Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Qupperneq 27
DV Lesendur
MIÐVIKUDACUR 23. NÓVEMBER 2005 27
Life Magazine hóf göngu sína
Úr bloggheimum
Gejað skrítnar eikkað
„Nú er mín komin heim frá Dubai er er al-
veg i skýjuinum! Ég hefaldrei á ævi minni
vitað um jafn fallegt land. Tetta var mesta
prinsessuferð i heimi og„The trip ofmy
life"!!
Hótelið erþað flottasta sem ég getsagt!
Þetta er svo skritið eitthvað, alveg eins og
bygging sem er i geimnum. allar bygging-
ar á Dubai eru svo skritnar eikkad. Heavy
flottar en gejad skritið eitthvað! En þegar
við komum á hotelið þá tékkuðum við
okkur inn og ég fékk vægt áfall Þegar ég
sá herbergið mitt! Þetta var bara mesti
lúxus EVERI!!! snirtiborð með öllu fyrir
mig, trilljón tegundir afBody Lotion
fyrig mig og allt, ferskir ávextir,
10 vatnsflöskur, ALLTÍ
GULLIH stæðsta rúm ever."
Fegurðardrottningin
Hildur Hauksdóttir -
blog.central.is/hildur-
hauksd
Arnaldur hér og þar
„I gær gerðist það að leitaroröið „Arnald-
ur", staðsetti síðuna mlna í sjötta sæti.
Sem að er óásættanlegt. Almennt hefég
nú verið i toppbaráttunni og gjarnan haft
þriðja sætið, en núna er einhver finnsk
áhugamannasiða um Arnald Indriða far-
in að outranka mig. What up með það?
Ussss!!! Hvernig getur einhver finnsk eða
dönsk siða um einhvern Arnald
gaur, sem er ekki ég, verið
að outranka mig? Þetta
þýðir bara eitt. Þið fólk
eruð ekki nógu dugleg
að linka á mig og eruð
bara almennt ekki nógu
dyggir þegnar, og ekki
nógu dugleg að standa vörð
um google-ranking-ið mitt!!!
FússumsveiH!"
Arnaldur Grétarsson -
arnaldur.sytes.net
Lækningarmáttur netsins
„Ég hefaldrei almennilega skiliö hvað fær
fólk til að halda úti dagbók eða hugsana-
bók á vefnum. Ég er satt að segja búin að
velta þessu fyrir mér lengi. Kannski erum
við loksins búin að uppgötva að
það er ekkert vit í þvi að
skrifa dagbækur sem eng-.
inn les. Nema kannski
sagnfræðingar framtiðar-
innar eða bókmennta-
fræðingar. Kannski erþað
bara gott fyrir sálina. Að
blogga meina ég. Ég hallast helst að því.
Að internetið hafi einhvern undarlegan
lækningarmátt."
Hugrún Hrönn Ólafsdóttir-
blogg.is/sogumenn
Á þessum degi árið 1936 kom fyrsta
tölublað Life Magazine út. Mynd eftir
Margaret Bourke-White af Fort Peck-
stíflunni var á forsíðu þess, en á síðu 2
var mynd af lækni með nýfætt bam á
hvolfi, klappandi á bak þess, með fyr-
irsögninni Life Begins; Mfið byrjar.
Life Magazine hefur þótt í gegnum
69 ára sögu þess vera eitt fremsta
tímarit sinnar tegundar, með áherslu á
gæðaljósmyndir og öfluga fréttaöflun.
Sumir fremstu ljósmyndarar okkar
tíma hafa átt myndir í Life, þ. á m.
Mary Ellen Mark, Afffed Eisenstaedt
og Ralph Crane. Ragn-
ari Axelssyni, ljós-
myndara á Morgun-
blaðinu, hefur einnig
verið sýndur sá heiður
að fá myndir sínar birt-
ar í Life.
Tímaritið var fyrst
Life Magazine A afmæli i dag.
** Æ
gefið út
vikulega tíl
ársins 1972
þegar erfið-
leikar í ssr
rekstri réðu
niðurlögum
þess. Það
hóf síðan
aftur útgáfu mánaðarlega á árunum
1978 til 2000. Síðan þá hefur blaðið
Arið 1939 var fyrsta orr-
usta herskipa í seinni
heimsstyrjöldinni háð
undan suðausturströnd
íslands. Um 270 manns
fórust en 23 var bjargað
verið sett inn í helstu dagblöð í
Bandaríkjunum og er gefið út í 12
yj milljónum eintaka í viku hverri.
