Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1956, Blaðsíða 18

Símablaðið - 01.01.1956, Blaðsíða 18
19 SIMABLAÐIÐ Signrður Þorkelsson yfirv erkfræðingur er fæddur á Akureyri 1. febrúar 1914. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1932. Hóf nám í síma- verkfræði við tækniháskólann í Kaup- mannahöfn árið 1933. Lauk burtfarar- prófi þaðan í janúar 1939. Starfaði sem verkfræðingur við „Post- og Telegraf- væsenet“ í Kaupmannahöfn, sem hér greinir: 15.2. ’39—30.4. ’40 við „Radioingeni- örtjenesten". 1.5 ’40—30.9. ’40 við „Förste Ingeniördistrikt“. 1.10 ’40— 31.5 ’45 við „Radioingeniörtjenesten". 1.6.’45—31.8.45 við „Generaldirektor- atet“. Hinn 1. september 1945 réðist hann til landssímans og vann þar við ýmis radíótæknistörf. Hinn 1. febrúar 1946 réðist hann til flugmálastjórnarinnar. Vann þar að undirbúningi radíóþjón- ustu flugsins. Við samning, gerðan í lok september 1946, milli póst- og síma- málastjórnarinnar og flugmálastjórnar- innar, fluttist hann aftur til landssím- ans með óskertum réttindum. Frá þeim tíma hefur hann haft umsjón með radíó- framkvæmdum á vegum landssímans. Hann hefur haft á hendi kennslu við tækninámskeið Landssímans. Maríns Helgason umdæmisstjóri, Isafirði. Er fæddur 22. des. 1906. Hann lauk loftskeytaprófi 1925 og starfaði síðan sem loftskeytamaður á togurum. 1 júní árið 1934 gekk hann í þjónustu Landssímans og var loftskeytamaður á Tfa til ársins 1942, er hann fluttist á ritsímastöðina í Rvík. Var hann skip- aður símritari 1. jan. 1938. 1. jan. 1951 var hann skipaður varð- stjóri við ritsímann. Umdæmisstjóri á Isafirði hefur hann nú verið skipaður frá 1. apríl 1956. Maríus hefur tekið mikinn þátt í fé- lagslífi F.I.S., átt oft sæti í félagsstjórn og félagsráði. — Verið fulltrúi F.I.S. í Starfsmannaráði Landssímans og á

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.