Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Síða 21
1-
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 21
DV Sport
Örn verður ekki
með á Ítalíu
Sundmaðurinn Örn Arn-
arson sem hafði tryggt sér
þátttökurétt á Evrópumeist-
aramótinu á Ítalíu í desem-
ber mun ekki taka þátt í mót-
inu vegna veikinda. Sam-
kvæmt læknisráði verður
Örn Amarson áíf am í rann-
sóknum vegna
hjartsláttartruflana
og þar með er ljóst
að hann getur ekki
tekið þátt í Evrópu-
meistaramótinu.
„Heilsa Amar skipt-
ir meira máli en
þátttaka á Evrópu-
meistaramótinu og
við óskum honum góðs bata
og fullkominnar heilsu sem
fyrst," sagði Brian Marshall,
landsliðsþjálfari í sundi, í
ff éttatilkynningu íf á SSÍ.
Fjölnir tifl Kefla-
víkur
Lið Fjölnis, sem lék til
úrslita í bikarkeppni KKÍ &
Lýsingar í fyrra,
fékk erfiða and-
stæðinga í 32 liða
úrslitum bikar-
keppninnar þegar
dregið var í
keppninni í gær.
Fjölnismenn dróg-
ust gegn íslands-
meisturum Kefla-
víkur í Keflavlk. Bikarmeist-
arar Njarðvíkur drógust síð-
an gegn B-liði Fjölnis. Það
er aðeins ein önnur rimma
á milli tveggja félaga úr
efstu deild karla í 32 liða úr-
slitunum, því Skallagrímur
og ÍR drógust saman. Tvær
viðureignir em milli liða úr
1. deild karla. Drangur fær
Val í heimsókn og Þór í Þor-
lákshöfn mætir grönnum
sínum úr FSU.
Sundknattleik-
ur á íslandi
Sundknattleiksfélag
Reykjavíkur ætlar að standa
fyrir opnu móti í sundknatt-
leik um næstu helgi en mótið
fer fram í Laugardalslauginni
á sunnudaginn. Mótið hefst
kl. 13 en keppt ________
verður í opnum
flokki þar sem liðin
verða af blönduð-
um kynjum. Hvert
lið er að lágmarki 7
leikmenn fyrir utan
varamenn. Glæsi-
leg verðlarm em í
boði fyrir góða
frammistöðu svo nú gefst því
skemmtilegt tækifæri til að
spila sundknattleik á íslandi
við alvömaðstæður. Skráning
og nánari upplýsingar fást
hjá Halli í síma 840-6904.
Leigja sér
hótel í Sviss
Örn Arnarson sundkappi mun í dag gangast undir nánari rannsóknir eftir að hann
hneig niður á íslandsmeistaramótinu í sundi um liðna helgi. Örn hefur undanfarin
ár fundið fyrir hjartsláttartruflunum en enn er óvitað hvað nákvæmlega er að hrjá
hann. Búist er við því að Örn fari í hjartaþræðingu, jafnvel strax í dag, rétt eins og
knattspyrnukappinn Arnar Jón Sigurgeirsson fyrir ekki svo löngu síðan.
Ekkeit
halda á
m dl typipslönu að
ram
Örn á hjartadeildinni
Örn Arnarson mun ídag
I gangast undir rannsóknir
I ogjafnvel hjartaþræöing-
I araðgerð.
Að lokinni keppni í 100 metra skriðsundi á íslandsmeistaramót-
inu í sundi um liðna helgi hneig Örn Arnarson niður og var í kjöl-
farið fluttur á spítala. Örn hefur lengi fundið fyrir hjartsláttar-
truflunum en rannsóknir höfðu ekki leitt neitt vandamál í ljós.
Hann sagði í samtali við DV Sport í gær að hann myndi í dag
gangast undir frekari rannsóknir og vonandi að vandamálið yrði
lagað þá og þegar.
„Mér líður ágætlega," sagði Öm
sem hefur dvalið á sjúkrahúsinu síð-
an um helgina. „Það er ágætt að það
sé búið að leggja mig inn og vonandi
verður þetta lagað, þá er það bara
búið.“ Aðspurður hvort hann hafi
fengið að vita frá læknum sínum
hvort hann megi halda áfram íþrótta-
iðkun sinni segir hann svo vera. „Ég
hef verið fullvissaður um að ég geti
byrjað að æfa aftur strax eftir áramót.
Auðvitað hafa læðst að manni alls
kyns hugsanir en það þýðir ekki ann-
að en að vera bjartsýnn og jákvæð-
ur.“
Arnar klár í slaginn
Öm er ekki eini íslenski íþrótta-
maðurinn sem þarf að glíma við
hjartavandamál en nærtæk-
asta dæmið er Amar Jón
Sigurgeirsson, knatt-
spyrnukappi úr KR.
Fyrir rúmu ári
4 ‘M* g^todist hann
* l\ ITleð hjartagalla
Arnar Jón Sigurgeirs-
son Knattspyrnukappi úr
KR sem gekkst nýverið
undir hjartaþræðingu.
og gekkst undir hjartaþræðingu, eins
og búist er við að Öm muni gera á
næstu dögum. Arnar sagði við DV
Sport í gær að endurhæfingin gengi
vel. „Þetta á allt að vera í fi'nu lagi. Eg
er rólegur eins og er en býst við því að
fara að snúa mér aftur að knattspym-
unni fljótlega."
Arnar fann þó fyrir engum tmfl-
unum líkt og Örn en hjartagalli hans
uppgötvaðist nánast fyrir tilviljun,
þegar hann var í ofnæmisskoðun.
Aðgerðin gekk vel og var Arnar ekki
nema nokkrar vikur að jafna sig.
