Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1956, Blaðsíða 26

Símablaðið - 01.01.1956, Blaðsíða 26
20 SIMABLAÐIÐ Talsímakona á 1 fl. B-stö'ö skrifar: Mig langar til að biðja Símablaðið fyrir nokkrar línur til starfssystra minna á 1 fl B-stöðvum, sem ekki eru enn í neinum félagssamtökum. Vilja nú ekki einhverjar af elztu stúlk- unum í þessu starfi, eða einhverjar, sem eru félagsvanar, beita sér fyrir samtök- um okkar í milli? Við eigum mörg sam- eiginleg hagsmunamál og áhugamál, sem við þurfum að vinna að, og erum víst eini starfshópurinn í þjónustu Landssímans, sem hvergi eigum höfði að að halla. En hvernig ættu þessi sam- tök að vera? Ég held, að við yrðum að hafa þau í sama formi og stöðvarstjórarnir, og þá vil ég spyrja Símablaðið, ogbiðja um svar, hvort nokkuð er því til fyrirstöðu, að við gætum verið deild í F.I.S. Ann- ars værum við ekki vel settar. Símastúllca á 1 fl. B-stöö. Símablaðinu er ánægja að koma þess- ari orðsendingu til hlutaðeigenda, — og vill undirstrika innihald hennar. Á félagsráðsfundum F.I.S. hefur oft verið rætt um samtök þessara síma- stúlkna og hvernig þeim yrði bezt fyrir komið. Og Símablaðið telur víst, að sam- tök þeirra gæti orðið deild í F.I.S. Með reglugerð um launakjör á Síma- stöðvunum er þessum stúlkum ákveðin lífvænleg laun og fastur starfstími. Þær eru ráðnar sem starfsstúlkur Landssím- SÍMABLAÐIÐ er gefið út af Félagi ísl. símamanna. Ritstjóri: A. G. Þormar. Auglýsingastjóri: Júlíus Pálsson. Félagsprentsmiðj an. ans, og verða því frá sjónarmiði F.I.S., að heyra undir lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Um það eru þó deildar meiningar utan F.I.S. Réttast og auðveldast myndi vera, að þessar stúlkur, einhverjar, sem taka vildu forystuna, sneru sér til fram- kvæmdastjórnar F.I.S. og bæði hana um aðstoð til að stofna þessa félags- deild, og fá hana samþykkta í félags- ráði. Og umfram allt ætti þessar stúlkur ekki að láta það dragast, að kaupa sér réttindi í Lífeyrissjóði starfsmanna rík- isins. I sambandi við það, sem sagt er hér að framan, vill Símablaðið einnig vekja athygli þeirra símastjóra í 1. fl. B- stöðvum, sem enn greiða ekki iðgjald í Lífeyrissjóð, að kippa því í lag. — Af óskiljanlegum ástæðum hafa mistök orðið á því. En þessum starfsmönnum ber skylda til að kaupa sér þenna líf- eyri, og því fé er sannarlega ekki kast- að á glæ. —'k—

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.