Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1956, Blaðsíða 20

Símablaðið - 01.01.1956, Blaðsíða 20
14 SÍMABLAÐIÐ TVÖ MERKIS-ÁR. Árið 1955 var að þrennu leyti merkis- ár í sögu símamannastéttarinnar: Þá voru liðin 40 ár frá stofnun F.I.S., út- komu Símablaðsins (Elektron) og frá því sett voru lög um verkföll opinberra starfsmanna, er voru afleiðing af launa- baráttu símamannastéttarinnar. Árið 1956 er merkisár í sögu síma- stofnunarinnar, — þar sem hún á 50 ára afmæli 29. sept. — og á árinu læt- ur af störfum sá landssímastjóri, sem lengst hefur gegnt þessu, einu ábyrgð- armest embætti hér á landi. Eins og áður hefur verið getið, hefur verið ákveðið að minnast afmælis stofn- unarinnar með hátíðahaldi. Þá er og í undirbúningi útgáfa minningarrits í til- efni þessara tímamóta í sögu stofnunar- innar. *» —'k— Símamálaráðherra hefur veitt Einari Pálssyni skrifstofustjóra 6 mánaða or- lof frá 1. apríl. Mun hér um að ræða eins konar uppbót á óteknum sumarleif- um. ★ Teiknistofa Landssímans er nú flutt í viðbyggingu símahússins (1. marz) á 4. hæð. Er það eina starfsdeilin, sem þangað hefur verið flutt í framtíðar- húsakynni sín. Hins vegar er mest af skrifstofum hússins nú í bili notað til bráðabirgða. Endurskoðun Landssímans hefur í bili verið flutt á 5. hæð gamla símahúss- ins, þar sem teiknistofan var til húsa. Skipulagsmál hafa ekki verið hin sterka hlið stofnunarinnar. En eitt af því fyrsta, er hinn nýi póst- og síma- málastjóri hófst handa um, var að fá staðfestingu ráðherra á reglugerð um yfirstjórn stofnunarinnar. Mun ætlun hans, í samræmi við þá reglugerð, að draga skarpari línur en verið hafa, um verkaskiptingu milli hinna einstöku deilda og starfsmanna. Má því vænta, að greiðast muni úr því öngþveiti, sem nú er í þessum efn- um, — og að draga muni úr þeim landa- merkjaþrætum, sem að vísu hafa á stundum haft á sér nokkuð skoplegan blæ, til gamans þeim, sem gæddir eru Teiknistofan: Röffnvaldur Ólafsson, Árni Sveinbjörnsson, Guðrún Ágústsdóttir.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.