Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV Helgi Björnsson er einlægur, ljúfur og öruggur í framkomu. Við spáðum í Helga og konu hans, Vilborgu Halldórsdóttur, sem stödd er á Ítalíu þegar viðtalið átti sér stað og ræddum um poppbransann, frægðina og nýju plötuna sem er mjúk eins og Helgi sjálfur orðar það. „Það er allur gangur á því. Fer eftir mönnum og málefnum," svar- ar Helgi Björnsson, sem gaf nýverið út plötuna Yfir Esjuna, aðspurður um hvernig plata verður til. „Við tókum þessa plötu upp lifandi eða „live“. Tókum bara upp eins mikið lifandi í stúdíói og við gátum. Allur hljóðfæraleikur stóð. Þetta var rosalega gaman en slíkur háttur á upptökum er sjald- gæfari í dag með tækninni. Platan er orginal. Þetta er lífrænt," segir hann og hlær. Tólfperlur „Ég tek tólf perlur eftir Magnús Eirfksson á plötunni. Þetta eru lög sem allir þekkja. Ég er að nálgast tónlistina með djassívafl. Platan er mjúk og stemmningsrík," útskýrir Helgi ánægður og mjög stoltur að eigin sögn. „Mér hefur tekist það sem ég ætlaði mér. Að finna nýja fleti á lögunum hans Magnúsar. Platan er rosalega ljúf og þægileg. Um að gera að kveikja á kertum og hafa það næs þegar hlustað er og hafa þægilegan bakgrunn. Svo má líka aðeins gefa í og hlusta." Rómantískur Helgi „Já ég er rómantískur," svarar Helgi án þess að hika og útskýrir umbeðinn að í hans huga er róm- antík væntumþykja og ástríki og að vera fær um sjá fagurfræðina í því að nálgast aðra manneskju sem maður elskar. „Tónlistin og söngurinn er náttúrulega algjör sáluhjálp fyrir alla og þá sérstak- lega ef fólk er lokað að eðlisfari," svarar hann þegar talið berst að stjörnumerkjunum. „Þá losar það svo mikið um tilfinningalega spennu. Ég mæli hiklaust með því að fólk fari að syngja eða gera eitt- hvað tengt söng. Glamra músík eða syngja í kór er algjör sálu- hjálp." Frægðin getur verið erfið Við spurðum Vilborgu sem stödd er erlendis þessa dagana hvernig væri að vera gift poppara. „Það er örugglega eins og að vera gift hvaða ágætismanni sem er, nema ef vera skyldi fyrir eitt: Fólki finnst alveg sjálfsagt að ræða við hann löngum stundum jafnvel þótt það þekki (SpáðíHelga oqVilborqu Krabbi -fæddur 10. júli 1958 Tviburi-fædd 18.júnM957 Þau eru bæði mjög ævintýragjörn og forvitin að eðlisfari og gætu eflaust eytt öllum frítíma sínum I að kanna heiminn og upplifa dásemdir tilverunnar ef þau gætu. Ef marka má stjörnur þeirra sameinaðar þá leyfir krabbinn (Helgi) tvíburanum (Vilborgu) að sýna sér heiminn og aðstoða hann við að opna hjarta sitt sem á það til að vera lokað gagnvart umhverfinu. Þau dylja ekki tilfinningar sínar fyrir hvort ööru hetdur skoða ávallt vandiega hversþau vænta hvort aföðru og hvað þau kjósa sjálf að teggja af mörkum i sambandinu. Hófsemi er lykillinn að framhaldinu þar sem jákvæðar tilfinningar upphefja þau bæði sameinuð svo sannarlega. Framtið þeirra einkennist aflífsfyllingu og innri fögnuði. hann ekki neitt, líka þegar hann er með mér. Við erum kannski í okk- ar „quality time". Svo getur verið absúrd þegar stúlkukorn eru að klessa sér upp á okkur þegar við erum úti á lífinu, bara af því hann er frægur." Helgi jánkar og bætir við: „Það getur verið mjög erfitt að vera frægur. En á íslandi er maður bara þekktur. Það gefur manni alls ekkert í sjálfu sér tilfinningalega," segir hann greinilega á jörðinni hvað það varðar og bætir við ein- lægur: „Það er kannski mikið horft og fylgst með og svo getur maður lent á milli tannanna á fólki þó maður eigi það ekki endilega skilið en það er um að gera að vera með fæturna á jörðinni í poppbransan- um og láta það ekki trufla sig þó fólk þekki mann." Við kveðjum Helga, óskum honum velfarnaðar og spyrjum hann að lokum hvað skipti hann sannarlega máli. Hann svarar samstundis: „Konan mín, fjöl- skyldan, hestarnir og sveitin." elly@dv.is SAMANBURÐUR 'Stjöf'/uune/*/ýartfiít Elma Lísa klárar verkiD Saman eru þau ósigrandi ef meyjan Elma Lísa Gunnarsdóttir sér um framkvæmdir og hrúturinn Reynir Lyngdal um hugmyndavinn- una. Meyjan er drífandi og ör þegar kemur að því að ljúka verkefni sem krefst mikillar vinnu. Hrúturinn er fæddur hugmyndasmiður og langt frá því að vera smámunasamur. Þau eru fær um að uppfylla sína innstu drauma ef þau passa sig að gleyma ekki að efla öllum stundum styrkinn sem býr innra með þeim, greind, hæfileika og ekki síður öfl- ugar ástríður í sambandinu. Reynir Lyngdal Sigurðsson Elma Lísa Gunnarsdóttir 26.03.76 07.09.73 Hrútur (21. mars -19. april) Meyja (23. ágúst - 22. sept) - keppnisharður - sterkur persónuleiki - gæfusamur - bjartsýnn ■ sigurvegari - vandlát - hógvær - heiðarleg - glæsileg - huglæknir Helgin framundan Með frúnni til Ameríku Einar Bárðarson er upptekinn maður en alltaf til í spjall. Við spurðum hann út í helgina framundan. „Á föstudagskvöldið tek ég á móti herramönnum og konum frá Bretlandi sem koma hingað til að kynnast Nylon- hópnum. Annars byrjar laugar- dagurinn strax um morguninn með plöggi fyrir Nylon-tónleik- ana sem verða haldnir klukkan fjögur í Loftkastalnum. Fyrir tón- leikana bjóðum við erlendu gest- unum í Bláa lónið og komum um klukkan þrjú í bæinn beint á tón- leikana. Það er ýmislegt sem þarf að huga að eins og viðtöl sem stelpurnar eru bókaðar í og æf- ingar. Á sunnudag vakna ég snemma því erlendir fjöl- miðlar munu þvælast um Reykjavík með Nylon og skoða uppáhaldsstaðina þeirra. Reyndar er ég á fullu að undirbúa mynd- bandið Hjálpum þeim og huga að undirbúningi fyrir útgáfutónleika Garðars Cortes sem verða 3. desember næstkomandi." Á ekki að sinna konunni yfir helgina? „Eftir helgina," svarar Einar afslappaður og jákvæður að vanda og bætir við: „Við ætlum að fara í smá mfllistríða- frí. Heim- sækjum Am- eríku á i þriðjudag- inn. Bara við tvö."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.