Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Page 20
20 LAUGARDAGUR 7 9. NÓVEMBER 2005
Sport JJV
Keane farinn
frá United
Manchester United og
Roy Keane náðu samkomu-
lagi í gær um að hinn 34 ára
gamli Keane yfrrgæfi félagið
og United hefur heimilað
írska landsliðsmanninum að
semja við annað lið
þegar félagsskipta-
glugginn opnar í
janúar. United
bauð Keane enn-
fremur góðgerða-
leik í viðurkenningu
fyrir þau rúmlega
tólf ár sem hann
hefur verið á Old
Trafford síðan að félagið
keypti hann fyrir þá metfé
frá Nottingham Forrest.
„Roy Keane hefur þjónu-
stað Manchester United frá-
bærlega og var bestu miðju-
maður heims sinnar kyn-
slóðar. Allir á Old Trafford
óska honum alls hins besta
það sem eftir lifir ferils
hans,“ sagði Sir Alex Fergu-
son, stjóri United.
Markús Máni Michaelsson meiddist heldur illa í leik Lemgo og Díisseldorf í þýsku
úrvalsdeildinni nú fyrr í vikunni. Markús meiddist snemma í leiknum og segir
Logi Geirsson, leikmaöur Lemgo, að það hafi ekki verið fögur sjón. Þögn sló á
áhorfendur i húsinu og leikmenn gripu um andlit sín.
AF ÞESSU
mswjt
Laugardagur
12.45 Wigan-Arsenal í
beinni á enska boltan-
um.
~rn.
14.00 Stjaman tekrrr á
móti ÍBV í DHL-deild
karla í handbolta í Ás-
garði.
14.15 Haukar-Grindavlk,
undanúrslit Powerade-
bikars kvenna í körfu-
bolta í Laugardalshöll og
beint á RÚV.
16.10 Úrslitaleikur
Powerade-bikars karla í
körfubolta í Laugardals-
höll og beint á RÚV.
mswj>
15.00 Chelsea-
Newcastle í beinni á
enska boltanum.
S&Tl
16.00 Derby-slagur Celt-
ic og Ranges í beinni á
Sýn.
18.50 Stórslagur Real
Madrid og Barcelona í
beinni á Sýn.
s&r1,
2.00 Bein útsending frá
einvígi Floyd Maywe-
ather og Sharmba
Mitchell á Sýn. Maywe-
ather hefur aldrei tapað.
Sunnudagur
4.55 Bein útsending á
Sýn frá A1 - heimsbik-
amum í kappakstri í
Malasíu.
Eitmi
12.50 Tottenham-West
Ham í beinni á enska
boltanum.
wsmj
15.50 Middles-
brough-Fulham í beinni
á enska boltanum.
1 ■ jf'
í'
16.05 Bein útsending frá
lokadegi Meistarmóts fs-
lands í sundi á RÚV.
-rÆ-
19.15 Stórleikur ÍR og
Fram í DHL-deild karla í
handbolta í Austurbergi.
HK og FH mætast í
Digranesi á sama tíma.
19.15 Leikur Breiðabliks
ogKRí Iceland Express-
deild kvenna í Smáran-
um.
21.50 Leikur
Cincinnati-Indianapolis
í NFL-deildinni beint á
Sýn.
„Þetta var rosalegt," sagði Logi
Geirsson, leikmaður Lemgo, um at-
vik snemma í leik Lemgo og
Dússeldorf í þýsku úrvalsdeildinni
þar sem Markús Máni Michaelsson
meiddist. Logi er nú sjálfúr að jafna
sig af meiðslum og var því meðal
áhorfenda á leiknum en Asgeir Örn
Hallgrímsson skoraði þrjú mörk fyrir
Lemgo sem vann leikinn, 41-26.
„Löppinn var hreinlega í vinkli
enda fór hnéskelin alveg á hliðina,"
sagði Logi í samtali við DV Sport um
meiðsli Markúsar. Sjálfur líkir hann
þessu við brot Marco van Basten á
Dananum Henrik Larsen á EM 1992
en líkt og þá færðist hnéskelin úr
stað. Markús fór í gær til sérfræðings
sem gat þó veitt honum þau gleðitíð-
indi að krossböndin væru enn heil.
Markús er þó með slitið liðband í hné
og verður ffá í einhvem tíma. Hann
gerir sér þó vonir til að vera orðinn
klár í tæka tíð fyrir Evrópumeistara-
mótið í Sviss sem hefst í janúar næst-
komandi.
Logi segir að læknir Lemgo hafi
strax hlupið til og aðstoðað Markús.
„Hann var ekkert að spá í neinum
formsatriðum heldur hljóp rakleitt
inn á völlinn. Læknirinn okkar er
.
| Í;S> .þ;:, 'J&jg
0, K
■■ -V.
Eins og hjá Larsen Markús líkti meiðslum
sínum við þau sem Daninn Henrik Larsen
varðfyriráEM 1992 þegarMarco van Basten
braut a honum í undanúrslitaleik mótsins
Hér eigast þeir við íleiknum.
