Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 4

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 4
256 FRE YR meS að venjast umhverfi i nýrri sveit en í kaupstað, því „grjótið er þeim gramast, sem gróðurilminn þrá,“ Allir þrá í rauninni frið og frelsi framar öllu öðru. Sveitin gefur hvorttveggja. Hvergi er meiri friður og kyrrð en á fögr- um vordegi „blómabrekku undir“. Þar verð- ur heldur enginn einmana, — því blóma- skrautið og „bláloftin hljómandi af söng- fuglaóm“ veita manni heilbrigt viðtal. Þetta heilbrigða viðtal náttúrunnar hefir gefið fólkinu vit og þroska til að varðveita ís- lenzkt þjóðerni um ára- og aldaraðir. „Ástkæra ylhýra málið“ hefir bezt varð- veitzt í sveitunum, og gerir það enn. En veigamesti þáttur í þjóðernisbaráttunni er að varðveita óspillt móðurmál sitt. Má því segja, að lífsneisti þjóðarinnar hafi lifað bezt í sveitum landsins. „En oft er þröngt í búi og dimmt í dala- kofa“, segir Davíð. Ekki er alltaf vor og sumar i sveitinni. Oft hefir veturinn á ís- landi verið harður og óvæginn og fólkið ekki nógu vel undir hann búið að ytri gæð- um. Þetta hefir mjög breytzt til hins betra á síðustu áratugum. Öryggið til afkomunn- ar hefir orðið meira, og vellíðan fólksins aukizt. — Enn þarf þó að herða róðurinn, svo að sveitirnar beri þann glæsisvip, sem þær eiga skilið. Þó að við réttilega dá- sömum sveitalífið og séum stolt af menn- ingu sveitafólksins og þrótti, þá göngum við þess ekki dulin, að vel má á halda, ef sveita- menningin á að halda sínum sessi í þjóðfé- laginu. Kaupstaðir og þorp hafa betri að- stöðu, að mörgu leyti, til að veita ungling- unum margháttaðri fræðslu en sveitirnar, enda elst upp í kaupstöðunum margt af glæsilegu og vel menntu fólki, og er það gleðilegt. — En það þarf að keppa að því að gera aðstöðu æskufólksins í sveitinni til lær- dóms og aukinnar þekkingar jafn góða og í þéttbýlinu, án þess þó að það þurfi að slitna úr tengslum við æskuheimilin. Það þarf fyrst og fremst að auka velmegun sveitanna með góðum húsakosti, mikilli ræktun, fjölgun býla, góðum vega- og síma- samböndum, rafmagni o. fl. — Það þarf að rísa í hverju héraði menningarstofnun, þar sem héraðsbúum sé auðvelt að sækja þekk- ingarforða sinn til, samhliða því, sem þeir teyga i sig bjartsýni og þrótt frá náttúrunni sjálfri í heimahögunum. Þetta er, sem bet- ur fer, allt að þokast í áttina. Hin glæsi- lega menningarstofnun á Laugarvatni í Ár- nessýslu er talandi vottur þess. Okkar land á marga fræga og fagra staði, fræga sögulega séð og fagra frá náttúrunn- ar hendi, nema hvorutveggja sé. Þannig á þjóðin sameiginlega Þingvelli, sem eru allt í senn, sögulega frægir, dásamleg náttúru- smíð og yndislega fagrir. „Þar hefir steinninn mannamál og moldin sál,“ segir Davíð. Ég harma það, að íslendingar skuli ekki alltaf hafa háð sitt Alþing á Þing- völlum, þar sem saga þjóðarinnar er svo við tengd. Ég hefi þá trú, að farsæld fylgi þeim stað framar öðrum stöðum á landinu, til þess að taka þar mikilvægar ákvarðan- ir fyrir land og lýð. Og vel mætti það at- hugazt af glöggum og þjóðhollum mönnum, hvort ekki væri rétt, þegar byggt verður nýtt þinghús fyrir Alþingi, að sú þinghöll verði reist á Þingvöllum. — Við Snæfellingar og Hnappdælir eigum marga fræga og fagra sögustaöi, en líklega mun Helgafell í Helgafellssveit bera þar hæst, þar sem Þórólfur Mostraskegg og Snorri goði gerðu garðinn frægan. Enn finnst mér tign og máttur hvíla yfir þeim stað. — Og hér á láglendinu, neðan Hnappa- dals, rís Eldborg í Eldborgarhrauni, sem er í senn fögur og merkileg náttúrusmíð, og sögulega merk, þar sem getið er um gosið og myndun hennar í landnámabók og tengd við sögu Selþóris, landnámsmannsins á Rauðamel. Mér finnst Eldborg gefa hérað- inu umhverfis hlýjan og tignarlegan svip. Svona veit ég að það er í fleiri sveitum og héruðum, að fræg og fögur náttúrusmíð laða og heilla hugann. Og þó að norðaustan- næðingurinn sé oft napur hér á Snæfells- nesi, þá koma þó hér mörg kyrr og fögur sumarkvöld. „Og seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenzka kvöldinu í fallegri sveit.“

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.