Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Side 32
32 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005
Menning
ÞRÖSTUR HELGASON hinn virti og
vitri ritstjóri Lesbók-
ar Moggans rýkur
upp f málgagni sínu
á laugardag og
heimtar hundrað
milljónir (þýðingar-
sjóð. Rökin eru þau
að við lærum ekki
að hugsa á íslensku
nema við þýðum og
þýðum - á bækur.
Þröstur Helga-
son ritstjóri.
Umsjón: Páil Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
Geirlaugs minnst
Iminningu Geirlaugs Magnússonarskálds verður efnt
til Skáldaspirukvölds i Iðu annað kvöld kl. 20. Nokkrar
skáldastjörnur iesa upp úr verkum Geirlaugs Magnús-
sonar sem er eitt okkar besta Ijóðskáld. Geirlaugur and-
aðist nýverið aðeins 6 7 árs að aldri en skildi eftir sig tvö
fullkláruð handrit. Annað er komið ut á vegum Lafleur
útgáfunnar: Andljóð og önnur og verður lesið úr þeirri
bók sem og úr öðrum eldri verkum Geirlaugs. Nokkur
stórskáld, sem stóðu honum nærri, lesa upp úr verkum
Geirlaugs: Benedikt S. Lafleur útgefandi kynnir Geir-
laugog les nokkur Ijóð úr nýju bókinni. Þá lesa upp úr
verkum Geiriaugs skáldin: Gyrðir EUasson, Bragi
Úlafsson, ÓskarArni Óskarsson og Einar Ólafsson.
Nýja bókin verður til sölu hjá Iðuá vildarverði.
Geirlaugur Magnússon
skáld.
Skuggabörn, sögur ReynisTraustasonar af
lánlausum einstaklingum, sem þvælast milli
sölu og neyslu, fiknar og fangelsa, meðferða og
afbrota, eru ekki nýjar sögur heldur gamlar.
Höfundurinn rýnir dýpra og lengra undir
djúpa bakka samfélagsins.
Reynir Traustason ritstjóri og
rithöfundur Rannsókn hans á að-
stæðum sprautufíkla er sú ftarleg-
asta sem við eigum aðgang að enn
umsinnhérálandi.
ÞAÐ ERU ÞÝÐINGAR. Hvað ertu að
fokka i mér, segja krakkarnir. Gamla
fokkið sem hefur riðið ensku götu-
máli (nær tvo áratugi er sest að (
talmáli Islensku þjóðarinnar og litlar
líkur á að þv( linni. En á tunginni
hefur það umbreyst, lagað sig:
Vertu ekki að fokka svona í hausn-
um á mér!
*
r-
NÝLEGA SATU spyrlar Sky gáttaðir
fyrir fram enskan fræðimann (
slangri. Hann hafði sagt þeim að á
götum borga
Englands væri
þróun svo hröð í
slangri að henni væri ekki lengur
fýlgt. Nýyrðasmíð, afleiddar myndir
komnar úr deiglu óllkra menningar-
kima gamla heímsveldisins þytu um
samfélagsvefinn eftir nýjum leiður:
blogg, sms-boðin og gemsatalið
splttaði upp málið sem væri þrátt
fyrir allt ekki dauður bókstafur held-
ur lifandi flaumur sem stæði út úr
þjóðinni eða þjóðarbrotunum, þvi
það er víst ekki lengur kórrétt að
tala um eina þjóð I löndunum,
heimarnir eru margir á eylöndum.
HVAR ERU fínu þýðingarnar á bók-
um í flaumnum? Þær eru ekki (
straumnum sem brýtur leið, þær eru
langt á eftir, rétt eins og fjasið (
skáldunum. Bloggiö er rétt stigið
inn i íslenskan skáldaheim, niður-
brotið stytt og stefjað málið úr sms-
inu hefur enn ekki sést í Ijóðlistinni,
ekki einu sinni í dægurlögunum,
hvað þá það hafi ratað á sviðið eða
inn (bundna kili sögunnar.
ERU SKÁLDIN okkar svona ónæm?
