Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Side 48
48 LAUGARDAGUR I9. NÓVEMBER 2005 Fréttir 0V Prinsinn krýndur Á þessum degi fyrir 56 árum (1948) var Rainier 3. krýndur prins i Mónakó. Hann hafði þó tekið við völdum nokkrum mánuðum fyrr eða strax eftir lát afa hans, Lúðvíks II. Rainier fæddist í Algeríu 31. maí 1923 og var sonur Péturs prins og konu hans, Charlotte prinsessu. Hún var eina barn Lúðvíks II. Þar sem ríkiserfingi gat ekki verið kven- maður gekk krúnan til Rainers. Brúðkaup Rainiers og hinnar bandarísku leikkonu Grace Kelly vakti heimsathygli árið 1956. Áður hafði Rainier búið með frönsku leikkonunni Giséle Pascal, en parið skildi eftir að læknir hafði úrskurðað hana ófrjóa. Hún giftist þó síðar og átti fjölda barna. Rainier og Kelly eignuðust þrjú böm, þau Karólínu, Albert og Stef- aníu. Fjölskyldan kom hingað til fs- lands í heimsókn árið 1982, nokkrum mánuðum áður en Kelly lést í bílslysi. Rainier sjálfur lést þann 6. apríl á þessu ári eftir lang- vinn og erfið veikindi. Ríkiserfinginn, Albert prins verð- ur krýndur með viðhöfn í dag í Mónakó og eru Ólafur Ragnar forseti og kona hans viðstödd. Mónakó er næst minnsta rfki heims, á eftir Vatikaninu. Stærsta verslunarmiðstöð í heimi, The Mall í Washington DC myndi komast þrisvar sinnum fyrir í landinu, á þeim 2 ferkílómetrum sem Mónakó hefur til umráða. Ur bloggheimum Bjánahrollur „Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði einnig nýverið að honum sé bara stéttsama hvort varn- arliðið sé hérna á landi eða ekki. Þeir mega bara al- veg ráða því sjálfir og hana nú! Þetta finnst mér ein afömurlegustu stundum Halldórs, sérstaklega ef haft er í huga að helsta ástæða þess að ríkisstjórnin seldi integrity fslands með skýlausum stuðningi við Iraks- stríðið á sínum tíma, var til að snobba fyrirkananum svo að þeir myndu halda varnarliðinu hérna. Ég fæ bjánahroll bara við tilhugsun- ina.“ Kiðhildur Ólafsdóttir Kynd - blog.central.is/kibban Nett tremma „Þarsem ég var við það að stíga inn Isturtuna ímorgun tók ég eftir ein- hverju á fleygiferð í sturtubotninum. Ég þurfti náttúrulega að setja upp gleraugun til að sjá hvað þetta væri. Hefði betur sleppt því og kallað bara strax á Okezie þarsem þessi risastóri kakkalakki barðistfyrirlífisínu liggjandi á bakinu og spriklandi á fullu. Til að líta á björtu hliðarnar á lífinu get ég sagtykkur að ég öskraði ekkert og var bara fegin að hann væri stór, sjái maður lítinn lakka þá er frekar líklegt að fjöldamörg systkini séu í felum. Ég er hins vegar staðráðin í að trúa að þessi hafi nú bara verið í heimsókn, rétt nýkominn meira aö segja." Þórhildur Ingadóttir - kenguru- blogg.blogspot.com Víðfarinn kennari „Reykvíkingurinn sem kennirmér fjölmiðlafræði (sjá færslu þann 2. nóvember) fór í síðustu viku, ásamt nemendunum sem sátu tímann, að ræða það hversu sjálfhverfir Bandaríkjamenn væru. Var k það rætt í þaula hversu lítið þeir vissu um önnur lönd, héldu að Evrópa væri eitt land, vissu fæstir að ísland væri til og þar fram eftir götunum. Þá gat ég ekki orða bundist lengur, enda enn í sjokkiyfir því að kennarinn hefði hvorki komið austurné vestur á land, aldrei!" Esther Ösp Gunnarsdóttir - giubb.biogspot.com Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum andi stundar. Berjumst saman gegn jmnglyndi