Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005
Sport DV
Fimm mörk
Fylkismanna
Fylkismenn unnu |
Stjörnuna, 5-0, í æf-
ingaleik í vikunni.
Jens Sævarsson var í
liði Fylkis í fyrsta
sinn og þá eru þeir
Ólafur Stígsson og
Haukur Ingi Guðna-
son komnir á fulit
skrið á nýjan leik en þeir léku
eitthvað með Fylki í síðustu
leikjum liðsins í Landsbanka-
deildinni í sumar. Báðir eru
þeir að jafha sig af kross-
bandameiðslum. Sævar Þór
Gíslason er enn að jafna sig
eftir sín krossbandaslit og
stefhir á að verða leikfær í
janúar.
Garðar á Beið til
Dunfermline
Garðar Gunn-
laugsson knatt-
spymumaður úr
Vaí er á leið til
Dunfermline, en
tilboð barst frá
skoska liðinu í
gær. Viðræður
við Val standa yfir
en Garðar segir að hann hafi
fengið jákvæð viðbrögð frá
félaginu og allt stefni í að
hann sé á leiðinni í skoska
boltann. „Þetta er frábært
tækifæri fyrir mig og mér líst
mjög vel á þetta félag,“ sagði
Garðar. Dunfermline er sem
stendur neðst í skosku úr-
valsdeildinni en félagið hefur
verið óheppið með meiðsli
leikmanna og eru aiis sjö
menn sem vom í byrjunarliði
liðsins í fyrsta leik í haust nú
á sjúkralista.
Styöur strákinn
Arnar Gunn-
laugsson, bróðir
Garðars, hefur
undanfarið æft
með Valsmönn-
um sem Garðar
er á mála hjá.
Arnar á enn eftir
að ákveða sig
hvað hann gerir næsta sumar
en óneitanlega hefði verið at-
hyglisvert að sjá þá bræður
leika saman. „Það hefði verið
gaman en maður skilur það
vel að hann vilji prófa sig
erlendis. Hann tók stórum
ff amförum í sumar og ég styð
hann heilshugar." Þriðji
bróðurinn, Bjarki, lék með
Amari í sumar en hann hefur
enn ekki gefið út hvort hann
verði með í slagnum næsta
sumar. „Það hefði verið sjón
að sjá okkur alla þrjá í sama
liðinu. En maður veit aidrei
hvað gerist í þessum fót-
bolta.“
n 19.15 KR-Keflavík og Breiðablik-Grindavík í Iceland Express-deild kvenna.
5f=fn, 19.30 Liverpool-Real Betis í meistaradeild Evr- ópu á Sýn.
19.45 Anderlecht-Chel- sea í meistaradeild Evr- ópu á Sýn Extra.
s&n 21.40 Meistaradeildar- mörkin með Guðna Bergs á Sýn.
■■Dþ 22.20 Handboltakvöld á Rúv.
Eins og DV greindi frá 1 gær á íþróttafélagið Þór í miklum fjárhagsvandræðum og
er félagsheimilið Hamar komið á nauðungaruppboð. Fyrr í haust fór fram fundur
fulltrúa Þórs, bæjaryfirvalda og íþróttabandalags Akureyrar, um málefni félagsins.
Ber mönnum ekki saman hvað fór fram á fundinum.
Félagsheimiliö
Hamar, félagshcimili Þors,
er ú naudungaruppbodi
vegna skulila Þórs.
Eins og fram kom í DV Sporti í gær á íþróttafélagið Þór á Akur-
eyri í miklum greiðsluerfíðleikum og fátt annað en gjaldþrot sem
blasir við. Eina fasteign félagsins, félagsheimilið Hamar við
Skarðshlíð, hefur þegar verið boðið upp á nauðungaruppboði
sem verður framkvæmt í annað sinn í næsta mánuði.
í haust var haldinn fundur þar
sem fulltrúi bæjarins er sagður
hafa lofað því að
koma félag-
inu til bjargar
fram yfir
bæjar-
stjórnar-
kosningar.
Það er mis-
skilningur,
segir varafor-
maður ÍBA
sem einnig
sat fundinn.
Fundinn
sátu fulltrúar
Þórs, þeirra á
meðal Rúnar
Sig-
Kristinn Svar
son Deildarstjóri Iþrótta-
og tómstundadeildar hjá
Akureyrarbæ. Sagður
hafa lofað Þór að koma
tryggsson framkvæmdastjóri fé-
lagsins, fulltrúar íþróttabandalags
Akureyrar og Kristinn Svanbergs-
son deildarstjóri íþrótta- og tóm-
stundadeildar hjá Akureyrarbæ.
í samtali við DV Sport stað-
festi Rúnar að Kristinn hafi
lofað því fyrir hönd bæjarins
að veita íþróttafélaginu Þór
næga fjárhagslega aðstoð til
að fresta nauðungaruppboð-
inu fram yfir sveitastjórnar-
kosningar vorið 2006. „Hann
sagði að þetta væri bara smá-
* mál, að fá styrki til að redda félag-
inu fram yfir kosningar og svo yrði
tekin umræða um framtíð
félagsins eftir það,“ sagði Rún-
ar. „En þarna var hann
greinilega ekki að
tala í umboði
neins og
kann ég
ekki neinar
skýringar á
því. En
hann fór
mjög létt-
Kristján ÞórJúlíusson
Bæjarstjórinn á Akureyri
sem vill sameina Þór og KA.
