Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Síða 14
74 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005
Fréttir W
Einar Örn Sigurðsson, fangi á Kvíabryggju, sendi DV eftirfarandi bréf. Hann vill segja sína sögu.
Aö sannleikurinn komi í ljós. Einar er betur þekktur sem Einsi glæpur og tók þátt í heimildar-
mynd þeirra Lýðs Árnasonar, Þórhalls Gunnarssonar og ReynisTraustasonar. Hann kynntist Katrínu
Emmu Maríudóttur Hale, bráðhuggulegri ungri stúlku, árið 2001 en hún lést í bílslysi á leið heim
frá heimsókn til Einsa á Litla-Hraun.
Sannleikurinn
um Einsa glæp
Mig langar að láta í ljós skoðun mína á heimildarmyndinni
Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason. Ég er
einn þeirra sem komu fram í Skuggabörnum og vil ég hér
með lýsa yfir töluverðum vonbrigðum með útkomu mynd-
arinnar, sem gerð var í samstarfi við Reyni Traustason, þeg-
ar hann vann við gerð bókar sem ber sama titil og myndin.
í fyrsta lagi vil ég lýsa aðdrag-
andanum að því að ég ákvað að taka
þátt í gerð áðumefndrar myndar og
bókar.
Ég kynntist ungri, efnilegri og
bráðhuggulegri stiílku árið 2001.
Hún hét Katrín Emma Maríudóttir
Hale. Því miður kynntumst við við
erfiðar aðstæður. Við vomm bæði í
töluverðri neyslu fíkniefha og l£k-
lega hef ég aldrei verið dýpra sokk-
inn en einmitt þá. En þrátt fyrir það
tókust með okkur góð kynni og vin-
skapur.
Fáeinum mánuðum síðar lenti
ég í fangelsi, austur á Litla-Hrauni
sem áður fyrr, og gerðist það í des-
ember að ég og Katrín trúlofuðum
okkur, þrátt fyrir að við hefðum að-
eins þekkst í skamman tíma.
Lenti í bílslysi á leið til
Reykjavíkur
Bæði héldum við áfram upp-
teknum hætti, það er að segja að
nota fíkniefni, í einhvern tíma eftir
að ég lenti í fangelsi. Ég inni á Litla-
Hrauni og hún á götum Reykjavík-
ur. Það komu stundum tímabil sem
við náðum bæði að halda okkur frá
efnunum. Það fór hins vegar yfirleitt
eins og svo oft áður að fíknin varð
yfirsterkari og hafði betur á endan-
um. Þrátt fýrir að á móti hafi blásið
studdi Katrín ávallt við bakið á mér
og var dugleg að heimsækja mig í
fangelsið austur á Litla-Hrauni.
Dag einn er Katrín Emma fór frá
mér, eftir að hafa heimsótt mig í
fangelsið, lenti hún í hrikalegu bíl-
slysi á leið sinni til Reykjavíkur. Hún
lést samstundis. Katrín var búin að
neyta margs konar eiría og lát henn-
ar því nátengt fíkninni sem við
höfðum bæði barist svo lengi við.
Móðir Katrínar hafði eftir þetta
tal af Reyni Traustasyni. Ræddu þau
um að Reynir myndi skrifa bók um
líf ungmenna sem hefðu orðið und-
ir í baráttunni við fíkniefnin. Móðir
Katrínar benti honum á að ná tali af
mér, sem og hann gerði. Hann bað
mig þá um að segja nokkur orð um
Katrínu. Af virðingu við þær mæðg-
ur og í von um að það yrði til þess að
vama öðrum að feta þá leið sem ég
og Katrín höfðum farið ákvað ég að
verða við ósk Reynis og segja hon-
um frá kynnum mínum af Katrínu,
án þess þó að koma í mynd.
Fékk að fara á Kvíabryggju
f kjölfarið á því vaknaði áhugi
Reynis á því að fjalla um líf mitt sem
og baráttu mína gegn fíkniefnunum
og öllu því sem þeim fylgir. Ég þver-
tók hins vegar fyrir að auglýsa mig
og mitt lífemi eitthvað sérstaklega.
Á þessum tíma hafði mér tekist að
breyta lífemi mínu, var kominn í
sambúð og nýbúinn að eignast son.
Ég sótti einnig nám og gekk vel að
fóta mig í lífinu. Á þessum tíma
hékk samt yfir mér dómsmál sem ég
átti ólokið frá mínum fyrri dögum.
Ég vissi að ég þyrfti líklega að sitja af
mér nokkra mánuði í fangelsi.
Reynir sannfærði mig um að það
kæmi mér vel að taka þátt í gerð
myndarinnar og bókarinnar. Hann
sagði að að öllum líkindum gæti
hann haft áhrif á ákvarðanir yfir-
valda um afplánun mína og jafnvel
forðað mér frá fangelsisvist. Hann
sagðist í það minnsta ætla að varpa
ljósi á ósanngirnina við það að setja
mann eins og mig í fangelsi, sem
loksins var kominn á skrið eftir
margra ára erfiðleika og baráttu
gegn fíkniefnunum.
Ég fékk svo staðfest frá Fangels-
ismálastofnun að ég fengi ekki að
sitja af mér í samfélagsþjónustu og
ekíd væri um neitt annað að ræða
en að ég mundi sitja af mér 10 mán-
aða fangelsi fyrir brot á skilorði með
því að hafa ekið réttindalaus og fyr-
ir að hafa gerst sekur um minnihátt-
ar auðgunarbrot. Mér fannst þessi
niðurstaða ósanngjöm og ófull-
nægjandi og ákvað því að fara leið
Reynis Traustasonar, taka þátt í því
sem hann var að gera og láta þjóð-
ina vita af þeim vinnubrögðum sem
mér fundust þá vera út í hött.