Logi Geirsson
Segir meiðsli Mark-
úsarhafa litið afar
illa út.
Traustur vinur Logi Geirs-
son var Markúsi Mána innan
handar eftir að sá síðarnefndi
meiddist i leiknum.
Markússjálfur öskraði af
sársauka og það sló þögn
á áhorfendur í höUinni
mjög virtur í þessum ffæðum og
sýndi Markúsi mikla
hjálpsemi. Markús
sjálfiir öskraði af
sársauka og það
sló þögn
áhorfendur í
höllinni. Marg-
ir leikmanna á
bekknum gripu
hreinlega um
andlit sín og
fundu eflaust mik-
ið til með Markúsi.
En það er greini-
legt að Markús hafi
sjálfur ekki alveg áttað sig á hvað væri
á seyði því hann hélt um hnéð á sér
og reyndi að setjast upp.“
Eins og sést á meðfýlgjandi mynd
var Logi félaga sínum innan handar
og fylgdi honum inn í búningsklefa
þar sem hlúð var að honum. „Hann
er mikið karlmenni," segir Logi og
hlær. „Hann gleypti bara eina pan-
odil og vildi svo fara strax aftur fram
og horfaáleikinn."
Markús skoraði fyrstu tvö mörk
leiksins og segir Logi á heimasíðu
sinni að það hafi verið greinilegt að
hann ætlaði sér að skora tíu mörk
leiknum, hið minnsta. Hann gefur
leiknum annars ekkert sérstaklega
háa einkunn. „[Leikmenn
Dússeldorfl sáu aldrei til sólar nema
kannski fyrstu 5 mínúturnar af leikn-
um og var það allt Markúsi Mána að
þakka." Markús meiddist strax eftir
að hafa skorað annað mark sitt í
leiknum og var það í eina skiptið sem
Dússeldorf komst yfir í leiknum.
eirikurst@dvJs
Stórleikur spænska boltans fer fram á Bernabeu á laugardagkvöldið
HINNEINISANNI „CLASSC0"MILLI REAL MADRID
0G BARCEL0NA
Stórleikur spænsku úrvalsdeildcirinnar fer fram
á Bernabeu í Madríd á morgun og verður í beinni
útsendingu á Sýn frá klukkan 18.50. Barcelona hef-
ur skoraði 24 mörk í síðustu sexleikjum sínum í öll-
um keppnum og pressa spænskra fjölmiðla hefur
verið á mönnunum hans Frank Rijkaard enda hef-
ur liðið sett á svið hveija sýninguna á fætur
annarri. Ronaldinho og Samuel Eto’o halda áfram
að leika vamarmenn andstæðinganna grátt og nú
hefur argentínski snillingurinn Lionel Messi bæst í
hópinn en Messi sem er 18 ára hefur verið líkt við
landa sinn Diego Maradona og ekki af ástæðu-
lausu.
„Ég er frekar ósáttur með sjónarhorn sumra
spænskra fjölmiöla sem tala bara um verðandi sig-
ur Barcelona. í sögunni hefur þetta verið mjög erf-
iður völlur fyrir Barcelona að spila á og við erum að
spila gegn liði fullu af stolti sem ædar að gefa allt til
þessa að gleðja stuðningsmenn sína. Þetta verður
ifóðlegur leikur milli tveggja erkifjenda og ég vona
að þetta verði skemmtilegur fótboltaleikur," sagði
Frank Rijkaard fyrir leik en Bracelona vann sinn
fyrsta leik á Bemabeu undir hans stjórn.
Eftir slaka byrjun þá hefur Real Madrid tekið
við sér og mætir með nú til leiks með tvo sigurleiki
í röð á bakinu og auk þess hafa þeir endurheimt
lykilmenn úr meiðslum. Ronaldo, Zinedine Zida-
ne, lulio Baptista og Ivan Helguera em allir klárir
í leikinn en Ronaldo hefur verið frá í rúman mán-
uð vegna ökklameiðsla. „Ég hef farið í gegnum 20
daga sjúkraþjálfun, hef mætt á nokkrar æfingar og
er tilbúinn í leikinn," sagði Ronaldo sem hafði
gaman af ummælum Rijkaard sem sagðist vonast
eftir því að brasilíski framherjinn yrði með. „Ég
veit ekki hvort hann verður svona ánægður með
það eftir leikinn," sagði Ronaldo sem spáir erfið-
um leik fyrir Samuel Eto’o sem lét móðgandi um-
mæli falla til stuðningsmanna Real Madrid í fyrra
en hann lék einmitt áður hjá Madrid. „Eto’o fær
þær viðtökur sem hann á skilið. Stuðningsmenn
Real Madrid verða að gefa tóninn líkt og leik-
mennirnir inn á vellinum," sagði Ronaldo sem er
þremur mörkum á eftir Eto’o í baráttunni um
markakóngstitilinn.