„Það er ekki í okkar
valdi að veita slík lof-
orð og því hlýtur að
vera um misskilning
að ræða."
um orðum um þetta mál.“
Sjálfur vildi Kristinn ekkert láta
eftir sér hafa um þetta mál þeg-
ar DV Sport hafði sam
band við hann í gær,
En Sigfús Hall-
dórsson, varafor-
maður ÍBA, sat
einnig fundinn
sem hann segir
hafa verið haldinn
að tilstuðlan Krist-
ins og ÍBA. „Bæði
ég og hann lögðum V
fram aðeins hug-
myhd um að félagið
fengi fyrirgreiðshi en þá
áttu stjórnmálamenn
eftir að fara
höndum
sínum um
málið,
enda
þeirra
að ráða
fram úr
þessu. Það er ekki í okkar valdi að
veita slík loforð og því hlýtur að
vera um misskilning að ræða af
hálfu Þórsara," sagði Sigfús.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri Akureyrar hefur lengi haldið
þeirri sinni skoðun fram að sam-
eina eigi félögin tvö og tekur Rúnar
undir það, hvað varðar meistara-
flokk í handbolta og fótbolta. Síð-
astliðin tvö ár hafa hvorki KA né
Þór átt fulltrúa í efstu deild karla
eða kvenna og óttast Rúnar að
hið sama muni taka við í
handboltanum þegar nú-
verandi skipulagi DHL-
deildarinnar verður
breytt og aðeins átta lið
verða í efstu deild á
næsta ári.
Kristinn var kosn-
*' ingastjóri bæjarstjóra í
sveitarstjórnarkosning-
unum síðustu.
eirikurst@dv.is
KSÍ og ÍSÍ halda um helgina sameiginlega ráðstefnu um þjálfun hjá erlendum liðum
Hvað geta íslenskir lært af heimsóknum
til erlendra liða?
Knattspymusamband Islands og
íþróttasamband fslands bjóða fróð-
leiksþyrstum þjálfurum upp á ókeyp-
is ráðstefnu um reynslu íslenskra
þjálfara af heimsóknum sinna til er-
lendra liða en hún mun fara fram í
íþróttamiðstöðinni í Laugardal um
næstu helgi.
Nú er möguleiki fyrir þjálfara að
nýta sér reynslu kollega sinna sem
hafa farið út og kynnt sér hvemig
menn fara að hjá stóm klúbbunum í
Evrópu því tíl þess að verða sam-
keppnishæfir á erlendri gmndu þurfa
íslenskir knattspymumenn að fá eins
góða þjálfun og mögulegt er.
í fréttatílkynningu frá KSÍ og ÍSÍ
kemur fram að á undanfömum ámm
hafa fjölmargir knattspyrnuþjálfarar
heimsótt erlend félagslið og kynnt sér
þjálfun þeirra. Nokkrir þjálfarar hafa
hlotið styrk frá Verkefnasjóði ÍSÍ
vegna þessa, en sjóðurinn hefur á
undanfömum árum styrkt einstak-
linga tU að kynna sér þjálfun erlendis.
Á þessari ráðstefnu er ætlunin að
kynna það helsta sem fyrir augu bar
og gefa öðmm þjálfurum möguleika á
að fá innsýn í heim þjálfunar í Evrópu
sem eflaust kemur að góðum notum
við knattspymuþjálfun bama- og
unglinga á íslandi. Það kostar ekki
neitt eins og áður sagði að taka þátt í
þessari ráðstefnu en þátttakendur
verða Júns vegar að skrá sig í síðasta
lagi fösmdaginn 25. nóvember. Það
Fór til Arsenal Kristján Guðmundsson,
þjálfari Keflavikur, miðlar afreynslu sinni
afþjálfun unglinga og aðalliðs hjá Arsenal
en hann er nýkominn heim úr heimsókn til
ensku bikarmeistaranna i Lundúnum.
Kristján er einn afþeim sem segja frá á
ráðstefnunni um næstu helgi.
geta menn gert með því að senda
tölvupóst á netfangið ragga@ksi.is
eða með því að hringja í síma 510
2900.
dagskrA sameiginlegar
ráðstefnu ksí og isí um
ÞJÁLFUN HJÁ ERLENDUM LIÐUM:
13.00 Setning
13.10 Þjálfun hjá Empoli, (talíu - Lárus
Grétarsson
13.40 Þjálfun hjá Bolton, Englandi - Will-
um Þór Þórsson
14.10 Þjálfun aðalliðs og varaliðs Werder
Bremen, Þýskalandi - Gunnar Guðmunds-
son
15.00 Þjálfun unglinga og aðalliðs Brönd-
by, Danmörku - Björgvin Finnsson
15.30 3. stigs markmannsþjálfunarnám-
skeið í Svíþjóð - Þórður Þórðarson
16.00 Þjálfun unglinga og aðalliðs hjá
Arsenal, Englandi - Kristján Guðmundsson
16.30 Samantekt og ráðstefnuslit.