Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Síða 39
DV Helgarblað
LAUGARDAOUR 19. NÓVEMBER 2005 39
Hermundur Rósinkranz er einn þekktasti talnaspekingur og miðill landsins. Færri vita að hann hefur
átt við mikið þunglyndi að stríða síðustu misseri. Hann var kominn í alvarlegar sjálfsmorðshugleið-
ingar og sá enga leið út úr sínu svartasta myrkri. Á opinn og einlægan hátt segir Hermundur Helgar-
blaðinu frá hugsunum sínum, miðilsgáfunni og hvað varð til þess að hann tók á sínum vandamálum.
Hann var alinn upp af áfengissjúkri móður og ofbeldisfullum föður.
Hermundur Rósinkranz var alinn upp hjá foreldrum voru báðir
drykkfelldir, en hann missti föður sinn 5 ára og man lítið eftir
honum. Faðir hans var mjög drykkfelldur og ofbeldishneigður,
en Hermundur var of ungur þegar faðir hans féll frá til þess að
muna eftir því. Eftir fráfall föður Hermundar fór mamma hans
að drekka mikið.
„Hún var ekki þessi hlýja kona
sem tók utan um krakkana sína og
sagði þeim hvað henni þætti vænt
um þá,“ segir Hermundur þegar
hann rifjar upp minningar frá bam-
æsku. Móðir hans var einstæð eftir að
faðir hans lést, gerði lítið annað en að
vinna, sofa, borða og drekka og hafði
lítið afgangs til að gefa þeim systkin-
um. Sérstaklega Hermundi, að hon-
um finnst. Hann fékk litla ást og um-
hyggju þegar hann var að alast upp
og honum fannst sem yngri bróðir
hans fengi aiia ástina og umhyggj-
una.
„Ég var alltaf hræddur um
mömmu þegar hún fór út, ég beið
eftir að hún kæmi heim og lá and-
vaka þangað til ég heyrði í lyklinum í
skránni, þannig sef ég enn mjög illa í
dag," segir Hermundur og konan
hans tekur undir það. Hermundur
gerði ýmislegt til þess að reyna að ná
athygli móður sinnar sem hann þráði
svo mikið. „Ég fór út í það ómeðvitað
að skemma hluti til að fá athygli sem
var neikvæð," segir Hermundur sem
telur að þessi erfiða æska sé rótin að
þunglyndinu sem hann berst gegn.
Kenning Hermundar er sú að
hann hafi búið sér til sinn eigin heim
meðan hann var að vaxa úr grasi því
ofbeldið og drykkjan er allt annað en
uppbyggjandi fýrir ungan dreng.
„Það má sega að ég sé haldinn ástar-
fíkn, leitandi eftir ást, umhyggju,
hlýju og viðurkenningu," segir Her-
mundur og bætir við að hann heyrði
yfirleitt það neikvæða og hlustaði
ekki á það jákvæða.
Fyrsta hjónabandið erfitt
Hermundur var giftur fyrri konu
sinni í 22 ár og á með henni dætum-
ar Önnu 14 ára og Kristínu 19 ára. „Ég
var alltaf eins og lifandi dauður á
þessum tíma. Ég átti enga vini, engin
áhugamál, fór aldrei neitt. Ég vann,
svaf og át, því í æsku hafði ég aldrei
neina karlkyns fyrirmynd nema að
vinna endalaust. Það var eina fyrir-
myndin sem ég hafði af karlmönn-
um,“ segir Hermundur sem kjmitist
Pálínu núverandi konu sinni eftir að
hann skildi.
„Pálína er mjög stór og mikill per-
sónuleiki. Alveg í byrjim ögraði hún
mér mikið, því hún átti fyrirtæki og
var algerlega sjálfstæð kona, einstæð
móðir með flögur böm. Hún er minn
besti hlustandi og ögrar mér enda-
laust því hún er svo dugleg að finna
út hverjir em mínir veikleikar og
styrkleikar," segir hann. Hermundur
upplifði sig alltaf sem lítilfjörlegan í
kringum hana og hún fór í hálfgert
mömmuhlutverk, var mamma allra á
heimilinu. Það hlutverk fólst í því að
vera endalaust að peppa Hermund
upp í að gera hitt og þetta og sann-
færa hann um að hann gæti gert fullt
af hlutum.
Hermundur hefur alla tíð verið of-
boðslega afbrýðisamur í sínu seinna
hjónabandi og óömggur með konu
sína því frelsið sem hún veitti honum
gat hann ekki að höndlað.
Sjálfsmorðshugsanir og nið-
urbrotshugsanir
Þunglyndið komst á alvarlegt stig í
fyrrafiaust, þó að Hermundur trúi því
að hann hafi verið þunglyndur ailt
sitt líf. Niðurbrotshugsanir náðu al-
gerlega stjórn á lífi hans, honum
fannst hann óömggur og var mjög
hræddur við höfriun.
