Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Stuðmenn í fótbolta Fótboltaliðið Stuðmenn sigraði á opna Sjóvármót- inu í fótbolta á Hólmavík á laugardaginn. Voru Stuð- menn lið Orkubús Vest- fjarða á Hólmavík. Fengu Stuðmenn 16 stig en lið sem nefndist Sigurliðið endaði í öðru sæti með 13 stig. Nánar má lesa um mótið á strandir.is. Þar kemur meðal annars fram að maður mótsins var val- inn Stuðmaðurinn Bjarki Guðlaugsson. Vísað hálfum úr skóla Ódælum nemanda grunnskólans í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur verið vísað úr skólanum að hluta. Hreppsráðið hefur staðfest að fram tii jóla fái nemandinn aðeins að mæta tvisvar í viku í skól- ann. Til þess að nemand- inn fái að mæta þarf að gera atferlissamning milli hans og skólastjórnenda. Þá á félagsráðgjafi að fylgja nemandanum í kennslu tvo daga í viku. Endurskoða á fyrirkomulagið um áramót. Þá á félagsþjónusta hrepps- ins að sjá fjölskyldu nem- andans fyrir ráðgjöf til að móta heilstætt úrræði. Valberg fær fingurinn Millinafnið Val- berg er ekki gott og gilt. Þetta er niður- staða Mannanafna- nefndar sem á dög- unum kom saman til fundar í Lögbergi þar sem þetta eina mál var til úrskurðar: „Nafnið Valberg er ekki til á mannanafnaskrá sem milli- nafn. Hins vegar er Valberg skráð í þjóðskrá sem ættar- nafn og eiginnafn í karl- kyni. Ættarnafn er einungis heimilt sem millinafn í þeim tilvikum sem getur í 7. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Þar sem úr- skurðarbeiðendur falla ekki undir þar tilgreind skilyrði er beiðni þeirra um nafnið Valberg sem millinafn hafnað." Leigjandi friðarleiðtogans Ástþórs Magnússonar, Ágúst Helgason, segir Ástþór hafa sent átta hrotta á sig. Mennirnir höfðu í hótunum við Ágúst og gerðu honum ljóst að hann skyldi vera kominn út úr íbúð Ástþórs um næstu mánaðamót. Menn- irnir voru vopnaðir. Ágúst er nú þegar fluttur úr íbúðinni til að vernda öryggi fjöl- skyldu sinnar. Vopnaðir hrottar á vegum Asthórs ógnuðu leigjanda Leigusamningurinn Isamningnum er langur listi yfir verk- efni sem Ágúst átti að vinna fyrir Ástþór. Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Ásþór Magnússon boðaði heimsbyggðinni frið með samtökum sínum Friði 2000. Friðar- hugsjónin virðist Ástþóri þó fjarlæg um þessar mundir. Ágúst ITelgason, sem hefur leigt af honum íbúð í Seljahverfínu í Breið- holti um tveggja mánaða skeið, segir hann hafa í fyrrakvöld sent átta menn á sig. Að minnsta kosti tveir voru vopnaðir, annar barefli og hinn hnífi. Skilaboðin voru einföld: „Komdu þér út.“ Flutt út af ótta Blaðamaður DV fór og hitti Ágúst í leiguíbúðinni í Seljahverfi. Eftir að „Þettá voru svona átta til níu menn sem slógu hring utan um mig,“ segir Ágúst um óvænta heimsókn sem hann fékk þegar hann kom heim á mánudagskvöldið. Mennimir biðu inni í forstofu íbúðarinnar og komu út um leið og þeir sáu Ágúst. Hann segir augljóst að Ástþór hafi látið þeim í té lykil að íbúð sinni. Með Ágústi vom tveir synir hans, tólf og fimm ára. Vopnaðir hnífi og barefli „Þeir sögðu að ég ætti að koma mér út fyrir mánaðamótin," segir Ágúst um skilaboð hrottanna. „Ég sagði þeim að það hefði aidrei neitt annað staðið til." Mennimir vom mjög ógnandi, meðal annars segistÁgúst hafa séð að einn þeirra hélt á barefli og annar var með hmf innan á sér. „Ég þorði ekki að gera neitt þama, enda ætlaði ég ekki í neitt rugl með bömin mín hjá mér." Ágúst hefur leigt íbúð af Ástþóri um tveggja mánaða skeið, en í húsinu em einnig samtökin Friður 2000. Ágúst rifti hins vegar leigusamningn- um um síðustu