Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Side 24
-1 24 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 Útivist & ferðalög DV / DV á miðvikudögum Algjör þægindi á fyrsta farrými Samkvæmt lista forbes.com býður flugfélagið Cathay Pacific upp á mestu þægindin í loftinu. Flugfélagið er staðsett í Hong Kong og bíður aðeins upp á tólf sæti á fyrsta farrrými. Sætisbök- in geta verið lögð alveg niður auk þess sem sætin eru algjörlega stillanleg. Ailir tólf farþegarnir hafa sitt eigið sjónvarp og mynd- bandstæki. Matreiðslumaður sér um að elda það sem þig langar í og eldar jafnvel matinn fyrir framan þig. Farþegar geta að sjálf- sögðu vafrað um á netinu á mesta mögulega hraðanum eða skellt sér í sturtu eða nuddpott. Útivist um helgina Ferðir framundan ískiifurnámskeið fyrir byrjendur 23.11 ísklifurnámskeið fýrir byrjendur verður fyrst bóklegt innanhúss í húsakynnum ísalp í Skútuvogi 1. Þar verður farið yfir hnúta, kynnt hug- tök og búnaður í ísklifri o.fl. Mæting í bóklega hlutann verður miðviku- dag 23. nóv. kl. 20. Laugardaginn 26. nóv. verður síðan haldið út í ísinn. Þar verður kennt að klifra, tryggja línur og nota ísskrúfur og margt fleira. Farið verður í ís í nágrenni Reykjavíkur þar sem aðstæður eru bestar. Verð er 15 þús. kr. en 10 þúsund kr. fyrir félaga í Isalp sem hafa greitt ár- gjald sitt. ísalp niðurgreiðir mismuninn. Búnaðarleiga er ekki innifalin í verðum. Myndasýning frá Himalaya 30.11 ívar F. Finnbogason heldur myndasýningu frá Himalayaleiðangri sínum í haust. Glíman við Pumori og Island Peak. Þetta er kjörið tækifæri til að kíkja á ferskar fjallamyndir og fá sér ókeypis veitingar í boði klúbbs- ins og skemmta sér. Munið félagsskírteinin til að fá frítt inn. Hinir borga 500 kr. og veitingar innifaldar. Mæting í Klifurhúsið kl. 20. GPS-námskeið 24.11 Fimmtudaginn 24. nóvember kl. 19.30-22.30 verður haldið GPS- námskeið á skrifstofú Útivistar. Leiðbeinandi er Sigurður Jónsson hjálp- arsveitarmaður. Farið verður yfir notkun GPS-tækja. Kennslan er sér- staklega miðuð við félagsmenn jeppadeildar og notkun þeirra á GPS- tækjum en er þó opið öllum. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns og því er nauðsynlegt að skrá sig á skrifstofunni sem fyrst með því að hringja eða senda tölvupóst. Verð fyrir félagsmenn 1.200 kr. og fyrir aðra 2.000 kr. Aðventu- og jólastemmning i Básum 25.-27. nóvember Aðventu- og jólastemmning í Básum. Gönguferðir, jólaföndur, jólahlaðborð, kvöldvaka. Kjörin fjöl- skylduferð. Fararstjórar Marrit Meintema og Emilía Magnúsdóttir. Sc Skjaldbreið 26.11 Ferðafélagiö Útivera stendur fyrir dagsferð á Skjaldbreið laugardag- inn 26. nóvember. Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 8.00. Áætluð koma til Reykjavíkur kl. 18.00 Ekið um Þingvelli, Uxahryggjaleið, beygt hjá Brunnum og ekið að Skjaldbreið og gengið upp að gíg. A Skjald- breið er stórfenglegt útsýni í allar áttir. Þátttaka ókeypis - far- ið á einkabílum (jepp- um). Sameinast í bfla í Mörkinni. Margrét Gunnarsdóttir er sannkallaður ferðalangur en hún sér um heimasíðuna ferdalangur.net þar sem er að finna allt milli himins og jarðar varðandi ferðalög. Uppáhaldslandið hennar Margrétar er Ítalía en henni þykir einnig afar vænt um Austurriki, Sviss, Tékkland og Ungverjaland. „Mér finnst mjög mikil- vægt að fólk æði ekki bara I afstað heldur lesi sér til - um staðinn sem það ætlar að heimsækja." Margrét Gunnarsdóttir„t/ppd/ia/ds- landið mitt er ítalla sem stafar afþví að ég var upphaflega skiptinemi þar fyrir mörgum árum og við það kviknaði bakt- erían/segir Margrét Gunnarsdóttir bóka- safnsfræðingur, fararstjóri og umsjónar- maður heimasiðunnar ferdalangur.net. .■ «5 .Js Njóttu ferðarínnar brosandi Settu uppáhaldsvínið eða gosið þitt í vatnsflösku svo þú þurfir ekki að borga morð fjár fýrir það í flug- vélinni. Vertu almennileg/ur við starfs- fólk flugvallarins og flugþjónana. Tafir og önnur óþægindi eru sjaldn- ast þeim að kenna. Ef þú þolir ekki samræður við ókunnuga fáðu þér þá bol með áletruninni „Ég er ekki dóni. Ég er heymalaus". Leiktu þér að því að búa til lff samfarþega þinna. Horðu í kring- um þig og láttu ímyndunaraflið taka stjómina. Hvers konar lífi heldurðu að þreytta konan með hallærislegu gleraugun lifi? Er hún á leið á ástarfund við gamlan skólafé- laga? Taktu rafhlöðurnar úr öllum raf- magnstækjum. Annars gætirðu lent í vandræðalegri uppákomu. Ekki borða neitt sem framleiðir loft í maganum á þér. Farðu í þægilegum en snyrtileg- um fötrnn. Biddu alltaf um að fá að sitja við ganginn svo þú hafir meira pláss fyrir fæturnar. Taktu með þér nesti ef flugvéla- maturinn reynist óspennandi. Mundu að fólk er fólk og hefur tilfinningar eins og þú. Það kemur alls staðar frá og er ólfkt en samt svo líkt. Sumir drekka áfengi á meðan aðrir vilja spjalla. Taktu með þér bók eða kross- gátu til að dreifa huganum. Reyndu að hreyfa þig duglega daginn fyrir brottför svo þú sofnir frekar í vélinni. Vertu sú persóna sem þér finnst skemmtilegast að ferðast með. Leigðu þína eigin vél. Keyrðu á leiðar- enda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.