Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Síða 16
76 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV HIV enn mest í Afríku Niðurstöður nýlegra kannana á vegum SÞ benda til að minna sé um ný tilvik HlV-smits meðal fullorð- inna í Afríku. Þeir benda sérstaklega á lönd eins og Kem'u, Úganda og Zimbabve, þar sem töluverð fækkun hefur átt sér stað á síðastliðnu ári. Skýrsla SÞ bendir þó á að fjöldi þjóða eigi enn við stórfelldan far- aldur að stríða vegna HIV. Svæðið sunnan Sahara er heimili 25,8 milljóna manna sem eru smitaðar eru af HIV, 60% allra smitaðra í heiminum, þar á meðal fjölda bama. Abramovich í vandræðum Páfagaukur í eigu rúss- neska milljarðamæringsins Roman Abramovich olli vandræðum hjá nýsjálensk- um yfirvöldum. Páfagauk- urinn var um borð í snekkju Abramovich, sem ætlaði að leggja að bryggju á Nýja-Sjálandi á næstu dögum. Óttast þarlend yfir- völd að fuglinn kynni að bera með sér veiruna sem veldur fuglaflensu og vildu því gera mikil og nákvæm próf á honum ef hann kæmi til landsins. Japanir klúðra loftsfeini Japanir urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þegar geimfari þeirra mistókst að lenda á Itokawa-lofsteinin- um um helgina. Japanir ætl- uðu sér stóra hluti, að lenda geimfarinu á steininum, taka sýni og færa það aftur til jarðar. Steinninn er í 290 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ætlunin var að hefja japönsku geimkönn- unarstofnunina til vegs og virðingar með verkefninu. Vill Bandarík- in út 2006 Bayan Jabr, innanríkis- ráðherra íraks, hefur lagt til við Bandaríkjamenn að þeir hugi að brottför herliðs frá írak á næsta ári. „Á miðju næsta árs verður 75% herafla okkar upp- byggður. Hann verður til- búinn við lok næsta árs," segir Jabr. Undanfarið hefúr stjórn Bush setið undir miklum ákúrum um slæleg vinnubrögð í leyni- þjónustu og upplýsingagjöf í aðdraganda stríðsins í Irak og vilja margir kalla herinn heim til Bandaríkjanna undir eins. Rokkstjarnan fyrrverandi, Gary Glitter, á ekki sjö dagana sæla. Hann var handtek- inn í síðustu viku vegna grunsemda lögreglu í Víetnam um að hann hafi haft kynmök við 12 ára stúlku sem fannst á heimili Glitters þar í landi. Refsingar fyrir brot af þessu tagi geta numið allt að 12 ára fangelsi en hafi verið um nauðgun að ræða dauðadóm. Glamúrrokkarinn Heilmikil hárkolla huldi skallann lengi vel. Glamúrinn farinn af Gary Horfield-fangelsið Þarna sat Gary inni í fjóra mánuði á sérstakri deild þar sem hann var vaktaður vegna gruns um sjálfsvígstilraun. Eftir að hafa verið handtekinn og dæmdur í Bretlandi fyrir að hafa undir höndum barnaklám í tölvu sinni hefur Gary Glitter flúið í skjól austur-asískra ríkja. Vonir hans um að geta haldið áfram með líf sitt þar urðu að engu þegar hann var handtekinn í Víetnam í síðustu viku. Gary Glitter heitir réttu nafni Paul Francis Gadd. Hann átti sína bestu tíma sem forveri pönksins, frá árunum 1972 til 1975. Hann hafði þá afrekað að ná tólf smáskífum í topp- sæti breska vinsældalistans. Banda- rikjamenn voru hins vegar ekki jafn hrifnir af honum og landar hans. Tóku þeim mun betur í hljómsveitir eins og Kiss, Alice Cooper og Aerosmith. Fall hans af toppnum var hratt upp úr 1977 en hann hefur þó átt nokkra góða spretti síðan. Sumir telja hátind hans vera fram- koma við opnunarhátíð HM í fót- bolta árið 1994 í Bandaríkjunum. Barnaklám á netinu Að sögn hans sjálfs var hann netfíkill og eyddi öllum stundum fyrir framan tölvuna. Mestur tíminn fór í leit að klámefni - sér í lagi barnaklámi. Viðgerðarmaður á tölvuverk- stæði komst óvænt að þessu litla leyndarmáli Garys. Hann sagði til hans eins og lög gera ráð fyrir í Bret- landi og Gary var handtekinn þegar hann ætlaði að sækja tölvuna, sem hafði að geyma yfir 4.000 myndir af börnum, bæði drengjum og stúlk- um. Hann var ákærður og játaði á sig sök árið 1999. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa haft kynmök við stúlku, sem var einungis 14 ára á þeim tíma sem meint samræði átti að hafa átt sér stað, snemma á níunda áratuginum. Fanginn vaktaður Gary var vaktaður sérstaklega í klefa sínum í Horfield-fangelsinu í Bristol vegna gruns um að hann gæti fyrirfarið sér. Til að verjast fangelsis- vist Garys sagði verjandi hans, Trevor Burke, hann vera góðan mann og engin rök væru fyrir því að hann væri hættulegur umhverfi sfnu. Þannig væri hann þegar búinn að taka út dóm fyrir brot sín, með enga framamöguleika og framtíð. Gary átti að koma fram í myndunum The Full Monty og Spice Girls- myndinni,,en framleiðendur klipptu atriði með honum út þegar upp komst um afbrigðileikann. Eftir að hafa setið inni í fjóra mánuði á deild fýrir „viðkvæma" fanga var Gary látinn laus og gat ekki hugsað sér að búa lengur í Bretlandi. Gary Glitter Öðru nafni Paul Francis Gadd gengurfram hjá fangaverði. Flýr fjölmiölana Hjálmur hylur andlit Garyssem flýrblaða menn utan við fang- elsið i Ho ChiMinh. Eftir stutta viðdvöl á Kúbu árið 2000 fluttist hann búferlum til Kambódíu og leigði sér hús þar. Ekkert skjól í Kambódíu Gary Glitter var vart lentur þegar hann lenti í klóm ráðherra kvenna- mála. Hún barðist hatrammlega fyrir því að Gary yrði sparkað öfug- um út úr landinu tO að ýta ekki und- ir það álit margra að ríki í Austur- Asíu séu mekka kynferðisbrenglaðra manna. Glitter flúði þaðan tO Víetnam árið 2002, þrátt fyrir að stjórnvöld þar höfðu lýst því yfir að hann væri alsendis óvelkominn þangað. Það varð síðan af handtöku hans á flugveUinum í Ho Chi Minh þann 19. nóvember, þegar hann var á leið tO Taflands. Hann var yfirheyrður en neitaði allri sök. Hann var því látinn laus aftur en fyrir utan fangelsið biðu fjölmiðlar hans, stjörnunnar sem eitt sinn skein svo skært. haraldur@dv.is Microsoft hefur sölu á Xbox 360 Brjáluð sala í alla nótt Á miðnætti í fyrrinótt hóf Microsoft sölu á nýjustu leikjatölv- unni sinni, Xbox 360, í Bandaríkjun- um. Fleiri hundruð áhugasamra biðu í klukkustundir eftir að búðir opnuðu dyr sínar á miðnætti. Tölvan er sú fýrsta af næstu kynslóð leikjatölva, með háskerpugraffk og mfldlli reflcni- getu sem hámarkar afköst í leflcjum. Microsoft býður tölvumar í tveim- ur útgáfum, sú ódýrari kostar um 18.000 krónur. Dýrari útgáfan er með hörðum diski, sem hægt er að fjar- lægja, og gerir tölvunni kleift að spfla lefld gerða fýrir eldri útgáfu tölv- unnar. Sú útgáfa kostar um 24.000 krónur í Bandarflcjunum. Bæði Sony og Nintendo hyggjast hefja sölu á sínum næstu-kynslóðar leikjatölvum á næsta ári. Enn sem komið er hefur Sony töluverða yfir- burði yfir samkeppnisaðfla sína með Playstation-seríunni, en tímasetning Microsoft er talin gefa þeim vel í aðra hönd. Microsoft segir Xbox 360 vera meira en leikjatölvu. Hún geti lflca spflað DVD-myncfir og tónlist. „Xbox 360 er miðja stofunnar og Sala á Xbox 360 hófst í nótt Þúsundir ungmenna biðu íof- væni eftir leikjatölvunni. skOgreinir allt sem þar gerist," segfi B01 Gates, stofnandi Microsoft. Tölv- an verður einnig tengjanleg við leikja- þjónustu fyrfitækisins á netinu, Xbox Live, svo að spflarar geti lefldð við aðra í gegnum intemetið. Tölvunnar er fýrst að vænta hingað þann 2. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.