Á níunda áratugnum fór tíma-
ritið í mál við h'tið tímarit á ís-
landi sem þá hét Líf vegna notk-
unar á nafninu. Líf tapaði málinu
og breytti í kjölfarið nafni sínu í Nýtt
h'f.
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Gotl skjól lyrir bulli
GyM Jónsson skrifar.
í lesendabréfi um daginn skrifaði
kona að þjónusta hafi batnað í versl-
unum. Konan vildi meina að áður fyrr
hafi þjónustufólk verið ókurteist, til
að mynda talað í síma og verið með
dónaskap þegar það var að sinna af-
greiðslu.
Það má vera að þjónustufólk sé
kurteisara og brosmildara en áður, en
Lesendur
það merkir ekki að þjónustan hafi
batnað. Mér finnst það frekar vera
merki um að þjónustufyrirtækin hafi
meira tangarhald á starfsfólki sínu og
starfsfólkið sýni yfirboðurum sínum
undirgefni.
Þjónustukannanir eru ein sönnun
þess en þær fara þannig fram að
leynilegur viðskiptavinur fylgist með
starfsfólki og gefitr því einkunn eftir
því hvað brosið er breitt. Ef brosið er
ekki nógú breittj lækkar allur vinnu-
staðurinn í launum.
Besta þjónustufyrirtækið er það
fýrirtæki sem setur sér heimskuleg-
ustu starfsreglumar og er með auð-
mjúkustu þjónustufúlltrúana til þess
að hlusta á fúla kúnnana. Þjónustu-
fulltrúarnir virka þánnig sem skjól
fyrir öllu bullinu sem fyrirtækið er
byggt á.
Síminn er gott dæmi um slíkt fýrir-
tæki enda markaðsfyrirtæki ársins.
Óábyrgt eldvarnarátak
Kristjana skrifar:
Ég las í fréttum að nýtt eld-
varnarátak Landssambands slökk-
viliðs- og sjúkraflutningsmanna
fælist að stórum hluta í því að litlir
krakkar, nánar tiltekið nemendur í
þriðja bekk, séu gerðir að öryggis-
vörðum á sínu heimili. Börnunum
er víst sagt að ítreka við foreldra
sína að brunavarnir á heimilum
þeirra séu í lagi. Virkar voðalega
sniðugt við fyrstu sýn en þegar litið
er aðeins nánar á málið er þetta
ekkert mjög sniðugt. Ég er hrædd
um það sem gæti gerst fari svo að
það kvikni í húsinu hjá einhverju af
þessum börnum. Hvernig ætli þeim
muni líða þá? Slökkviliðið búið að
tilnefna barnið sem sérstakan
brunavörð heimilisins og svo
kviknar í. Barnið fær væntanlega
samviskubit því það, sem bruna-
vörður heimilisins, hefur brugðist
skyldum sínum. Þessi litlu börn
munu ábyggilega áfellast sjálf sig.
Þess vegna finnst mér afar óábyrgt
að setja þessar skyldur á svo lítil
börn og finnst mun sniðugra að
-----------SE------
Jón Einarsson
skrifar um nafnleynd. Á
jÉKÉÍÍ
Stærsti gæðastimpillinn er að Síminn
varar viðskiptavini sína við því að
símtal við þj(?5!0stuóefsé hljóðritað?
Annars væri gaman að mæla röðina
þar. Ég er ekki viss um að ég færi oft í
búð þar sem 20 manns væru á undan
mér í röðinni.
Eldsvoði Kristjana er hrædd um að börn
áfellist sig sjálfkvikni i heima hjá þeim i kjöl-
farþess að börn hafa verið útnefnd bruna-
verðir heimilanna.
beina átökum sem þessum að þeim
sem eiga að bera ábyrgðina; for-
eldrunum.
Framsóknarmaðurinn segir
Óskar
nafnleyndar
Stjómsýslumál geta hafist með
ýmsum hætti. Einn af mörgum er
það að inn í æðra setta stjórnsýslu-
stofnun kemur kvörtun yfir starfs-
háttum lægra setts stjómsýsluvald-
hafa. Mögulegt er að slík kvörtun sé
nafnlaus, en eðlilegra er að kvart-
andi komi ff am undir nafni. Ef ekk-
ert annað liggur fyrir sem styður
kvörtunina getur stjómsýslustofii-
unimú verið heimilt að líta framhjá
nafhlausri kvörtun. Ef hins vegar
áður framkomnar kvartanir, áminn-
ingar, stjómsýsluúttektir eða ein-
hver önnur gögn gefa vísbendingu
um að kvörtun geti átt við rök að
styðjast er óheimilt að virða hana
að vettugi
þótt hún sé
nafnlaus.