„Hinn heilbrigði ég er niður-
brotskarakter. Ég hef ekkert sjálfsálit
og trúi ekkert á sjálfan mig þegar ég
er kominn úr vinnuumhverfinu og
það er sú persóna sem fjölskyldan
mín sér," segir Hermundur þungur á
svipinn og bætir við að hann hafi
verið óbærilega þunglyndur síðasta
vetur og jafnvel með ranghugmyndir.
„Ég leyfði neikvæðum hugsunum
að koma upp á yfirborðið. Þegar ég
mætti til vinnu til að lesa fyrir fólk var
eins og ég klæddi mig úr neikvæðu
kápunni, skildi öll leiðindi eftir heima
og gat einbeitt mér að fólkinu sem
var að koma til mín og ráðlagt því
fullt af jákvæðum og uppbyggilegum
hlutum þótt ég gæti engan veginn
farið eftir þeim sjálfur í eigin lífi. Ég
heyri allt sem ég segi en get ekki farið
efrir því sem ég er að ráðleggja öðr-
um, þunglyndið náði algjörum tök-
um á mér," segir Hermundur en
hann gjörbreyttist í útliti á þessum
tíma, leit miklu verr út en hann hafði
nokkum tíma gert, reifst stanslaust
við konuna og ímyndaði sér að hún
væri að fara frá honum. Þunglyndið
var farið að ná það miklum tökum á
honum að hann var farinn að hugsa
um sjálfsmorð.
„Það er svo skrýtið þegar þessi
lífsneistí fer," segir Hermundur og
segist h'ða best í kringum fólk, þá geti
hann gleymt sínum hugsunum.
Hann fór inn í sjáfsmorðshugsanim-
ar en aldrei djúpt. Hann kveið fyrir
öllu sem hann þurfti að taka sér fyrir
hendur, sama í hvaða formi það var,
hvort sem það var samskiptí við fjöl-
skylduna eða eitthvað verklegt sem
sneri að hans eigin hagsmunum,
honum fannst hann ekki ráða við
það.
Ég var aleinn og enginn skildi
mig
„Fólk sem vinnur á heilbrigðis-
stofnunum, hvort sem um er að ræða
lækna eða hjúkrunarfólk, fær áfalla-
hjálp eftir erfið tilfelli, en það er ekki í
boði fyrir okkur sem erum miðlar og
upplifrun oft áföll í starfi," segir Her-
mundur sem var á mörkum þess að
skilja við konu sína í dýpsta þung-
lyndinu.
„Konan mín gafst upp á mér á
tímabili því hún nenntí ekki að vera í
mömmuhlutverkinu lengur og
neyddi mig til að horfast í augu við
sjálfan mig. Hún gerði sér htið fyrir og
fór af landi brott í 3 mánuði sem í
fyrstu gerði mig alveg bijálæðislega
kvíðinn. Ég hef aldrei verið einn, einn
með minni orku, aldrei kynnst
sjálfum mér og kunni ekki að vera
einn," segir Hermundur sem æddi
fyrsm dagana um íbúðina og vissi
ekkert hvað hann átti að gera við
sjálfan sig. „Ég var stanslaust í nei-
kvæðum hugsunum, enginn skildi
mig, var aleinn, aflir að gagnrýna
mig, enginn sagði neitt fallegt við
mig, ég leyfði þessum hugsunum að
koma," segir Hermundur sem reyndi
að hemja hugsanir sínar með öUum
ráðum.
„Hættu að hugsa svona, af hveiju
ertu að hugsa svona? spurði ég sjálf-
an mig stöðugt." Hermundur leitaði
allra ráða til þess komast út úr myrkr-
inu og leitaði meðal annars til guðs.
„Ég bað til guðs um að taka þessa
vanhðan, en hann getur það ekki.
Maður verður að vinna í þessum
málum innan frá sjálfum sér," segir
hann. í tvo mánuði gerði hann ekki
neitt nema að bíða eftir konan kæmi
heim. „Ég hvorki hafði samband við
fólk né bauð neinum heim því þung-
lyndið yfirtók allt mitt líf og ég lifði
einn i myrkrinu. Ég var kominn með
algerar ranghugmyndir gagnvart
heiminum og fólki í kringum mig,
gerði ekkert annað en að vinna,
borða og sofa. Þetta er ekkert mikið
öðmvísi en að vera alkóhólisti," segir
Hermundur og bætir við að það að
taka einn dag í einu sé mikilvægt og
það sé mjög auðvelt að fara í þessar
niðurbrotshugsanir. Á þessum þrem-
ur mánuðum sem hann var einn
kynntist hann sjálfum sér í fyrsta
skiptí á ævinni og neyddist til að
horfast í augu við veikleika sína.
„Það bjargaði hfi mínu, því enginn
læknir, sálfræðingur eða geðlæknir
getur hjálpað þér nema þú sért tilbú-
inn að hjálpa þér sjálfur því þetta er
allt í höfðinu á manni."
