Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1956, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.01.1956, Blaðsíða 15
SÍMAB LAÐIÐ n því, að þeir væru nýbúnir að fá í hend- ur starfsmannareglurnar, og þar væri skýrt tekið fram að allt vaktafólk skuli skila 36 stunda vinnuviku og fá greitt álag á þá tíma, sem unnir væru frá kl. 21,00 til kl. 8,00 að morgni. Þeir töldu sig ekki hafa vitað um þessi ákvæði starfsmannareglnanna, þar sem þeir hefðu ekki séð þær fyrr. Hins vegar sögðu þeir að póst- og símastjórnin hefði sent þeim skipunarbréf strax og þeir komu í þjónustu stofnunarinnar. 1 þeim væri tekið fram, að þeir séu skip- aðir starfsmenn Loranstöðvarinnar í XII launafl., en með tilliti til þess, að vinnutími þeirra yrði til jafnaðar 42 stundir á viku skyldu þeir fá útborguð hámarkslaun í 11 launaflokki. Hiits vegar var tekið fram, að þeir fengju full réttindi til sumar- og vetrarleyfa, veikindaforfalla o. þ. 1. frá þeim tíma, sem þeir hófu starf hjá Flugmálastjórn- inni. En svo sem kunnugt er, rak flug- málastjórnin Loranstöðina áður en póst- og símamálastjórnin tók við henni árið 1951. Tímaverðirnir fólu stjórn F.Í.S. að vinna að því að fá viðurkenndan vinnu- tíma þeirra, sem og annars vaktafólks, og fóru fram á, að sá vinnutími yrði viðurkenndur frá því að þeir gerðust starfsmenn póst- og símamálastjórnar- innar. Póst- og símamálastjórnin synj- aði þessum kröfum, en taldi að með því að taka við skipunarbréfunum athuga- semdalaust, hefðu tímaverðirnir viður- kennt og samþykkt þessi umræddu kjör. Um svipað leyti og þetta gerðist, átti lögfræðingur félagsins, dr. Gunnlaug- ur Þórðarson, í samningum við póst- og símamálastjórnina um ýmsar van- greiðslur, sem samkomulag náðist um, og varð póst- og símamálastjórnin að greiða aftur í tímann vangreidd laun, sem námu tugum þúsunda króna. Hins vegar náðist ekki samkomulag um kröf- ur tímavarðanna, enda þótt lögfræðing- ur okkar biði allverulegan afslátt frá upphaflegum kröfum þeirra. Stjórn F. I.S. ákvað því að fela dr. Gunnlaugi Þórðarsyni að höfða prófmál fyrir einn af fimmmenningunum og varð Jónas Tr. Gunnarsson fyrir valinu. Á meðan dr. Gunnlaugur var að undirbúa málið tókst stjórn F.I.S. að fá viðurkenndan umræddan vinnutíma frá áramótum 1954. Við það hækkuðu laun þessara að- ila um rúmar kr. 800.00 á mán. í álags og aukavinnu. Stuttu seinna höfðaði svo lögfræðingurinn mál á hendur síma- stjórninni og gerði þá fullar kröfur til vangreiddra álags og yfirvinnutíma frá árinu 1951, ásamt vöxtum og málskostn- aði. Getur sú upphæð numið hundruð- um þúsunda kr. til 5 manna. Hefur nú dómur fallið um það í und- irrétti, eins og fyrr er sagt. Eg held það sé ekki ástæða til að fara fleiri orðum um þetta mál. Ég vil að- eins nota tækifærið og þakka dr. Gunn- laugi Þórðarsyni fyrir hans ágæta þátt í því, ásamt öðrum fyrirgreiðslum, sem hann hefur innt af hendi fyrir stjórn F.I. S. Þá vil ég hvetja umboðsmenn félags- ins til að fylgjast með því, að starfs- mannareglurnar séu ekki brotnar á fé- lögum okkar. Stjórninni er kunnugt um, að á stöku stað úti á landi er misbrest- ur á þessu, og er starfandi nefnd til að leita tæmandi upplýsinga um vinnutíma og vaktaskipan á öllum ritsímastöðvun- um og stærstu landssímastöðvunum. Nefnd þessi er um það bil að skila af

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.