Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1956, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.01.1956, Blaðsíða 10
4 SÍMABLAÐIÐ um njóta sömu kjarabóta og almennt hafa orðið með núgildandi launalögum, enda taki það gildi frá 1. jan. s.l. 50 félagar sátu þennan fund. ★ Að kosningum loknum kom hið ný- kjörna félagsráð, sem nú er í fyrsta sinn skipað 17 mönnum, saman 23. marz til að kjósa framkvæmdastjórn o. fl. Framkvæmdastjórnin var öll endur- kosin en hána skipa: Jón Kárason, formaður. Sæmundur Símonarson, varaform. Agnar Stefánsson, ritari. Aðalsteinn Norberg, gjaldkeri. Kosinn var fulltrúi félagsins í Starfs- mannaráð L.Í., Andrés G. Þormar og varamaður hans, Agnar Stefánsson, en sem kunnugt er, er formaður framkv,- stjórnar sjálfkjörinn og varamaður hans varaformaður. ★ Seinnihluti aðalfundar var haldinn 27. marz. Þar var lýst kosningum í fé- lagsráð, framkvæmdastjórn og starfs- mannaráð. Kosnir endurskoðendur fé- lagsreikninga (Snorri Lárusson og Gunnar Böðvarsson, báðir endurkosnir) og 11 fulltrúar og 11 til vara, á þing B.S.R.B. Eftirtaldir félagar voru kosn- ir aðalfulltrúar: Jón Kárason, Andrés G. Þormar, Karl Vilhjálmsson, Sæmundur Símonarson, Agnar Stefánsson, Aðalsteinn Norberg, Jón Tómasson, Vilborg Björnsdóttir, Kristján Snorrason, Lára Jónsdóttir, Árni Egilsson. Fjórir fyrstu varafulltrúar: Guðlaugur Guðjónsson, Guðmundur Jónsson, Haukur Erlendsson, Guðrún Þorvaldsdttir. Atkvæðagreiðsla fór fram um reikn- inga félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða. Er greiða skyldi atkvæði um tillögu stjórnarinnar um félagsgjöldin kom fram ný tillaga frá Guðmundi Jónssyni (hann hafði verið með í að ræða og samþykkja tillöguna í félagsráði og einnig á fyrrihluta aðalfundar) og 6 símameyjum svohljóðandi: „Leggjum til að starfsfólk í 12 launa- flokki og flokkum þar fyrir ofan (13— 14) greiði í félagsgjöld kr. 150,00, á ári, starfsfólk í 11 launaflokki og flokk- unum þar fyrir neðan (10—9—7) greiði í félagsgjöld kr. 250,00 árlega." Eftir nokkrar umræður var tillaga þessi samþykkt með meirihluta atkv. og þar með felld tillaga stjórnarinnar. Á þessum fundi kvaddi formaður, fyrir hönd félagsins, Maríus Helgason sem var á förum til ísafjarðar að taka þar við umdæmisstjórastöðunni, og þar með víkja úr okkar félagsskap. Þakkaði formaður honum mörg og vel unnin störf í þágu félagsins, og símamanna- stéttarinnar í heild. Stóðu fundarmenn úr sætum sínum og tóku undir kveðjur og heillaóskir formanns með ferföldu húrrahrópi. Þakkaði Maríus hlý orð og kveðjur, en kvaðst vona, að hann ætti eftir að starfa fyrir F.Í.S. þó síðar væri, því að það væri álit sitt að F.Í.S. og F.F.P.S. ættu eftir að renna saman aftur, og þar með öll símamannastéttin að standa sem einn maður. Kvaddi hann síðan fundinn og óskaði fundarmönnum og F.l.S. allra heilla. Agnar Stefánsson, ritari. ■-------•--------

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.