess hve ótrúlega sigursæll hann var í úrvals-
deildinni. Hann var settur í níu mánaða keppnis-
bann fyrir líkamsárás á áhorfanda í leik, en svo
sneri þessi litríki franski leikmaður aftur og leiddi
ungt lið Manchester United til tvöfalds sigurs í
ins og það gerði hann meðal annars í mikilvægum
útisigri á meistaraefrium Newcastíe og í bikarúr-
slitaleiknum gegn Liverpool.
Cantona bar við leiða þegar hann lagði skóna á
hilluna aðeins 31s árs gamall, en hafði þá þegar
skipað sér sess sem goðsögnin sem lagði grunninn
að nýjum kafla í sigursögu Manchester United,
sem og einn allra besti leikmaður sem spilað hefur
á Englandi.
framjá manni sem skorar annað eins af mörkum
og Nistelrooy hefur gert síðan hann kom til
United frá Hollandi. Eins og sást í fyrra, þegar Ni-
stelrooy átti við meiðsli að stríða, er hann langt í
frá sami leikmaður þegar hann er ekki að skora
mörk. Þegar hann er í stuði.er hann aftur á móti
einn sá eitraðasti í bransanum, eins og tveir
markakóngstitlar hans á Englandi og ótrúlegur
fyöldi marka hans í Meistaradeildinni bera með
sér.
t
Gianfranco Zola
Margir vilja meina að aldrei eigi eftir að koma
fram útíendingur sem verði eins vinsæll og hinn
smávaxni Sardínubúi, Gianfranco Zola, sem Chel-
sea keypti frá ítalska liðinu Parma árið 1996. Þá var
Chelsea lið sem var þekkt fyrir að sanka að sér fyrr-
um stórstjömum sem vora við það að leggja skóna
á hilluna, en Zola féll aldrei imdir þann hatt. Hann
vann alla knattspymuáhugamenn á sitt band með
leikgleði sinni og glæsilegum tilþrifum. Það var
líka Zola sem tryggði liði Chelsea fyrsta titil sinn í
26 ár, þegar hann átti stóran þátt í því að Chelsea
vann enska bikarinn árið 1997 og urðu Evrópu-
meistarar bikarhafa árið á eftir, þar sem Zola skor-
aði sigurmarkið 20 sekúndum eftir að hann kom
inná sem varamaður í leiknmn. Zola var sárt sakn-
að þegar hann yfirgaf England og sneri aftur til
ítaÚu í lok ferils síns, sem lauk fyrir skömmu.
Dennis
Bergkamp
Kaupin á „Hollendingnum fljúgandi" fyrir
stórfé á sínum tíma virtust vera rnikið lotterí fyrir
Arsenal, því þessi fyrrum leikmaður Ajax í
Hoflandi hafði ekki náð sér á strik með liði Inter á
ítaflu. Það tók hann að vísu tvö ár að ná sér almennilega á strik með Arsenal og menn vora
famir að tala um að kaupin á honum hefðu verið hræðileg mistök, en þau áttu engu að síður
eftir að borga sig margfalt. Það var öðra fremur koma knattspymustjórans Arsenes Wenger
sem hleypti lífi í feril Bergkamp á Englandi og samvinna þeirra Ians Wright, Nicolas Anelka
og nú síðast Thierrys Henry, átti stóran þátt í að gera Arsenal að því sigursæla liði sem það
hefur verið aflar götur síðan. Bergkamp var meðal annars valinn leikmaður ársins á Englandi
árið 1998, þegar hann var maðurinn á bak við tvöfaldan sigur Arsenal í deild og bikar.