mánaðamót þar sem Ástþór hafði ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Ástþór stóð ekki við sitt „Leigan var lækkuð niður úr 170 þúsund niður í 110 þúsund og í stað- inn átti ég að sinna vinnu við húsið," segir Ágúst en í leigusamningnum er langur listi yfir verkefni Ágústar. Með- al annars að setja upp eldhús- og bað- innréttingu sem ekki er til staðar í íbúðinni. Ágúst rifti samningnum vegna þess að Ástþór átti að kaupa innréttingamar en gerði ekki. Það gerðist um síðustu mánaðamót þegar Ástþór kom heim frá Danmörku þar sem hann býr nú. hafa verið boðið inn læsti Agúst bæði útidyrahurðinni og millihurðinni. Augljóst var að hann var skelkaður vegna heimsóknar hrottanna kvöldið áður. „Við erum flutt út," sagði Ágúst, sem segir ógn steðja að öryggi fjöl- skyldu sinnar. Hann tekur augljóslega enga áhættu ákveði hrottar Ástþórs að koma í heimsókn á nýjan leik. Lögreglan gerir ekkert I kjölfar heimsóknar hrottanna leitaði Ágúst á náðir lögreglunnar og hugðist leggja fram kæm á hendur Ástþóri. Viðbrögð laganna varða vom þó á annan veg en hann bjóst við. „Lögreglan sagðist ekkert geta gert í málinu vegna þess að það sá ekkert á mér," segir Ágúst og er augljóslega ekki sáttur. „Em þeir að bíða eftir að ég drepist?" spurði hann í kjölfarið. johann@dv.is tsm Biðu í anddyrinu Hrottarnir átta biðu Ágústar í andyrinu. Augljóst var að þeir höfðu fengið lykil hjá Ástþóri. Friðarleiðtoginn Ástþár Magnússon sendihóp vopnaðra hrotta til að hræða leigjanda sinn. Jólin eru að koma! Svarthöfði er að komast í jóla- skap. Svarthöfði áttaði sig reyndar á því að enn er meira en mánuður til stefnu en það breytir litlu. Alls stað- ar þar sem Svarthöfði kemur er eitt- hvað sem minnir á jólin. í útvarpinu hlustar Svarthöfði á jólalög, í glugga verslana em komnar jólaútstillingar og á götum em komnar upp skreyt- ingar. Svarthöfði keyrði dóttur sína í skólann í gærmorgun og þá tók hann eftir því að dugmiklir bæjar- starfsmenn voru búnir að hengja upp jólatré á hvern einasta ljósa- staur í hinu failega bæjarfélagi sem Svarthöfði býr í. Dóttirin komst strax Svarthöföi í jólaskap og Svarthöfði byrjaði að söngla jólalög. Fljótiega áttaði Svart- höfði sig þó á því það var aðeins 22. nóvember. Það skipti þó litlu máli því hinn góði andi jólanna gerir sig vel gildandi á hvaða tíma sem er. Jafnvel þótt meira en mánuður sé til jóla gat Svarthöfði ekki annað en brosað í kampinn. Svarthöfði hefur lengi hlustað á barlóm nokkurra leiðindaseggja sem hafa vælt og skælt yfir því Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað alveg þrusufínt," segir Karl Olgeirsson, hljómborðsleikari og hljómsveit- arstjóri.„Það er verið að á fullu að taka upp Það var lagið. Þetta er svakatörn sem gengur mjög vel. Við tökum upp tvo þætti á dag í heilan mánuð. Fyrsti þátturinn í nýju syrpunni verðursýndur um jólin. Þá verðum við með einhverjar kanónur." hversu snemma jólin koma á ári hverju. Þeir kvarta yfir því að jólin birtist alltaf fyrr og fyrr með hverju árinu sem líður en Svarthöfði skilur ekki þeirra afstöðu. Fyrir honum em jólin holdgervingur gleði og friðar, sem em hlutir sem oft em ekki fyrir- ferðarmiklir í hinu daglega lífi ís- lendinga. Svarthöfða finnst að ís- lendingar eigi að fagna komu jól- anna, hvort sem það er byrjað að hita upp fyrir þau í október eða nóv- ember. Svarthöfði fagnar þeim sem syngja Gleði- og friðarjól með Pálma Gunnars í október og skammast sín ekki fyrir það. Hinir ættu að læra að slaka á og njóta dýrðarinnar. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.