„Fljótlega eftir það mátti ég fara ró-
lega af stað á nýjan leik en læknarn-
ir töldu ekkert því til fýrirstöðu að ég
næði fullum krafti á ný," sagði Arn-
ar.
Ekki sá eini
Á meðan að ekki er nákvæmlega
vitað hvað hrjáir Örn er erfitt að meta
alvarleika ástandsins og hvort hann
geti komið sér aftur í fremstu röð í
sinni grein. En til em dæmi þess að
heimsþekktir knattspymumenn hafl
bæði náð í fremstu röð eftir hjarta-
veikindi og að sama skapi neyðst til
að leggja skóna á hilluna.
Nwankwo Kanu
Nwankwo Kanu stýrðí lantlsliði Nlgeriu til sigurs á Ólympiuleikunum í Atlanta árið '
1996 og skömmu siðar var hann seldur frá Ajax Amsterdam til Inter Milan á Italíu.
jjjjfc, Þá kom í Ijós Igartagalli senr fólst í því að hann var með veika ósæð. Hann
gekkst undir afar flókna aðgerð í Cleveland i Bandarikjunum til að láta laga
7 gallann sem tókst vel. Hann náði reyndar aldrci að stimpla sig almennilega inn í
lið Inter og var seldur til Arsenal árið 1999 þar sem hann sló i gegn. Hann leikur
■ * ' nu með WBA i cnsku úrvalsdeildinni.
Kanu hefur stofnað goðgerðasamtök fyrir hjartveik börn og látið þannig
gott af sér leiða eftir að hafa barist við hjartasjúkdóm sjálfur.
Stále Solbakken
; Norski landsliðsmaðurinn Stále Solbakken neyddist til að leggja skóna á hilluna eftir aö
hann fékk hjartaáfall árið 2001, þá sem leikmaöur FC Köbenhovn í dönsku úrvalsdeildinni.
Solbakken fékk hjartaáfallið á a'fingu með llðinu í marsmánuöi og þurfti að gr.vöa í hann
hjartagangráð í kjölfarið. Eftir að hafa jafnað sig ákvað hann að einbeita sér að þjálfun og
stýrði hann liði Ham-Kam með góðum árangri en liðið varð i fimrnta sæti í norsku
* j úrvalsdeildinni i vor. I lok októbermánaðar var hann ráðinn þjálfari síns gamla liös, FC
Köbenhavn, sem er vitanlega eitt allra sterkasta knattspyrnulið Norðurlanda. Hann tekur við
liðinu þann I. janúar næstkomandi.
Heimsmeistarar Brasilíu
eru flottir á því því þeir hafa
leigt sér heilt hótel í Sviss
fyrir landsliðið í lokaundir-
búningi sínum fyrir HM í
knattspyrnu sem fer fram í
Þýskalandi næsta sumar.
Brasilíumenn verða á lúxus-
hóteli við Luxern-vatn frá
22. maí til 4. júní en á þess-
um tíma verða engir aðrir
gestir á hótelinu. Heims-
meistarakeppnin hefst sfðan
9. júní en
það er búist
við miklu af
brasilíska
landsliðinu
sem hefur
marga af
bestu knatt-
spyrnumönnum heims inn-
an sinna raða.
Theódór Óskarsson byrjaður að spila með Fylki á nýjan leik
Ætla að taka þetta með trompi
Theódór Óskarsson knattspyrnu-
maður hefur ákveðið að taka fram
skóna á nýjan leik og hefur hafið æf-
ingar með Fylkisliðinu, þar sem
hann ólst upp. Theódór er 25 ára
gamall en hefur ekkert spilað með
Fylkisliðinu undanfarin tvö ár. Hann
spilaði fáeina leiki með ÍH í 3. deild-
inni síðastliðið sumar en hefur nú
ákveðið að hella sér út í knattspyrn-
una af fullum krafti.
„Mér líst mjög vel á að vera kom-
inn aftur í Fylki. Mér líst líka þrusu-
vel á þjálfarann enda er Leifur skóla-
stjóri og með allt sitt á hreinu. Algjör
nagli," sagði Theódór í léttum tón í
gær. Hann segist hafa hætt á sínum
tíma þar sem hann hefði einfaldlega
verið með hugann við annað en
knattspyrnuna. „Það þýðir ekkert að
vera í þessu nema af heilum hug.
Kannski var ég bara ekkert nógu
góður, maður veit aldrei. En nú er ég
kominn aftur á fullt skrið og ætla
mér að taka þetta með trompi. Ég
hef ekkert stundað knattspyrnu að
neinu ráði í tvö ár en nú er löngunin
til að spila fótbolta vöknuð aftur."
Hann segir að sér líði eins og að
hann sé að koma heim eftir langa
fjarveru, enda þekki hann flesta þá
sem eru hjá Fylki nú. Theódór er
uppalinn Arbæingur og faðir hans,
Óskar Theódórsson, var á sínum
tíma grimmur markaskorari. Hann
var markahæsti maður Fylkis sem
varð 3. deildarmeistari árið 1987 og
skoraði meðal annars tvö mörk í úr-
slitaleik deildarinnar gegn Tinda-
stóli, sem landsliðsþjálfarinn Eyjólf-
ur Sverrisson lék með á þeim tíma
og skoraði hann einnig tvö mörk í
leiknum.
Sjálfur varð Óskar bikarmeistari
með Fylki 2001 og 2002 og spilaði
hann stórt hlutverk í síðari leiknum,
gegn Fram. Hann lagði upp mark í
stöðunni 1-1 og bætti svo sjálfúr við
þriðja marki Fylkismanna og inn-
siglaði sigurinn.
eirikurst@dv.is
Theódór Óskarsson
Fylkismaður sem er kom-
inn„heim" d nýjgn leik.
t