Nafnlaus
kvartandi á
þó ekki sama
rétt og sá
sem kvartar undir nafiii t.d. til að
teljast aðili máls og eiga kröfu á rök-
stuðningi úrlausnar eða kæmaðild
ef kæruleið er til staðar.
Hafi hann hins vegar ákveðið að
koma fram undir nafni getur kvart-
andi ekki sett stjórnvaldinu nein
skilyrði um nafnleynd. Slík skilyrði
em að engu hafandi því stjómsýslu-
stofnanir em bundnar af lögum.
Þeim ber að upplýsa þann sem
kvartað er yfir um kvörtunarefnið
og þann/þá sem kvarta, nema því
aðeins að sérstök lagaheimild
standi til annars eins og er í 2. mgr.
19. gr. Bamavemdarlaga 80/2002
sem veitir þeim nafiúeynd sem
upplýsir yfirvöld um bam í hættu.
Það er því betra að hugsa sig um
áður en maður sendir stjómsýslu-
kvörtun hvort sem það er í nafri-
leynd eða undir nafni.
Vill gefa samkynhneigða saman
Það er ekki á hveijum degi að
sunnudagsprédikun vekur jafn
mikla athygli og sú sem Hjörtur
Magni flutti í Fríkirkjunni og út-
varpað var á RÚV. Sími Hjartar
Magna hefur verið rauðglóandi síð-
an þá, margir hringja til að sam-
sinna honum en einhveijir til að
andmæla. í prédikuninni mælti
Hjörtur fyrir frumvarpi ríkisstjóm-
arinnar um aukinn rétt samkyn-
hneigðra og mótmælti á sama tíma
þeirri mismunun sem stjómvöld
sýna trúfélögum.
„Það verður að hrista aðeins upp
í trúarstofhununum held ég.
Almenningur er miklu lengra á veg
kominn," segir Hjörtur Magni
ánægður með viðtökumar. „Það er
viðtekinn misskilningur að hlutverk
kirkjunnar og trúarinnar sé að við-
halda rikjandi ástandi. Það er í
rauninni andstætt boðskap Krists.
Jesús lagði sig í líma við að brjóta
niður samfélagslega múra sem að-
greina og aðskilja og ögraði öllum
þeim sem vom með fordóma. Hann
átti mikil samskipti við þá sem vom
settir á jaðar samfélagsins, þar sem
samkynhneigðum hefur löngum
verið komið fyrir í kristnu samfé-
lagi.
Það skref sem nú er verið að taka
hjá ríkisstjóminni miðar að því að
jafna rétt þeirra og ég vil að kirkjan
taki þátt í því með að samþykkja
kirkjulega vígslu sambanda sem
samkynhneigðir stofna til."
Hjörtur Magni veit að hann á sér
ekki eintóma já-menn innan kirkj-
unnar. „Þeir em auðvitað nokkuð
margir prestarnir sem mæla móti
mér, en ég rek það til viss
óöryggis og ótta af þeirra
hálfu. Fordómar stafa af
ótta og afneitun. Boðskap-
ur Krists felst í því að opna
faðminn og bjóða alla vel-
„Það verður að hrista
aðeins upp í trúar-
stofnununum held ég.
Almenningur er mikiu
lengra á veg kominn."
komna. Þetta er mér hugsjónarefni
og trúarsannfæring. Biblíuna er
hægt að túlka á ólíka vegu, en til að
skilja hana rétt þurfum við að nýta
okkur nútfmaþekkingu, sem er af
Guði gefin. Við þurfum líka að
draga lærdóm af sögunni, sem er
einstaklega mikilvægt í þessu ljósi,"
segir Hjörtur Magrú.
Hjörtur Magni Jóhannsson hefur veriö prestur í
Fríkirkjunni í Reykjavíkfrá 1998. Hann fæddist
í Kefiavík og ólst þar upp. Stúdent frá Fjöl-
brautaskólanum f Keflavík og lauk guðfræði-
námi frá Hf 1986 og héltáfram rannsoknar-
námi við hebreska háskólann í Jerúsalem.
00 £
S ’£ s:
5 'O 3
T3 -Q
.
S'-S
s s
SS
Maður