Fylgjast þau ekki með lengur? Sög-
ur nútimans virðast frekar skráðar á
ný vikurit blaðanna, i stuttum pistl-
um og viðtölum í blöðunum sjálf-
um, á fréttum af sjálfinu á bloggi
eða dramatiskum og fáranlegum
sögum af mannlífinu sem sum blöð
hafa meiri áhuga á en önnur sem
eru mest fyrir hið festilega opinbera
og viðurkennda l(f.
HUNDRAÐ MILLJÓNIR bjarga ekki
tjáningunni og tungutakinu. Stór
hluti menntastéttarinnar virðist enn
vera sömu skoðunar og Rasmus
Christian Rask var á
fyrstu áratugum
nltjándu aldar að
tungumálinu verðir
stýrt. Það heft og
„bætt". Rask átti jú
að hafa bjargað ís-
lenskri tungu. Frá
hverjum -jú ís-
lendingum. Að
henda hundrað millj-
ónum í þýðingarsjóð
til að fleiri höfuðrit hámenningar
heimsins verði til i stirðlegum og
ævinlega umdeilanlegum túlkunum
bjargar ekki tungumálinu. Það
bjargar sér sjálft í lifandi munni
þeirra sem hafa eitthvað að segja.
Rasmus
Christian Rask
málfræðingur.
Frásagnir af fíkniefnaheiminum
eru legíó: tímarit, kvikmyndir og
sjónvarpsefni draga upp staðlaða
mynd af kimanum sem neytendur
hanga í og látlausar fréttir má lesa í
fjölmiðlum um hvernig framferði
fíkla er orðið: ofbeldi, stærri upp-
hæðir í sölu og víðara net í dreif-
ingu.
Hending ráði
Vitund um fíknina sem tifandi
fyrirbæri í samfélaginu er aftur ekki
skýr þó merkin um hana blasi víðar
við. Óseðjandi hungur í snögga
mettun er helsta einkenni samfé-
lagsins og fíknirnar eru margar. Er
Reynir Traustason kemst að þeirri
niðurstöðu í rannsóknarriti sínu að
orsakir fíkniefnaneyslu sér félags-
legar, staðnæmist hann ekki frekar
við það og útskýrir mál sitt. í þeim
fimm stóru dæmum sem hann rek-
ur í sögu sinni, með nokkrum mis-
skýrum hliðardæmum, dvelur
hann mest við daglega önn fíkla.
Hann gefur til kynna bakgrunn
þessara einstaklinga, kafar ekki í
hann, það er engu líkara en að
hann sé þeirrar vissu að það sé
nánast ólán, hending, tilviljun sem
ráði að einstaklingur leggst í
efnafíkn.
Fréttir eitt, saga annað
Það er eiginlega sama hvaða
fíkn er skoðuð: öll á hún sér upphaf
í djúpum leiða: kaupæðið, brenni-
vín, spil, kynbusl, dóp. Gallinn við
dópið er sá að það villir manninn
nokkra hríð en leiðinn heldur
áfram. Og gallinn við frásögur af
dópistum er sá að tilvera þeirra er
svo skelfing ómerkileg og leiðinleg.
Nú er engum blöðum að fletta
að Reynir er sögumaður: söguefni
heltaka hann og hann er næmur að
draga fram dramatíska punkta tii
að halda áhuga áheyrenda vakandi.
Þetta er hinn munnlegi partur
þeirra hefðar sem hann er sprott-
inn úr.
Fréttamaðurinn Reynir nær síð-
an að slá þessari stemningu inn í
stuttar fréttir sem samandregnar
geta breyst í viðamikil og marg-
brotin misferli eins sumar tarnir
hans í rannsóknarblaðamennsku
hafa leitt leitt í ljós. Bók sem byggir
á mörgum samhliða sögum er ann-
að.
Enginn skáldskapur
Skuggabörn gætu hæglega verið
skáldsaga. Ég hef enga ástæðu til að
efast um neitt sem í bókinni er
greint. Reynir vill gefa heiðarlega
mynd af viðfangsefni sínu. Hann
færir í stílinn þegar hann stekkur
inn í vitund persónu og sviðsetur
eins og rómanhöfundur. Verkið allt
byggir á langri atrennu að ná trún-
aði við fáeina einstaklinga í fíkni-
efnaheiminum og kynnast lífi
þeirra og lýsa upp þeirra heim,
mest byggt á þeirra eigin frásögum.