Bjami og Björk skrífa: Við viljum vekja athygli á sam- tökum þunglyndra hér á höfuðborgarsvæðinu til að efla hug og dug þeirra sem af sjúkdóminum þjást. Við höfum hugsað okkur að hittast tvisvar í viku, tala um hvemig okkur líður og þannig hjálpa hvort öðm með vandamálin. Félagsskap- urinn er mikilvægur fólki sem okkur, en eins og við þekkjum fer þunginn í Lesendur bylgjum, stundum líður manni illa og stundum nokkuð vel. Við ætlum okkur að halda stofnfund í gamla bókasafninu í Hafnarfirði í kvöld (laugardagskvöldið 19. nóvember) klukkan 20. Við stefnum að því að hittast og vinna saman gegn þessum ógnvaldi. Þegar við höfum komist almenni- lega af stað og búin að kynnast get- um við gert eitthvað skemmtilegt saman, eins og haft karokí-kvöld, fara í sumarbústað, á hestbak, í bíó eða bara hressilegar gönguferðir. Annars gemm við það sem vilji er til þegar lengra er komið. Það sem við viljum fá út úr svona I Þunglyndir sam- I einist Eiga ekki að I standa einir. hóp er að manneskjan sjái sig í réttu ljósi, fái meira sjálfstraust og eigi auðveldara með að kynnast nýju fólki. Einnig er mikilvægt að við sjá- um það að við stöndum ekki ein í baráttunni. Við viljum líka sjá að það skapist gott andrúmsloft innan góðs félagsskapar. 100% trúnaður verður auðvitað haldinn á öllum fundum um það sem okkur fer í miUi. Við hvetjum fólk til að líta á heimasíðuna fuf.is til að fá frekari upplýsingar. Ef fólk vill hafa samband við okkur persónu- lega getur það sent tölvupóst á bjarnibirk@hotmail.com eða bryndis_erna@hotmail.com. Vonandi sjáum við sem flesta. Berjumst saman gegn þunglyndi. Bjarni ogBjörk. Áfram með hasshundana! Nemandi í FB skrifar. Ég las frétt þess efnis í DV í gær að hasshundar hefðu farið um FB í vik- unni og gert tékk í stof- um, matsal og fleiru. Ég stunda sjálfur nám í skól- anum og finnst ekkert sjálfsagðara en að skóla- stjórnendur bjóði fíkni- eftiadeild lögreglunnar í Lesendur heimsókn til þess að leita að fíkni- efnum. Fólk virðist sjá eitthvað að því að lögreglan sinni eftirliti. Það er bara ekkert að því. Þeir sem kvarta undan hundunum eru þeir sem hafa eitthvað slæmt á samviskunni. Einnig skil ég ekki gagnrýni ein- hverra mæðra nemenda í FB út af þessu og tel skýringar að- ila sem að málinu komu góðar og gildar. Ég vil að stjómend- ur framhalds- skóla haldi uppteknum hætti áfram og bjóði hundana velkomna. Einnig mættj bæta við eft- irliti í ferðalög nemenda í skólanum. Þá mætti koma enn meira í veg fyrir fíkniefnamisnotkun og er það vel. Áfram með hasshundana! I dag Á þessum degi árið 1897 var Blaðamannaíelag Is- lands stofnað. Það er eitt elsta stéttarfélag landsins. Égbýhjá brjáluð- um nunnum Ég er flutt á heimavist. Heima- vist sem nunnur reka. Fannst það alveg tilvalið því háskólinn er hinumegin við götuna og vinnan rétt hjá. Get nústaðfest að atvinnu- titillinn segir ekkert til um mann- eskjuna, að það er alls ekki alltaf samasem merki milli nunnu og kærleiks. Og guðshús er aðeins opið öllum á orði en ekki á borði. Þvflíkt sem ég þurfti að nuða, puða og suða til að fá herbergi þama ... guð almáttugur. Svo hef ég ekki hugmynd um hvað þær gera við leigupeningana (sem er ekki lítið). Ekki er hann notaður í matarinn- kaup og alveg pottþétt ekki í hús- gögn. Rúmið mitt er svo lítið og aum- ingjalegt