í dag veit ég að ég ber fulla
ábyrgð á gjörðum mínum. Mér ber
að sjálfsögðu að fara eftir lögum og
reglum líkt og annað fólk.
Ég er að vísu þakklátur Fangels-
ismálastofhun fýrir að koma til
móts við mig með því að veita mér
þann möguleika að taka út mína
refsingu á Kvíabryggju. Þar hef ég
breytt lífemi mínu og lífsstefnu til
hins betra. Það auðveldar mér að
halda áfram á réttri braut að sitja af
mér hér á Kvíabryggju í stað þess að
afplána á Litla-Hrauni þar sem allt
er á kafi í fíkniefnum. Ég er einnig
þakklátur Reyni Traustasyni ef
hann hefur haft einhver áhrif á
ákvörðun Fangelsismálastofnunar
um að leyfa mér að afplána hér. Ef
ekki, er ég honum að minnsta kosti
þakklátur fyrir að hafa reynt.
Hefði viljað meiri forvarnir
Ég er hins vegar vonsvikinn yfir
því að hafa komið ffam eins og ég
gerði í áðumefndri heimildarkvik-
mynd og bók og þar með opinberað
mitt líf og auglýst andlit mitt. Með
því olli ég fjölskyldu minni, bams-
móður og nýfæddum syni áhyggj-
um. Þau hafa fundið tU skammar
vegna háttsemi minnar og íyrra líf-
emis sem ég sýndi fyrir það sem ég
tel vera óvandaða og nánast til-
gangslausa heimUdarmynd og bók.
Eg átti von á að það yrði fjallað
um forvamir og farið dýpra í málin.
Að aðdragandi þess að ungt fólk
lendir á þessari óheUlabraut yrði
skoðaður. Mé fannst vanta að þessi
mál væm krnfin nánar og farið yrði
enn nær raunveruleikanum eins og
hann er í undirheimum Reykjavík-
ur. Einnig hefði að mínu mati mátt
ræða við enn fleiri fíkniefnaneyt-
endur og aðstendur þefrra.
Ef framleiðendur skorti mynd-
efni, þá hefðu þeir getað beðið með
að gefa þessa mynd út þar tU þeir
væm komnir með nóg. Mér fannst
vanta lokaniðurstöðu í myndina.
Fleiri viðvaranir fýrir þá sem ekki
hafa neytt fíkniefna eða ánetjast
þeim. Og síðast en ekki síst vU ég
gagnrýna það að hvergi var minnst
á Katrínu í myndinni. Þau atriði þar
sem ég minntist hennar vom öll
klippt út og aldrei sýnd. Eins og ég
hef áður komið að, þá var framlag
mitt og þátttaka fyrst og fremst í
þágu Katrínar sem og forvarna fyrir
ungt fóUc.
Ég vU því undirstrika óánægju
mína með þessa heimildarmynd
og læt það í ljós að mér fannst ekki
þess virði að fóma jafn miklu og ég
gerði fýrir jafn óvandaða og að
mínu mati lélega heimildarmynd
og Skuggaböm er.
Vínveitingar á frumsýningu
Ég vU lflca
benda á að það er
afar óviðeigandi
að mínu mati að
bjóða upp á vín-
veitingar á mynd
sem þessari, eins
og gert var á ffum-
sýningunni í
Regnboganum.
En ég vona
samt að hún hafi
einhver áhrif á
fóUc og að hún
komi tíl með að
koma í veg fýrir að
einhverjir lendi í
klóm fíkniefna og
glötunar.
Ég óska engum
að ganga í gegn-
um það sem ég hef gengið í gegn-
um, en ef það er einhver sem á í erf-
iðleikum þama úti og vantar að-
stoð, þá er honum velkomið að leita
tU mín. Vonandi getur þekking mín
og reynsla komið að einhverju
gagni.
Með von um að betri árangur
náist í baráttunni gegn fíkniefnum.
ViröíngarfyJlst,
Einar öm Sigurösson,
fangdsinu Kvíabryggju.
Einar örn
Sigurðsson
Mætti á frumsýn-
ingu Skugga-
barna i Regnbog-
anum og hélt
þrumandi ræðu
að henni lokinni.
Fólkið i salnum
var mjög snortið
af hreinskilni
Einars,
„Dag einn er
Katrín Emma
fór frá mér eftir
að hafa heim-
sótt mig í fang-
elsið lenti hún í
hrikalegu
bílslysi á leið
sinni til Reykja-
víkur."
Einsi glaepur Einar Örn féllthelmild-]'*'?&Z4
. armyndinni og tók aftur upp fyrri
lifsstil. Hann hefði viljað að kvik-
myndagerðarmennirnir hefðu beðið n
með að sýna myndina þar til þeir
hefðu meira efni til að vinna úr.
Sprautufíkill verður morðingi
Sigurði Frey bregður fyrir i mynd-
inni. Hér er verið að sprauta hann.
Skömmu siðar varð hann félaga
sínum Braga Halldorssyni að bana
en hann var klipptur út úr mynd-
inni áður en hún var sýnd.
Reynir Traustason, Lýður
Arnason og Þórhallur
Gunnarsson Reynir skrifaði
bókina en þeir Lýður og Þór-
hallur gerðu myndina. Þeir
neyddust til að klippa hluta
úr myndinni þegar þeim var
hótað lögbanni sem þó tókst
ekki að fá á myndina.