Hugvitsamleg bygging
Þetta er allt sögur dregnar fáum
dráttum og keimlíkar. Reynir er
með margar sögur í gangi, fleygar
ffásögnina en lætur hana ganga í
mismunandi tímaröð. Sumar sögur
endar hann í bláupphafi og rekur
svo aftur. Byggingin á verkinu er
markviss og hugvitsamleg.
Stíllinn er einfaldur og reyfara-
kenndur, lýsingar á viðmóti ein-
staklinga víða yfirborðskenndar,
„stingandi augu ... hörkulegur á
ik,
Reynir Traustason
Skuggabörn
Vaka Helgafell
Verð 4.990 kr.
★ ★☆
W W H
Bókmenntir
svip". Mér sýnist á öllu að verkinu
hafi verið hespað af í fáum törnum,
yngstu kaflarnir eru frá því október.
Höfundi og útgáfu hefur legið á og
það sést á verkinu. Það er hrátt.
Látlítil leiðindi
Sökum þess hvað efniviðurinn,
látlítil leiðinleg neysla, er tilbrigða-
lítill og endurtekningasamur verð-
ur Reynir að stilla sögunum svo
saman að hann leggi spennu á móti
lággengi. Meðan lesandinn er að
kynnast söguheiminum og helstu
persónum hans duga nýmælin til
að halda uppi athyglinni en um
miðbik verksins hættir sögumaður-
inn að hafa vald á lesanda. Svo
rækilega hefur lesandi þá kynnst
flestum þeirra sem við sögu koma
að örlög þeirra varða hann ekki
meir. Manni verður einfaldlega
skítsama um þetta lið: það eru eng-
ar þær hliðar dregnar fram á þess-
um einstaklingum svo lesandi tengi
við þær tilfinningalega.
Þetta er fólk sem er fyrst og
fremst óheiðarlegt gagnvart sjáifú
sér og síðan öllum öðrum.
Fleiri fíknir
Höfundurinn gerir bara eina
fíkn að umtalsefni í þessu verki:
efnafíknina eða sælu þess lyfjaða.
Hér eru fleiri fíknir á ferðinni:
gróðafíknin er sterk í heimi
efnafíkla. Það vill komást yfir skjót-
fenginn gróða án mikillar fyrirhafn-
ar.
Önnur fíkn sem er rík í þessu
liði: það er öryggisfíknin - það þrá-
ir allt hið settlega borgaraléga líf
sem það í næstu hendingu hrækir
á.
Þriðja fíknin sem hefur heltekið
það er sóknin eftir hinum ytri tákn-
um auðs og valda sem gjarnan ein-
kenni þess fólks sem ekíd er nóg af
sjálfu sér og þarf skilti tii að stækka
sig, hæla til að hækka sig. En þessar
fíknir eru ekki á athugunarsviði
höfundarins.
ítarleg úttekt
Allir höfundar setja saman sög-
ur til að ná til lesenda, útgefendur
gefa út til að selja bækur. Báðum
gengur til erindi að ná sambandi og
hagnaði. Skuggaböm verður að
teljast ein ítarlegasta úttkekt á
þessum heimi sem hér hefur birst
um nokkurt skeið. Framundan er
sýning heimildarmyndar um rann-
sóknarvinnu höfundarins og
vinnslu bókarinnar. Hún verður
sýnd á ríkissjónvarpinu, rétt einu
og hálfu ári eftir að sama sjón-
svarpstöð sýndi aðra íslenska
þáttaröð um sama efni.
Ógnin mest
Reynir telur fíkniefnavandann
stærstu ógn sem íslenskt samfélag
býr við. Hann og allir þeir sem em
að vekja athygli á þeirri ógn rata
svipaðar leiðir að efni sínu. En sag-
an sýnir að þau meðul hrífa lítið.
Öll merki eru uppi að í því máli
gangi þjóðin öll í stórri sjálfstæðis-
samfylkingu með opin augu inn í
ógnina miðja, reiðubúin að fórna
þeim sem ánetjast með þeim
hörmungum sem fylgja og skaða
sem vinnst.
Páll Baldvin Baldvinsson