að þegar ég ætla að snúa mér yfir á báldð dett ég fram úr. Ef ég bylti mér þá renn ég, ásamt dýnunni, af grindinni og niður á gólf. Held að nunnumar hafi farið f halelújah-ferð í fangelsi, séð klefana, komið til baka, notað þá sem fyrirmynd, neglt kross á vegginn og sagt: „FuUkomið“. Her- bergið mitt í hnotskum. Á þessum stað em reglur og agi allt. Fékk ræðu frá systur Antikrist um stelpu sem bjó einu sinni í mínu herbergi og drakk mikið og borgaði ekki leiguna, þannig að á endanum urðu þær að henda henni út. Brenndu síðan rúmið til að þessi djöfullega hegðun endurtæki sig ekki. Amen. Hér er eldhús á hverri hæð fyrir leigjendur. Áður en ég fór heim yfir sumarið setti abbadísin stóran miða á ísskápana: „Hættið að stela matnum okkar eða við liringjum á lögregluna!" Að sögn hafði einhver stolið mjólk. Þegar ég kom aftur í september vom miðarnir farnir. Ég býst varla við því að einhver hafi stoÚð miðunum. Það eina sem ég get ályktað er að lögreglan hafi verið orðin þreytt á símtölunum frá brjáluðu nunnunum, komið og rifið niður mjólkurmiðana og sagt þeim að MI5 væri upptekin við að leysa alvöru glæpi. Maður Sekkur sér í málefmn Guðrún Eva Mínervudóttir hefur ver- ið smituð af ritbakteríunni síðan hún var átta ára gömul. „Þá skrifaði ég boðskaps- þmngnar smásögur, meðal annars um hænuunga sem skreið úr egginu og ákvað samstundis að hann væri falleg- astur aUra, hélt út í heim til að sýna sig, en álpaðist inn á hænsnabú og hitti fyrir óteljandi litla unga sem lfktust honum og þar með lærði hann auðmýkt,“ segir Guðrún Eva sem segist fá skammarsting í hjartað þegar hún rifjar upp hvernig heilu fjölskylduboðin gögguðu og gól- uðu af hlátri yfir sögunum sem áttu alls ekki að vera fyndnar. „Þær vom grafal- varleg heimsádeila," segir Guðrún Eva. Guðrún Eva hefur ekki farið troðnar slóðir í ritstfl sínum. Titill nýrrar bókar hennar ber keim af því; Yosoy - Af lík- amslistum og hugarvfli í hryllingsleik- húsinu við Álafoss. „Undanfarið hef ég verið að safna mér saman eftir gríðarlega ofþreytu sem greip mig eftir að ég kláraði bókina, lesa yfir annarra manna handrit, hafna skuggalegum tilboðum um ævisagna- skrif og bægja frá mér hugmyndum að næstu skáldsögu, því ég treysti mér alls ekki til að setjast strax aftur á rassgatið og byrja að vinna," segir Guðrún Eva og segist ekki vera tilætlunarsöm við les- endur sína. „Þeir hafa hins vegar fulla ástæðu til að vera tilætlunarsamir við mig. Það' er mitt hlutverk að segja hlutina hæfilega skýrt, vekja grunsemdir, dilla, skemmta, magna upp samlíðan með persónunum og koma á óvart. Það er ekkert leynt markmið með útgáfu bókarinnar, ég læt bara gefa hana út af því að ég vil að aðrir lesi hana. En ef það var leynt markmið með því að skrifa hana var það helst þetta; að mig langaði sjálfa til að sökkva mér ofan í þau málefni sem þar eru til umfjöllunar: Sársaukann, vitundina, tengsl hugar og líkama, það hvort nánd tveggja huga sé yfirhöfuð möguleg eða hvort við séum dæmd til að misskilja hvert annað með skipulögðum hætti, takmarkanir tungumálsins í að fjalla um reynslu okkar og skynjanir." hunli. Núiasta bók hennar er nú fáanleg i bokabuðum landsins. - ---- Guðrún Eva Mínervudóttir verðsku/dar titilinn Kona dagsins að I þessu sinni. gsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.