Andlegi heimurinn opnast
Árið 1993 opnaðist andlegi heim-
urinn fyrir Hermundi og hann helltí
sér í hann af miklum krafti. Hann
hefur alltaf verið næmur og séð hluti
sem aðrir sjá ekki. Áhuginn lá fyrst og
fremst í tölum því hann fann að
styrkur hans og hæfileikar lægju fyrst
og fremst í að lesa í þær. Hermundur
tók líka að starfa með andlegum hóp-
um sem hann hefur fundið sig með í
lífinu. „Ég hef tekið eftir fólki í kring-
Hermundur leítaði ítrúna
Hann segirsig sjálfan vera
ábyrgan fyrireigin liðan.
um mig sem er ekki í þessum heimi,
líf eftir dauðann er staðreynd. Við
erum miklu meira en það sem við
sjáum," segir Hermundur.
Síðustu ár hefur hann lært meira
og meira um sína hæfileika og lært að
nýta sér þá. Hann er með útvarpsþátt
á Létt 96,7 öll fimmtudagskvöld milli
9 og 11 þar sem hann opnar fyrir sím-
ann og les í tölur fólks ásamt því að
spá fyrir því í leiðinni. Honum finnst
ótrúlegt hvað hann nær að breyta al-
gerlega um karakter þegar hann er í
þessum andlegu málefnum og hjálp-
ar mörgu fólki án þess að geta hjálp-
að sjálfum sér. Vinnan hans er samt
eitt af því sem hefur hjálpað honum
hvað mest til að takast á við þung-
lyndið og horfast í augu við sín
vandamál.
„Það er mikil blessun að fá að
hitta svona mikið af fjölbreyttu fólki,"
segir Hermundur og lítur upp. „Mér
finnst ég vera að komast út úr mesta
myrkrinu, ég sé ljós við enda gangs-
ins, en það er erfitt að komast þang-
að.“ Hann á sterka konu sem leyfir
honum ekki að vera í miðilshlutverk-
inu heima hjá sér.
„Lyf gera bara visst gagn, þetta
veltur allt á manni sjálfum og það er
erfitt að stíga út úr því umhverfi sem
þú þekkir og í það umhverfi sem þú
þekkir ekki, allir eru hræddir við það
sem þeir óttast mest." Oft þegar hann
var að leggja spilin fyrir fólk fannst
honum hann vera að leggja þau fyrir
sjálfan sig. „Ég sé stundum mitt líf í
þeirra spilum, sérstaklega hjá fólki
sem er haldið depurð eða þung-
lyndi," segir Hermundur og bætir við
að honum finnist hann draga að sér
vandamál annarra þegar hann er að
lesa fyrir annað fólk.
Ekkert skiptir máli
„Það er rosalega stór gjöf að fá að
vera einn, spegla sig og þora því og
taka breytingunni. Lyf hjálpa til að
taka spennuna en fjarlægja ekki hina
raunverulegu vanh'ðan. A henni verð-
ur maður að taka sjálfur," segir Her-
mundur og bætir við:
„Ef þú gerir ekkert í þínum málum
endar þú eins og margur annar í að
vera alltaf á þunglyndislyfjum. Þó að
ég öskri á hjálpina verð ég að taka
fyrsta skrefið sjálfur, þetta er allt und-
ir manni sjálfum komið, þú getur
ekki ætlast til að aðrir taki ábyrgð á
þér eða að fjölskyldan skilji þig.
Vandamálið er alltaf mitt og ef ég geri
ekkert í málunum sit ég fastur í þung-
lyndinu, byijunin er að taka h'til skref
í einu í að breyta hugsuninni, þetta er
alltaf spuming um að þora," segir
Hermundur
Ósáttur við framkomuna við
fjölskylduna
„Sá sem er í þunglyndi sér ekki
hvað hann gerir öðrum og þessa
miklu þörf fyrir að fá athygli og ást.“
Fjölskylda Hermundar stóð fast á því
að hann gerði eitthvað í þessu einn
og horfðist í augu við það sem hann
hafði verið að gera. Hann er virkilega
ósáttur við sína ffamkomu gagnvart
fjölskyldu sinni og hvað hann hefur
lagt mikið á hana með sinni fram-
komu.
„Aðalatriðið er ekki að fá fyrir-
gefningu því þá er svo auðvelt að gera
þessa hlutí aftur. Ég fékk ekki fyrir-
gefninguna, umhyggjuna og það sem
ég var að gera kröfur til. Um leið og ég
næ jafnvægi sjálfur næ ég jafnvægi
með fjölskyldunni minni," segir Her-
mundur sem er búinn að ganga í
gegnum mikla sjálfsskoðun síðustu
misseri. Hann h'tur björtum augum
til ffamtíðar og heldur áfram að
vinna f sjálfum sér.
maria@dv.is